Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 21. maí 2020 19:19 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins. Vísir/Egill Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. „Ég vísa því alfarið á bug. Það er í rauninni krafa um aukið vinnuframlag, allt frá 8% til 20%. Það eru launahækkanir sem samræmast þó ekki almennum vinnumarkaði. Þetta eru of stórir bitar sem ekki er hægt að sætta sig við,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Launakjör flugfreyja fara eftir starfsaldri og í 100% vinnu skilar flugfreyja nú 65 flugstundum á mánuði. „Það er hægt að reikna með 2,5 klukkustundum á hverja flugstund,“ segir Guðlaug. Gríðarlegur fjöldi sækir um að verða flugfreyja eða þjónn á ári hverju en starfið krefst stúdentsprófs. Hins vegar er algengt að háskólamenntaðir sækist um að starfa í faginu. Til að mynda er um 10% af flugfreyjum Icelandair hjúkrunarfræðingar. Meðallaun flugfreyja á síðasta ári voru 520 þúsund krónur á mánuði. Yfirflugfreyjur fengu 740 þúsund krónur samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Mánaðarlegir dagpeningar voru á bilinu 140 til 145 þúsund að meðaltali. Önnur kjör eru bifreiðarstyrkur, keyrsla til og frá vinnu frá ákveðnum áfangastað. Sölulaun vegna varnings um borð. Skóstyrkur og frí gisting þegar dvalið er erlendis. Guðlaug segir að engar breytingar hafi verið í tilboði Icelandair varðandi önnur kjör. Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við WOW árið 2018 þar sem samþykkt var að yfirflugfreyja ynni 67 flugtíma, flugfreyja 69 tíma og flugfreyjur með minnstan starfsaldur 78 tíma. Þetta er sambærilegt og Icelandair bauð í gær um að flugtímar færu í 70-78 flugtíma. Aðspurð af hverju þessi munur stafar segir Guðlaug. „Annað er lágfargjaldaflugfélag og hitt er flugfélag sem gefur sig út fyrir að vera með meiri þjónustu og annað launastig. Annars er ekki hægt að bera þessa tvö samninga saman því þeir eru byggðir á mismunandi grunni,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. „Ég vísa því alfarið á bug. Það er í rauninni krafa um aukið vinnuframlag, allt frá 8% til 20%. Það eru launahækkanir sem samræmast þó ekki almennum vinnumarkaði. Þetta eru of stórir bitar sem ekki er hægt að sætta sig við,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Launakjör flugfreyja fara eftir starfsaldri og í 100% vinnu skilar flugfreyja nú 65 flugstundum á mánuði. „Það er hægt að reikna með 2,5 klukkustundum á hverja flugstund,“ segir Guðlaug. Gríðarlegur fjöldi sækir um að verða flugfreyja eða þjónn á ári hverju en starfið krefst stúdentsprófs. Hins vegar er algengt að háskólamenntaðir sækist um að starfa í faginu. Til að mynda er um 10% af flugfreyjum Icelandair hjúkrunarfræðingar. Meðallaun flugfreyja á síðasta ári voru 520 þúsund krónur á mánuði. Yfirflugfreyjur fengu 740 þúsund krónur samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Mánaðarlegir dagpeningar voru á bilinu 140 til 145 þúsund að meðaltali. Önnur kjör eru bifreiðarstyrkur, keyrsla til og frá vinnu frá ákveðnum áfangastað. Sölulaun vegna varnings um borð. Skóstyrkur og frí gisting þegar dvalið er erlendis. Guðlaug segir að engar breytingar hafi verið í tilboði Icelandair varðandi önnur kjör. Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við WOW árið 2018 þar sem samþykkt var að yfirflugfreyja ynni 67 flugtíma, flugfreyja 69 tíma og flugfreyjur með minnstan starfsaldur 78 tíma. Þetta er sambærilegt og Icelandair bauð í gær um að flugtímar færu í 70-78 flugtíma. Aðspurð af hverju þessi munur stafar segir Guðlaug. „Annað er lágfargjaldaflugfélag og hitt er flugfélag sem gefur sig út fyrir að vera með meiri þjónustu og annað launastig. Annars er ekki hægt að bera þessa tvö samninga saman því þeir eru byggðir á mismunandi grunni,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira