...Í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga... Þorsteinn Sæmundsson skrifar 17. apríl 2020 08:30 Hornsteinar hvers þjóðfélags eru heimilin. Þessi grein mín sem er númer sex í röðinni um tækifæri þjóðarinnar að lokinni farsótt fjallar um heimilin og nauðsynlegar ráðstafanir þeim til handa svo þau megi ná vopnum sínum og blómstra eftir að kórónaveiran rennur sitt skeið. Mikil hætta er á því þeir einstaklingar sem búa nú við lækkað starfshlutfall eða hafa misst vinnuna lendi í greiðslufalli tímabundið. Tryggilega þarf að ganga frá því að bankar og fjármálastofnanir standi við að skapa þessu fólki greiðsluskjól meðan ástandið er verst án verulegs kostnaðarauka fyrir þá sem aðstoð þurfa. Til greina hlýtur að koma að fjármálakerfið geri einstaklingum einnig kleift að greiða einungis vexti en ekki afborganir í einhvern tíma eftir að kórónaveiran sleppir takinu. Ríkisbankarnir sem nú er gott að ekki var búið að koma í hendur kunnugra eiga að sjálfsögðu að vera í fararbroddi góðra vinnubragða í þessu efni. Eftirlaunasjóðir erfiðismanna, lífeyrissjóðirnir eiga að axla sína samfélagslegu ábyrgð og fylgja góðum siðum og viðskiptaháttum meðan verst gegnir en hlaupa ekki frá ábyrgð sinni líkt og gerðist í eftirmála hrunsins. Hætt er við því að höggið af kreppu í kjölfar kórónuveiru bitni sérstaklega hart á heimilum einyrkja og sjálfstæðra smáatvinnurekenda sem misst geta allar tekjur sínar. Sérstaklega þarf að huga að úrræðum sem þeim hópi komi best að gagni. Heimilin í landinu eru mörg enn brennd af áfalli bankahrunsins. Eins og allir vita lentu margar fjölskyldur í greiðslufalli sem varð til þess að þúsundir misstu heimili sín. Það má ekki gerast aftur. Nú er huggun harmi gegn að vaxtastig á Íslandi hefur farið lækkandi undanfarandi þó enn sé svigrúm til enn frekari vaxtalækkana. Gera þarf fólki auðveldara fyrir að endurfjármagna fasteignalán. Ráðast þarf í skilmálabreytingar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til þess að tryggja aðstöðu þeirra sem læstir eru inni með mjög óhagstæð verðtryggð lán hjá stofnuninni með föstum vöxtum allt að 5,5%. Að auki eru þessi sömu lán með uppgreiðsluálagi sem nemur allt að 16%. Það má hverjum ljóst vera að staða þessara lántakenda er óþolandi og óásættanleg. Gera verður þeim kleift að skuldbreyta þessum okurlánum með réttlátum hætti. Stjórnvöld verða nú þegar að gera ráðstafanir til þess að frysta vísitölutengingu lána ef verðbólguskot lætur á sér kræla. Það er óhugsandi að íslensk heimili sitji enn og aftur ein uppi með kostnað af slíku. Víða um heim hefur verið bannað að segja fólki upp húsaleigu þrátt fyrir greiðslufall. Það hlýtur að koma til álita að hlaupa undir bagga með þeim sem eru á leigumarkaði og verða fyrir alvarlegu tekjufalli annað hvort með hærri leigubótum tímabundið eða beinum fjárstuðningi. Eftir vel heppnaða skuldaleiðréttingu árið 2014 sáu tugþúsundir íslenskra heimila til sólar aftur eftir erfiðleika hrunsins. Það áfall sem nú hefur dunið yfir má ekki verða til þess að þau heimili og önnur rati á ný í greiðsluerfiðleika sem hægt er að komast hjá með markvissum ákvörðunum. Miðflokkurinn heitir stjórnvöldum liðveislu í góðum málum og er fús að leggja góðar hugmyndir fram til að leysa úr erfiðum málum er varða heimilin í landinu. Í næstu grein verður fjallað um fjármálakerfið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hornsteinar hvers þjóðfélags eru heimilin. Þessi grein mín sem er númer sex í röðinni um tækifæri þjóðarinnar að lokinni farsótt fjallar um heimilin og nauðsynlegar ráðstafanir þeim til handa svo þau megi ná vopnum sínum og blómstra eftir að kórónaveiran rennur sitt skeið. Mikil hætta er á því þeir einstaklingar sem búa nú við lækkað starfshlutfall eða hafa misst vinnuna lendi í greiðslufalli tímabundið. Tryggilega þarf að ganga frá því að bankar og fjármálastofnanir standi við að skapa þessu fólki greiðsluskjól meðan ástandið er verst án verulegs kostnaðarauka fyrir þá sem aðstoð þurfa. Til greina hlýtur að koma að fjármálakerfið geri einstaklingum einnig kleift að greiða einungis vexti en ekki afborganir í einhvern tíma eftir að kórónaveiran sleppir takinu. Ríkisbankarnir sem nú er gott að ekki var búið að koma í hendur kunnugra eiga að sjálfsögðu að vera í fararbroddi góðra vinnubragða í þessu efni. Eftirlaunasjóðir erfiðismanna, lífeyrissjóðirnir eiga að axla sína samfélagslegu ábyrgð og fylgja góðum siðum og viðskiptaháttum meðan verst gegnir en hlaupa ekki frá ábyrgð sinni líkt og gerðist í eftirmála hrunsins. Hætt er við því að höggið af kreppu í kjölfar kórónuveiru bitni sérstaklega hart á heimilum einyrkja og sjálfstæðra smáatvinnurekenda sem misst geta allar tekjur sínar. Sérstaklega þarf að huga að úrræðum sem þeim hópi komi best að gagni. Heimilin í landinu eru mörg enn brennd af áfalli bankahrunsins. Eins og allir vita lentu margar fjölskyldur í greiðslufalli sem varð til þess að þúsundir misstu heimili sín. Það má ekki gerast aftur. Nú er huggun harmi gegn að vaxtastig á Íslandi hefur farið lækkandi undanfarandi þó enn sé svigrúm til enn frekari vaxtalækkana. Gera þarf fólki auðveldara fyrir að endurfjármagna fasteignalán. Ráðast þarf í skilmálabreytingar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til þess að tryggja aðstöðu þeirra sem læstir eru inni með mjög óhagstæð verðtryggð lán hjá stofnuninni með föstum vöxtum allt að 5,5%. Að auki eru þessi sömu lán með uppgreiðsluálagi sem nemur allt að 16%. Það má hverjum ljóst vera að staða þessara lántakenda er óþolandi og óásættanleg. Gera verður þeim kleift að skuldbreyta þessum okurlánum með réttlátum hætti. Stjórnvöld verða nú þegar að gera ráðstafanir til þess að frysta vísitölutengingu lána ef verðbólguskot lætur á sér kræla. Það er óhugsandi að íslensk heimili sitji enn og aftur ein uppi með kostnað af slíku. Víða um heim hefur verið bannað að segja fólki upp húsaleigu þrátt fyrir greiðslufall. Það hlýtur að koma til álita að hlaupa undir bagga með þeim sem eru á leigumarkaði og verða fyrir alvarlegu tekjufalli annað hvort með hærri leigubótum tímabundið eða beinum fjárstuðningi. Eftir vel heppnaða skuldaleiðréttingu árið 2014 sáu tugþúsundir íslenskra heimila til sólar aftur eftir erfiðleika hrunsins. Það áfall sem nú hefur dunið yfir má ekki verða til þess að þau heimili og önnur rati á ný í greiðsluerfiðleika sem hægt er að komast hjá með markvissum ákvörðunum. Miðflokkurinn heitir stjórnvöldum liðveislu í góðum málum og er fús að leggja góðar hugmyndir fram til að leysa úr erfiðum málum er varða heimilin í landinu. Í næstu grein verður fjallað um fjármálakerfið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun