Stoppa þarf klukkuna til að halda ferðaþjónustunni á lífi Þórir Garðarsson skrifar 17. apríl 2020 10:15 Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot. Þeim sé ekki viðbjargandi í ljósi þess tekjuhruns sem þegar er hafið og fyrirséð að standi næstu misseri. Í þessu sambandi hefur verið rætt um offjárfestingu með tilheyrandi skuldsetningu ferðaþjónustufyrirtækja. En ástæðan fyrir miklum fjárfestingum í greininni er sú að það þurfti að ráðast í mikla uppbyggingu til að mæta örri fjölgun ferðamanna. Þannig gátu ferðamenn fengið þjónustu og skilið eftir sig yfir 500 milljarða króna gjaldeyristekjur á ári. Án uppbyggingarinnar, sem fjármögnuð var með eigin fé og lántökum, hefði ekki verið hægt að mæta eftirspurninni. Án mikilla fjárfestinga í ferðaþjónustunni hefði Ísland ekki komist jafn hratt út úr bankahruninu og raun ber vitni. Án þeirra hefði ríkissjóði ekki gengið svo vel að lækka skuldir og Seðlabankinn ekki byggt upp þann gjaldeyrisforða sem nú er til staðar. Fjárfestingarnar standa fyrir sínu – bara ekki núna Ef kórónavírusinn hefði ekki gripið heimsbyggðina heljartökum, þá hefðu fjárfestingarnar í ferðaþjónustunni haldið áfram að skila þjóðarbúinu tekjum og skapa atvinnu fyrir tugþúsundir manna. Þessar fjárfestingar standa því fyllilega fyrir sínu, en við núverandi aðstæður skila þær engum tekjum fyrr en ferðamenn láta sjá sig aftur. Þjóðarbúið er engu bættara þó fjármálafyrirtæki taki eignir og rekstur til sín og selji á brunaútsölu. Án tekna geta fyrirtækin ekki greitt laun, vexti og afborganir lána, skatta, hita, rafmagn, hráefni eða annað sem þarf til að halda starfsemi gangandi. Besta hugmyndin Ef ferðaþjónustan á ekki hreinlega að þurrkast út þarf að hugsa stórt. Besta hugmyndin sem ég hef heyrt hingað til er að ríkið taki að sér afborganir lána ferðaþjónustufyrirtækjanna a.m.k. næsta árið með endurfjármögnun til ferðaþjónustufyrirtækja á Seðlabankakjörum. Það skapar viðskiptabönkunum í staðinn svigrúm til að mæta lausafjárvanda fyrirtækjanna til að þau geti haldið áfram að draga andann. Þau þurfa að vera á lífi þegar ferðamennska fer að glæðast. Ferðaþjónustan skuldar um 250 milljarða króna. Afborganir og vextir gætu numið 20 milljörðum króna á ári. Það er ekki há upphæð í samanburði við þær gríðarmiklu tekjur sem ferðaþjónustan hefur skilað árlega í ríkissjóði undanfarin ár – og mun halda áfram að skila þegar allt verður komið í eðlilegt horf. Ekki er verið að tala um að gefa fyrirtækjunum þessa fjármuni, heldur aðeins að gera þeim kleift að koma rekstrinum í skjól þar til ferðamenn láta sjá sig aftur Þó að 20 milljarðar séu há fjárhæð þá gæti það verið réttlætanlegt í því skyni að stuðla að eins hröðum bata í greininni og hægt er. Stoppa klukkuna og leggjast í híði Lífsvon tekjulausra fyrirtækja er hreinlega leggjast í híði. Þau geta fæst verið með starfsfólk á hlutabótum, vegna þess að það eru ekki einu sinni til peningar til að borga 25% laun. Þau geta ekki einu sinni sagt starfsfólki upp og greitt því laun í uppsagnarfresti. Þau geta ekki greitt fasteignagjöld eða af lánum eða skatta eða neitt annað af þeim fjölmörgu kostnaðarliðum sem fylgir daglegum rekstri. Þau þurfa aðstoð og hún þarf bæði að koma frá ríkisvaldinu og bönkunum. Það þarf einfaldlega að stoppa klukkuna. Þannig verða fyrirtækin best tilbúin til að grípa gæsina þegar hún gefst aftur, þegar ferðamenn fara aftur á stjá. Meðan þessi frostavetur ferðaþjónustunnar gengur yfir hafa fyrirtækin tíma til að ráðast í tiltektir í rekstrinum, huga að sameiningum, viðhalda erlendum samböndum, sinna markaðsmálum, svara fyrirspurnum og gera sig klár fyrir ferðamannavorið. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórir Garðarsson Hlutabótaleiðin Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot. Þeim sé ekki viðbjargandi í ljósi þess tekjuhruns sem þegar er hafið og fyrirséð að standi næstu misseri. Í þessu sambandi hefur verið rætt um offjárfestingu með tilheyrandi skuldsetningu ferðaþjónustufyrirtækja. En ástæðan fyrir miklum fjárfestingum í greininni er sú að það þurfti að ráðast í mikla uppbyggingu til að mæta örri fjölgun ferðamanna. Þannig gátu ferðamenn fengið þjónustu og skilið eftir sig yfir 500 milljarða króna gjaldeyristekjur á ári. Án uppbyggingarinnar, sem fjármögnuð var með eigin fé og lántökum, hefði ekki verið hægt að mæta eftirspurninni. Án mikilla fjárfestinga í ferðaþjónustunni hefði Ísland ekki komist jafn hratt út úr bankahruninu og raun ber vitni. Án þeirra hefði ríkissjóði ekki gengið svo vel að lækka skuldir og Seðlabankinn ekki byggt upp þann gjaldeyrisforða sem nú er til staðar. Fjárfestingarnar standa fyrir sínu – bara ekki núna Ef kórónavírusinn hefði ekki gripið heimsbyggðina heljartökum, þá hefðu fjárfestingarnar í ferðaþjónustunni haldið áfram að skila þjóðarbúinu tekjum og skapa atvinnu fyrir tugþúsundir manna. Þessar fjárfestingar standa því fyllilega fyrir sínu, en við núverandi aðstæður skila þær engum tekjum fyrr en ferðamenn láta sjá sig aftur. Þjóðarbúið er engu bættara þó fjármálafyrirtæki taki eignir og rekstur til sín og selji á brunaútsölu. Án tekna geta fyrirtækin ekki greitt laun, vexti og afborganir lána, skatta, hita, rafmagn, hráefni eða annað sem þarf til að halda starfsemi gangandi. Besta hugmyndin Ef ferðaþjónustan á ekki hreinlega að þurrkast út þarf að hugsa stórt. Besta hugmyndin sem ég hef heyrt hingað til er að ríkið taki að sér afborganir lána ferðaþjónustufyrirtækjanna a.m.k. næsta árið með endurfjármögnun til ferðaþjónustufyrirtækja á Seðlabankakjörum. Það skapar viðskiptabönkunum í staðinn svigrúm til að mæta lausafjárvanda fyrirtækjanna til að þau geti haldið áfram að draga andann. Þau þurfa að vera á lífi þegar ferðamennska fer að glæðast. Ferðaþjónustan skuldar um 250 milljarða króna. Afborganir og vextir gætu numið 20 milljörðum króna á ári. Það er ekki há upphæð í samanburði við þær gríðarmiklu tekjur sem ferðaþjónustan hefur skilað árlega í ríkissjóði undanfarin ár – og mun halda áfram að skila þegar allt verður komið í eðlilegt horf. Ekki er verið að tala um að gefa fyrirtækjunum þessa fjármuni, heldur aðeins að gera þeim kleift að koma rekstrinum í skjól þar til ferðamenn láta sjá sig aftur Þó að 20 milljarðar séu há fjárhæð þá gæti það verið réttlætanlegt í því skyni að stuðla að eins hröðum bata í greininni og hægt er. Stoppa klukkuna og leggjast í híði Lífsvon tekjulausra fyrirtækja er hreinlega leggjast í híði. Þau geta fæst verið með starfsfólk á hlutabótum, vegna þess að það eru ekki einu sinni til peningar til að borga 25% laun. Þau geta ekki einu sinni sagt starfsfólki upp og greitt því laun í uppsagnarfresti. Þau geta ekki greitt fasteignagjöld eða af lánum eða skatta eða neitt annað af þeim fjölmörgu kostnaðarliðum sem fylgir daglegum rekstri. Þau þurfa aðstoð og hún þarf bæði að koma frá ríkisvaldinu og bönkunum. Það þarf einfaldlega að stoppa klukkuna. Þannig verða fyrirtækin best tilbúin til að grípa gæsina þegar hún gefst aftur, þegar ferðamenn fara aftur á stjá. Meðan þessi frostavetur ferðaþjónustunnar gengur yfir hafa fyrirtækin tíma til að ráðast í tiltektir í rekstrinum, huga að sameiningum, viðhalda erlendum samböndum, sinna markaðsmálum, svara fyrirspurnum og gera sig klár fyrir ferðamannavorið. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun