Segir Fjölni ekki liggja á digrum sjóðum en menn standi við þá samninga sem eru gerðir Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 07:30 Ásmundur vill styrkja Fjölnisliðin áður en átökin hefjast. vísir/s2s Ásmundur Arnarson, þjálfari nýliða Fjölnis í Pepsi Max-deild karla, segir að Fjölnismenn ætla að sýna ábyrgð í rekstri og horfi frekar innanlands en út fyrir landsteinana í leit að styrkingu. Ásmundur var gestur í Sportinu í dag par sem hann ræddi um stöðuna á Fjölnisliðinu sem hefur misst máttarstólpa á borð við Bergsvein Ólafsson, Albert Brynjar Ingason og Rasmus Christiansen frá síðustu leiktíð. „Við höfum verið að horfa í það að við þurfum að styrkja liðið að einhverju leyti og vð höfum verið að reyna það en ekki viljað taka hvað sem er. Það hefur ekkert alveg dottið inn fyrir okkur en við erum enn að reyna,“ sagði Ásmundur og segir markaðinn erfiðari vegna kórónuveirufaraldursins. „Markaðurinn virðist vera erfiðari. Liðin þora ekki alveg að losa úr hópnum sínum eins og þau hefðu gert ella því það er spilað þéttar heldur en áður. Maður skilur það alveg. Líka er þetta pínu óvissa. Liðin eru að halda meira í hópana sína en áður og það er erfiðara að sækja innanlands.“ Ásmundur segir að Fjölnismenn hafi horft hingað til meira á innanlandsmarkaðinn og segir að sækja erlenda leikmenn í þessu ástandi sem nú blasir yfir sé ansi erfitt. En hversu samkeppnishæfir eru Fjölnismenn á markaðnum? „Buddan er mjög góð. Troðfull,“ sagði Ási í léttum tón. „Nei, það hafa ekki verið digrir sjóðir í Fjölni en það sem menn gera, plana og semja um það standa þeir yfirleitt við. Það hefur verið sagan hjá Fjölni. Þeir sýna ábyrgð í rekstrinum og eru sanngjarnir þar. Menn vilja ekki fara fram úr sér þó þeir vilji styrkja liðið og reyna festa liðið í efstu deild.“ Klippa: Sportið í dag - Ási um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Fjölnir Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Ásmundur Arnarson, þjálfari nýliða Fjölnis í Pepsi Max-deild karla, segir að Fjölnismenn ætla að sýna ábyrgð í rekstri og horfi frekar innanlands en út fyrir landsteinana í leit að styrkingu. Ásmundur var gestur í Sportinu í dag par sem hann ræddi um stöðuna á Fjölnisliðinu sem hefur misst máttarstólpa á borð við Bergsvein Ólafsson, Albert Brynjar Ingason og Rasmus Christiansen frá síðustu leiktíð. „Við höfum verið að horfa í það að við þurfum að styrkja liðið að einhverju leyti og vð höfum verið að reyna það en ekki viljað taka hvað sem er. Það hefur ekkert alveg dottið inn fyrir okkur en við erum enn að reyna,“ sagði Ásmundur og segir markaðinn erfiðari vegna kórónuveirufaraldursins. „Markaðurinn virðist vera erfiðari. Liðin þora ekki alveg að losa úr hópnum sínum eins og þau hefðu gert ella því það er spilað þéttar heldur en áður. Maður skilur það alveg. Líka er þetta pínu óvissa. Liðin eru að halda meira í hópana sína en áður og það er erfiðara að sækja innanlands.“ Ásmundur segir að Fjölnismenn hafi horft hingað til meira á innanlandsmarkaðinn og segir að sækja erlenda leikmenn í þessu ástandi sem nú blasir yfir sé ansi erfitt. En hversu samkeppnishæfir eru Fjölnismenn á markaðnum? „Buddan er mjög góð. Troðfull,“ sagði Ási í léttum tón. „Nei, það hafa ekki verið digrir sjóðir í Fjölni en það sem menn gera, plana og semja um það standa þeir yfirleitt við. Það hefur verið sagan hjá Fjölni. Þeir sýna ábyrgð í rekstrinum og eru sanngjarnir þar. Menn vilja ekki fara fram úr sér þó þeir vilji styrkja liðið og reyna festa liðið í efstu deild.“ Klippa: Sportið í dag - Ási um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Fjölnir Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira