Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2020 09:15 Icelandair Group reynir nú að koma sér í gegnum mesta mótvindinn. Vísir/vilhelm Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ Fyrir því séu þó nokkrar forsendur, yfirstandandi viðræður við stéttarfélög „skili árangri“ og að hluthafafundur samþykki að ráðast í útboðið. Án þess þó að umræddar viðræður við stéttarfélög séu skýrðar nánar í yfirlýsingu frá Icelandair í morgun má ætla að þar sé vísað til tilrauna félagsins til að endursemja við flugmenn og flugliða. Lengi hefur legið fyrir að launakostnaður hjá Icelandair sé afar hár, í samanburði við keppninauta þess í millilandaflugi. Þannig hafi laun flugliða hjá Icelandair verið allt að 35 prósent hærri en hjá hinu sáluga WOW air og laun flugmanna Icelandair 20 til 30 prósent hærri. Sjá einnig: Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Icelandair segir þó að þetta séu ekki einu viðræðurnar sem séu í gangi. Þannig ræði félagið einnig við fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja. Þá hafi félagið jafnframt verið í góðu sambandi við stjórnvöld í þessu ferli. Aukinheldur segir í fyrrnefndri yfirlýsingu Icelandair: Icelandair hefur haldið uppi lágmarks flugsamgöngum til og frá landinu að undanförnu í samstarfi við stjórnvöld, bæði fyrir farþega og vöruflutninga, og er flugáætlun félagsins nú minni en 10% af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út. Enn ríkir talsverð óvissa um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi tekur aftur við sér. Félagið þarf að grípa til enn frekari aðgerða til að komast í gegnum þetta tímabil þar sem tekjur þess verða í lágmarki. Á sama tíma mun félagið tryggja þann sveigjanleika sem þarf til að bregðast hratt við um leið og breytingar verða á markaði og eftirspurn tekur við sér á ný. Þá greindi Viðskiptablaðið frá því í morgun að fleiri aðgerðir séu á teikniborðinu hjá Icelandair. Það hafi þannig rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. Heimildir blaðsins herma ennfremur að verið sé að skera flugflota félagsins verulega niður. Til greina komi að minnka flotann um helming, allt niður í tólf vélar. Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Tengdar fréttir Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Ríkið semur við Air Iceland Connect um flug til Egilsstaða og Ísafjarðar Stjórnvöld segjast hafa samið við flugfélagið Air Iceland Connect um reglulegar flugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar til og með 5. maí. 15. apríl 2020 17:01 Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ Fyrir því séu þó nokkrar forsendur, yfirstandandi viðræður við stéttarfélög „skili árangri“ og að hluthafafundur samþykki að ráðast í útboðið. Án þess þó að umræddar viðræður við stéttarfélög séu skýrðar nánar í yfirlýsingu frá Icelandair í morgun má ætla að þar sé vísað til tilrauna félagsins til að endursemja við flugmenn og flugliða. Lengi hefur legið fyrir að launakostnaður hjá Icelandair sé afar hár, í samanburði við keppninauta þess í millilandaflugi. Þannig hafi laun flugliða hjá Icelandair verið allt að 35 prósent hærri en hjá hinu sáluga WOW air og laun flugmanna Icelandair 20 til 30 prósent hærri. Sjá einnig: Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Icelandair segir þó að þetta séu ekki einu viðræðurnar sem séu í gangi. Þannig ræði félagið einnig við fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja. Þá hafi félagið jafnframt verið í góðu sambandi við stjórnvöld í þessu ferli. Aukinheldur segir í fyrrnefndri yfirlýsingu Icelandair: Icelandair hefur haldið uppi lágmarks flugsamgöngum til og frá landinu að undanförnu í samstarfi við stjórnvöld, bæði fyrir farþega og vöruflutninga, og er flugáætlun félagsins nú minni en 10% af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út. Enn ríkir talsverð óvissa um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi tekur aftur við sér. Félagið þarf að grípa til enn frekari aðgerða til að komast í gegnum þetta tímabil þar sem tekjur þess verða í lágmarki. Á sama tíma mun félagið tryggja þann sveigjanleika sem þarf til að bregðast hratt við um leið og breytingar verða á markaði og eftirspurn tekur við sér á ný. Þá greindi Viðskiptablaðið frá því í morgun að fleiri aðgerðir séu á teikniborðinu hjá Icelandair. Það hafi þannig rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. Heimildir blaðsins herma ennfremur að verið sé að skera flugflota félagsins verulega niður. Til greina komi að minnka flotann um helming, allt niður í tólf vélar.
Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Tengdar fréttir Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Ríkið semur við Air Iceland Connect um flug til Egilsstaða og Ísafjarðar Stjórnvöld segjast hafa samið við flugfélagið Air Iceland Connect um reglulegar flugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar til og með 5. maí. 15. apríl 2020 17:01 Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52
Ríkið semur við Air Iceland Connect um flug til Egilsstaða og Ísafjarðar Stjórnvöld segjast hafa samið við flugfélagið Air Iceland Connect um reglulegar flugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar til og með 5. maí. 15. apríl 2020 17:01
Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög. 6. apríl 2020 19:20