Langtímanotkun lyfja valdið banaslysum í umferðinni: „Fólk hætti of seint að keyra“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. maí 2020 19:00 Dæmi eru um að langtímanotkun lyfja - sem venjulega eru ekki talin skerða aksturhæfni - hafi valdið alvarlegum slysum og jafnvel banaslysum í umferðinni hér á landi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur óskað eftir því að vakin sé athygli lækna á vandamálinu. Síðustu ár hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa fengið til athugunar banaslys þar sem rekja mátti orsakirnar til þess að ökumennirnir höfðu verið á lyfjum sem slævðu getu þeirra til þess að stjórna ökutæki. Þótt yfirleitt sé um að ræða lyf sem þekkt eru að því að valda skertri ökuhæfni hafa einnig borist mál þar sem hinn látni hefur verið með mjög háa blóðþéttni af lyfjum, sem venjulega eru ekki talin skerða aksturshæfni mikið. „Við lögðum það til að landlæknir tæki það til skoðunar að það séu einhver dæmi þess í þjóðfélaginu að einstaklingur eftir langvarandi notkun lyfja séu komnir með skerta getu til að vinna úr lyfjunum og uppsöfnun á umbrotsefnun geti átt sér stað,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Eitrunargildi af venlafaxíni, algengu þunglyndislyfi sem notað er hér á landi, hafa komið upp í tveimur málum hjá nefndinni upp á síðkastið. Í öðru tilvikinu var um að ræða banaslys. Í fyrra fengu 5395 manns þunglyndislyfinu ávísað og hefur notkun þess aukist nokkuð undanfarin ár. Sævar telur að þetta geti átt við um fleiri lyf, séu þau notuð í lengri tíma. Meðal annars geðlyf. „Eftir því sem við eldumst aukast líkurnar á því að við förum að kljást við ýmis heilsufarsvandamál sem að sum hver, bæði vegna lyfjanotkunar og vandamálsins sjálfs, geta skert hæfni okkar til að stjórna ökutæki. Þannig að hækkandi meðalaldur þjóðarinnar getur orðið til þess að þetta vandamál komi betur í ljós,“ segir Sævar Helgi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Embætti landlæknis myndi vekja athygli lækna á þessu. „Það getur verið mikilvægt að fylgjast með lyfjanotkun eftir langvarandi notkun að sjá hvort líkaminn sé enn að bregðast við eins og hann gerði í byrjun lyfjameðferðar,“ segir Sævar Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu slösuðust sautján manns í fyrra vegna aksturs undir áhrifum löglegrar lyfjaneyslu, fimm slösuðust alvarlega. Árið á undan slösuðust 16 manns, fjórir alvarlega og einn lést. Nefndin hefur sent frá sér tillögur til Samgöngustofu um að láta útbúa nýtt vottorðseyðublað sem ökumenn þurfa að fá frá lækni þegar sótt er um endurnýjun ökuréttinda og einnig útbúa nýjar reglur hvernig framfylgja skuli skilyrðum um andlegt og líkamlegt heilbrigði í reglugerð um ökuskírteini. „Það þarf að vera ákveðin vitundarvakning bæði meðal þjóðarinnar og heilbrigðisstarfsfólks að gæta þess að ef grunsemd er um að heilbrigðisástand fólks sé þess eðlis að mögulega ætti að skila inn ökuskírteini og hvíla akstur í einhvern tíma, að það sé þá skoðað betur,“ segir Sævar Helgi. Fylgjast þurfi betur með eldri einstaklingum. „Til eru dæmi þess að fólk hætti of seint að keyra,“ segir Sævar Helgi. Umferðaröryggi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Dæmi eru um að langtímanotkun lyfja - sem venjulega eru ekki talin skerða aksturhæfni - hafi valdið alvarlegum slysum og jafnvel banaslysum í umferðinni hér á landi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur óskað eftir því að vakin sé athygli lækna á vandamálinu. Síðustu ár hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa fengið til athugunar banaslys þar sem rekja mátti orsakirnar til þess að ökumennirnir höfðu verið á lyfjum sem slævðu getu þeirra til þess að stjórna ökutæki. Þótt yfirleitt sé um að ræða lyf sem þekkt eru að því að valda skertri ökuhæfni hafa einnig borist mál þar sem hinn látni hefur verið með mjög háa blóðþéttni af lyfjum, sem venjulega eru ekki talin skerða aksturshæfni mikið. „Við lögðum það til að landlæknir tæki það til skoðunar að það séu einhver dæmi þess í þjóðfélaginu að einstaklingur eftir langvarandi notkun lyfja séu komnir með skerta getu til að vinna úr lyfjunum og uppsöfnun á umbrotsefnun geti átt sér stað,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Eitrunargildi af venlafaxíni, algengu þunglyndislyfi sem notað er hér á landi, hafa komið upp í tveimur málum hjá nefndinni upp á síðkastið. Í öðru tilvikinu var um að ræða banaslys. Í fyrra fengu 5395 manns þunglyndislyfinu ávísað og hefur notkun þess aukist nokkuð undanfarin ár. Sævar telur að þetta geti átt við um fleiri lyf, séu þau notuð í lengri tíma. Meðal annars geðlyf. „Eftir því sem við eldumst aukast líkurnar á því að við förum að kljást við ýmis heilsufarsvandamál sem að sum hver, bæði vegna lyfjanotkunar og vandamálsins sjálfs, geta skert hæfni okkar til að stjórna ökutæki. Þannig að hækkandi meðalaldur þjóðarinnar getur orðið til þess að þetta vandamál komi betur í ljós,“ segir Sævar Helgi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Embætti landlæknis myndi vekja athygli lækna á þessu. „Það getur verið mikilvægt að fylgjast með lyfjanotkun eftir langvarandi notkun að sjá hvort líkaminn sé enn að bregðast við eins og hann gerði í byrjun lyfjameðferðar,“ segir Sævar Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu slösuðust sautján manns í fyrra vegna aksturs undir áhrifum löglegrar lyfjaneyslu, fimm slösuðust alvarlega. Árið á undan slösuðust 16 manns, fjórir alvarlega og einn lést. Nefndin hefur sent frá sér tillögur til Samgöngustofu um að láta útbúa nýtt vottorðseyðublað sem ökumenn þurfa að fá frá lækni þegar sótt er um endurnýjun ökuréttinda og einnig útbúa nýjar reglur hvernig framfylgja skuli skilyrðum um andlegt og líkamlegt heilbrigði í reglugerð um ökuskírteini. „Það þarf að vera ákveðin vitundarvakning bæði meðal þjóðarinnar og heilbrigðisstarfsfólks að gæta þess að ef grunsemd er um að heilbrigðisástand fólks sé þess eðlis að mögulega ætti að skila inn ökuskírteini og hvíla akstur í einhvern tíma, að það sé þá skoðað betur,“ segir Sævar Helgi. Fylgjast þurfi betur með eldri einstaklingum. „Til eru dæmi þess að fólk hætti of seint að keyra,“ segir Sævar Helgi.
Umferðaröryggi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent