Tókst að klobba einn besta hlauparann í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 17:00 Saquon Barkley var svolítið vandræðalegur eftir að Lisu Zimouche tókst að klóbba hann. Lisa setti myndbandið líka inn á Instagram síðuna sína. Mynd/Instagram Lisa Zimouche fór illa með eina stærstu stjörnu NFL-deildarinnar á dögunum þegar hlauparinn Saquon Barkley taldi sig geta stoppað hana. Hann fékk meira að segja að byrja með boltann. Lisa þessi þykir betri með boltann en flestir og ferðast um heiminn til að sýna kúnstir sínar. Oftar en ekki eru það kokhraustir karlmenn sem falla í þá gildru að halda að hún nái ekki að leika á þá. Lisa Zimouche er af frönskum og alsírskum ættum og var einu sinni í unglingaliði Paris Saint Germain en yfirgaf venjubundin fótbolta og fór að sérhæfa sér í að sýna tilþrif með boltann. Tilþrif hennar hafa oft vakið mikla athygli og í þann hóp bættist myndband af því þegar NFL-stjarnan Saquon Barkley reyndi sig á móti henni. Saquon Barkley fékk að byrja með boltann en áður en hann vissi af þá var Lisa búinn að stela honum af honum og fljótlega tókst henni að klobba hann líka eins og sjá má hér fyrir neðan. She hit Saquon Barkley with the steal and nutmeg ??(via lisafreestyle/Instagram) pic.twitter.com/18R3ZE6afb— ESPN FC (@ESPNFC) May 16, 2020 Saquon Barkley sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í NFL-deildinni árið 2018 en hann var valinn af New York Giants. Barkley setti hin ýmsu met og var valinn nýliði ársins. Barkley er svakalegur íþróttamaður með magnaðan sprengikraft sem kemur varnarmönnum andstæðinganna hvað eftir annað í mikil vandræði. Saquon Barkley hefur alls spilað 29 leiki í NFL-deildinni og í þeim hefur hann hlaupið með boltann 2310 jarda og skorað alls 23 snertimörk. Fótbolti NFL Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira
Lisa Zimouche fór illa með eina stærstu stjörnu NFL-deildarinnar á dögunum þegar hlauparinn Saquon Barkley taldi sig geta stoppað hana. Hann fékk meira að segja að byrja með boltann. Lisa þessi þykir betri með boltann en flestir og ferðast um heiminn til að sýna kúnstir sínar. Oftar en ekki eru það kokhraustir karlmenn sem falla í þá gildru að halda að hún nái ekki að leika á þá. Lisa Zimouche er af frönskum og alsírskum ættum og var einu sinni í unglingaliði Paris Saint Germain en yfirgaf venjubundin fótbolta og fór að sérhæfa sér í að sýna tilþrif með boltann. Tilþrif hennar hafa oft vakið mikla athygli og í þann hóp bættist myndband af því þegar NFL-stjarnan Saquon Barkley reyndi sig á móti henni. Saquon Barkley fékk að byrja með boltann en áður en hann vissi af þá var Lisa búinn að stela honum af honum og fljótlega tókst henni að klobba hann líka eins og sjá má hér fyrir neðan. She hit Saquon Barkley with the steal and nutmeg ??(via lisafreestyle/Instagram) pic.twitter.com/18R3ZE6afb— ESPN FC (@ESPNFC) May 16, 2020 Saquon Barkley sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í NFL-deildinni árið 2018 en hann var valinn af New York Giants. Barkley setti hin ýmsu met og var valinn nýliði ársins. Barkley er svakalegur íþróttamaður með magnaðan sprengikraft sem kemur varnarmönnum andstæðinganna hvað eftir annað í mikil vandræði. Saquon Barkley hefur alls spilað 29 leiki í NFL-deildinni og í þeim hefur hann hlaupið með boltann 2310 jarda og skorað alls 23 snertimörk.
Fótbolti NFL Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira