Aldrei fleiri smit greinst á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2020 21:43 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO. EPA/SALVATORE DI NOLFI Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sögðu í dag að á milli daga hafi stofnuninni borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli nýju kórónuveirunnar á heimsvísu. Þau hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring og heildarfjöldinn nálgast nú fimm milljónir. Alls er um að ræða 106 þúsund ný smit og sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að heimurinn ætti langt í land með að ná tökum á faraldrinum. Hann bætti við að nærri því tveir þriðju allra smitanna hafi greinst í einungis fjórum ríkjum, án þess þó að taka fram hvaða ríki um væri að ræða. Þau fjögur ríki þar sem flestir eru smitaðir, svo vitað sé, eru Bandaríkin, Rússland, Brasilía og Bretland. Ghebreyesus tók einnig fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði áhyggjur af fjölgun smitaðra í fátækari ríkjum heimsins. Eins og bent er á í umfjöllun Guardian hefur dregið verulega úr fjölgun smita í Evrópu en það sama er ekki upp á teningnum í Suður-Ameríku. Þar fer smituðum hratt fjölgandi og er víða lítið skimað fyrir Covid-19. Ghebreyesus sagði á fundinum að honum hefði borist bréf frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann vildi ekki fara nánar út í það að öðru leyti en að verið væri að skoða það. Trump hefur gagnrýnt stofnunin harðlega og hefur hótað því að hætta fjárveitingum alfarið til hennar. Meðal annars hefur hann sakað WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda. Búið er að tilkynna að viðbrögð WHO við upphafi faraldursins verði skoðuð nánar og farið í saumana á þeim. Ghebreyesus sagði að fáir kölluðu meira eftir gagnsæi en WHO. Það væri nauðsynlegt að skoða viðbrögðin hann sagði að sú skoðun yrði ítarleg. Hann vildi þó ekki segja hvenær hún muni fara fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía tekur fram úr bæði Spáni og Ítalíu Landið skipar nú fjórða sæti á lista yfir þau þar sem flest smit hafa komið upp. 17. maí 2020 19:15 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira
Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sögðu í dag að á milli daga hafi stofnuninni borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli nýju kórónuveirunnar á heimsvísu. Þau hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring og heildarfjöldinn nálgast nú fimm milljónir. Alls er um að ræða 106 þúsund ný smit og sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að heimurinn ætti langt í land með að ná tökum á faraldrinum. Hann bætti við að nærri því tveir þriðju allra smitanna hafi greinst í einungis fjórum ríkjum, án þess þó að taka fram hvaða ríki um væri að ræða. Þau fjögur ríki þar sem flestir eru smitaðir, svo vitað sé, eru Bandaríkin, Rússland, Brasilía og Bretland. Ghebreyesus tók einnig fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði áhyggjur af fjölgun smitaðra í fátækari ríkjum heimsins. Eins og bent er á í umfjöllun Guardian hefur dregið verulega úr fjölgun smita í Evrópu en það sama er ekki upp á teningnum í Suður-Ameríku. Þar fer smituðum hratt fjölgandi og er víða lítið skimað fyrir Covid-19. Ghebreyesus sagði á fundinum að honum hefði borist bréf frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann vildi ekki fara nánar út í það að öðru leyti en að verið væri að skoða það. Trump hefur gagnrýnt stofnunin harðlega og hefur hótað því að hætta fjárveitingum alfarið til hennar. Meðal annars hefur hann sakað WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda. Búið er að tilkynna að viðbrögð WHO við upphafi faraldursins verði skoðuð nánar og farið í saumana á þeim. Ghebreyesus sagði að fáir kölluðu meira eftir gagnsæi en WHO. Það væri nauðsynlegt að skoða viðbrögðin hann sagði að sú skoðun yrði ítarleg. Hann vildi þó ekki segja hvenær hún muni fara fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía tekur fram úr bæði Spáni og Ítalíu Landið skipar nú fjórða sæti á lista yfir þau þar sem flest smit hafa komið upp. 17. maí 2020 19:15 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira
Brasilía tekur fram úr bæði Spáni og Ítalíu Landið skipar nú fjórða sæti á lista yfir þau þar sem flest smit hafa komið upp. 17. maí 2020 19:15