Mál fyrrverandi starfsmanns SÁÁ endaði með þriggja milljóna króna sekt Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 22:17 Við ákvörðun sektarinnar var horft til þess að um væri að ræða samtök sem vinna að almannaheillum fyrir sjálfsaflafé. Vísir/Sigurjón Persónuvernd hefur sektað SÁÁ um þrjár milljónir króna vegna öryggisbrests. Sektin varðar sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns SÁÁ. Deilt hefur verið um það hvort að hann hafi fengið þau afhent fyrir mistök eða tekið þau ófrjálsri hendi. Umrædd gögn eru talin mjög viðkvæm og er meðal annars um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Málið litið mjög alvarlegum augum Fram kom í umfjöllun um málið í ágúst síðastliðnum að embætti landlæknis og Persónuvernd hafi litið málið mjög alvarlegum augum. Gögnin voru að endingu afhent embætti landlæknis. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að stofnunin telji að afhending sjúkraskrárgagnanna „væri afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu S.Á.Á. til að tryggja öryggi persónuupplýsinga.“ Sjá einnig: Viðkvæmu gögnin komin á borð landlæknis og lögreglu gert viðvart Hjalti Þór Björnsson, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017 eftir þrjátíu ára starf. Hjalti komst að því síðasta sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga félagsins. Í samtali við fréttastofu í ágúst síðastliðnum sagðist hann hafa greint Persónuvernd frá málinu en þáverandi stjórn SÁÁ tilkynnti málið sömuleiðis til Persónuverndar. Var lögreglu einnig gert viðvart. Ósammála um það hvernig hann komst yfir gögnin Þá hafði deila staðið á milli Hjalta og Arnþórs Jónssonar, formanns stjórnar SÁÁ, þar sem hinn síðarnefndi sakaði Hjalta um að hafa tekið gögnin ófrjálsri hendi við starfslokin. Hjalti hefur ætíð neitað því og sagt að honum hafi borist gögnin fyrir mistök með öðru dóti í kjölfar uppsagnarinnar. Niðurstaða Persónuverndar er sú að Hjalti hafi fengið umrædd gögn með öðrum persónulegum gögnum sem hann fékk afhent árið eftir að hann hætti störfum hjá SÁÁ. Við ákvörðun sektarinnar leit Persónuvernd til þess að um væri að ræða samtök sem „vinna að almannaheillum, starfa ekki í fjárhagslegum tilgangi og leggja sjálfsaflafé til heilbrigðisþjónustu sem er opin almenningi.“ Einnig var litið til þess að mikil umbótavinna hafi verið unnin innan félagsins, sem hófst áður en upp komst um öryggisbrestinn, til að uppfylla kröfur persónuverndarlöggjafar. Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Persónuvernd hefur sektað SÁÁ um þrjár milljónir króna vegna öryggisbrests. Sektin varðar sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns SÁÁ. Deilt hefur verið um það hvort að hann hafi fengið þau afhent fyrir mistök eða tekið þau ófrjálsri hendi. Umrædd gögn eru talin mjög viðkvæm og er meðal annars um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Málið litið mjög alvarlegum augum Fram kom í umfjöllun um málið í ágúst síðastliðnum að embætti landlæknis og Persónuvernd hafi litið málið mjög alvarlegum augum. Gögnin voru að endingu afhent embætti landlæknis. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að stofnunin telji að afhending sjúkraskrárgagnanna „væri afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu S.Á.Á. til að tryggja öryggi persónuupplýsinga.“ Sjá einnig: Viðkvæmu gögnin komin á borð landlæknis og lögreglu gert viðvart Hjalti Þór Björnsson, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017 eftir þrjátíu ára starf. Hjalti komst að því síðasta sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga félagsins. Í samtali við fréttastofu í ágúst síðastliðnum sagðist hann hafa greint Persónuvernd frá málinu en þáverandi stjórn SÁÁ tilkynnti málið sömuleiðis til Persónuverndar. Var lögreglu einnig gert viðvart. Ósammála um það hvernig hann komst yfir gögnin Þá hafði deila staðið á milli Hjalta og Arnþórs Jónssonar, formanns stjórnar SÁÁ, þar sem hinn síðarnefndi sakaði Hjalta um að hafa tekið gögnin ófrjálsri hendi við starfslokin. Hjalti hefur ætíð neitað því og sagt að honum hafi borist gögnin fyrir mistök með öðru dóti í kjölfar uppsagnarinnar. Niðurstaða Persónuverndar er sú að Hjalti hafi fengið umrædd gögn með öðrum persónulegum gögnum sem hann fékk afhent árið eftir að hann hætti störfum hjá SÁÁ. Við ákvörðun sektarinnar leit Persónuvernd til þess að um væri að ræða samtök sem „vinna að almannaheillum, starfa ekki í fjárhagslegum tilgangi og leggja sjálfsaflafé til heilbrigðisþjónustu sem er opin almenningi.“ Einnig var litið til þess að mikil umbótavinna hafi verið unnin innan félagsins, sem hófst áður en upp komst um öryggisbrestinn, til að uppfylla kröfur persónuverndarlöggjafar.
Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira