Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fjölnir 25-21 | Skyldusigur hjá Mosfellingum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 11. mars 2020 21:15 Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Aftureldingar. vísir/daníel þór Afturelding vann fjögurra marka sigur á Fjölni, 25-21, á heimavelli í kvöld. Fjölnir er fallið úr Olís deildinni en liðið stóð lengi vel í heimamönnum og aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik, 12-11. Það var lítið skorað í upphafi leiks en staðan var aðeins 3-1 eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Leikur Aftureldingar var ekki til afspurnar í fyrri hálfleik en Fjölnismenn spiluðu góðan varnarleik sem varð til þess að heimamenn voru með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, hélt sínum mönnum inní leiknum en hann var með 14 varða bolta í fyrri hálfleik og það voru heimamenn sem leiddu með einu marki í hálfleik 12-11. Afturelding kom sterkari út í síðari hálfleik og náðu strax upp fjögurra marka forskoti og héldu Fjölni í góðri fjarlægð lungað af síðari hálfleik. Fjölnir náði nokkru sinnum að minnka forskot heimamanna niður í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Afturelding fagnaði að lokum fjögurra marka sigri, 25-21. Af hverju vann Afturelding? Arnór Freyr Stefánsson er mjög stór ástæða þess að Afturelding vann þennan leik, hann var með yfir 50% markvörslu. Afturelding er betra lið og býr yfir meiri reynslu til að klára svona leiki. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Freyr Stefánsson, eins og áður hefur komið fram, var frábær og var hann maður leiksins. Hann varði 22 bolta í marki Aftureldingar. Þá átti Guðmundur Árni Ólafsson góðan leik fyrir sína menn með 10 mörk. Goði Ingvar Sveinsson var atkvæðamestur Fjölnismanna í sókninni, hann skoraði 5 mörk og var með 7 sköpuð færi. Enn markvörður liðsins, Bjarki Snær Jónsson steig upp þegar líða tók á leikinn og endaði í 13 boltum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Aftureldingar framan af var ansi slakur enda með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Þeir voru óþolimóðir og óskynsamir. Hjá Fjölni var það fyrst og fremst færa nýtingin sem gekk illa. Hvað er framundan? Fjölnir fær Hauka í heimsókn í Dalhús, síðasti heimaleikur þeirra í Olísdeildinni enn hörkuleikur verður í Breiðholti þegar ÍR og Afturelding mætast. Einar Andri: Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur „Við spiluðum ekki vel“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. „Sérstaklega í fyrri hálfleik, við vorum með 9 tapaða bolta og mjög ólíkir sjálfum okkur. Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur“ „Við ræddum saman í hálfleik og fengum betri frammistöðu í seinni hálfleik. Enn ég er auðvitað gríðalega ánægður með Arnór (Frey Stefánsson) og varnarleikinn“ sagði Einar Andri og hrósar þar vörn og markvörslu heilt yfir í leiknum. Arnór Freyr byrjaði þennan leik virkilega vel og lokaði marki sinna manna en Fjölnir var aðeins komið með eitt mark eftir rúmar 10 mínútur. Arnór ákvað það rétt fyrir leik að spila leikinn. „Hann var tæpur að taka þátt í leiknum, hann er búinn að vera eitthvað slappur kallinn og ákvað það svo rétt fyrir leik að vera með. Enn það má ekki gleyma því að vörnin var líka virkilega flott“ Afturelding var lengi í gang og þykir það hæpið að þessi frammistaða hefði dugað þeim til sigurs gegn liðunum í efri hluta deildarinnar. Einar Andri tekur undir það en tekur þó ekkert af Fjölnismönnum sem gerðu vel í dag „Fjölnir gerði okkur alveg erfitt fyrir, þeir voru að spila á ungum leikmönnum og gerðu þetta vel. Enn já við þurfum samt að gera betur í næstu leikjum ef við ætlum okkur fleiri stig“
Afturelding vann fjögurra marka sigur á Fjölni, 25-21, á heimavelli í kvöld. Fjölnir er fallið úr Olís deildinni en liðið stóð lengi vel í heimamönnum og aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik, 12-11. Það var lítið skorað í upphafi leiks en staðan var aðeins 3-1 eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Leikur Aftureldingar var ekki til afspurnar í fyrri hálfleik en Fjölnismenn spiluðu góðan varnarleik sem varð til þess að heimamenn voru með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, hélt sínum mönnum inní leiknum en hann var með 14 varða bolta í fyrri hálfleik og það voru heimamenn sem leiddu með einu marki í hálfleik 12-11. Afturelding kom sterkari út í síðari hálfleik og náðu strax upp fjögurra marka forskoti og héldu Fjölni í góðri fjarlægð lungað af síðari hálfleik. Fjölnir náði nokkru sinnum að minnka forskot heimamanna niður í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Afturelding fagnaði að lokum fjögurra marka sigri, 25-21. Af hverju vann Afturelding? Arnór Freyr Stefánsson er mjög stór ástæða þess að Afturelding vann þennan leik, hann var með yfir 50% markvörslu. Afturelding er betra lið og býr yfir meiri reynslu til að klára svona leiki. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Freyr Stefánsson, eins og áður hefur komið fram, var frábær og var hann maður leiksins. Hann varði 22 bolta í marki Aftureldingar. Þá átti Guðmundur Árni Ólafsson góðan leik fyrir sína menn með 10 mörk. Goði Ingvar Sveinsson var atkvæðamestur Fjölnismanna í sókninni, hann skoraði 5 mörk og var með 7 sköpuð færi. Enn markvörður liðsins, Bjarki Snær Jónsson steig upp þegar líða tók á leikinn og endaði í 13 boltum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Aftureldingar framan af var ansi slakur enda með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Þeir voru óþolimóðir og óskynsamir. Hjá Fjölni var það fyrst og fremst færa nýtingin sem gekk illa. Hvað er framundan? Fjölnir fær Hauka í heimsókn í Dalhús, síðasti heimaleikur þeirra í Olísdeildinni enn hörkuleikur verður í Breiðholti þegar ÍR og Afturelding mætast. Einar Andri: Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur „Við spiluðum ekki vel“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. „Sérstaklega í fyrri hálfleik, við vorum með 9 tapaða bolta og mjög ólíkir sjálfum okkur. Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur“ „Við ræddum saman í hálfleik og fengum betri frammistöðu í seinni hálfleik. Enn ég er auðvitað gríðalega ánægður með Arnór (Frey Stefánsson) og varnarleikinn“ sagði Einar Andri og hrósar þar vörn og markvörslu heilt yfir í leiknum. Arnór Freyr byrjaði þennan leik virkilega vel og lokaði marki sinna manna en Fjölnir var aðeins komið með eitt mark eftir rúmar 10 mínútur. Arnór ákvað það rétt fyrir leik að spila leikinn. „Hann var tæpur að taka þátt í leiknum, hann er búinn að vera eitthvað slappur kallinn og ákvað það svo rétt fyrir leik að vera með. Enn það má ekki gleyma því að vörnin var líka virkilega flott“ Afturelding var lengi í gang og þykir það hæpið að þessi frammistaða hefði dugað þeim til sigurs gegn liðunum í efri hluta deildarinnar. Einar Andri tekur undir það en tekur þó ekkert af Fjölnismönnum sem gerðu vel í dag „Fjölnir gerði okkur alveg erfitt fyrir, þeir voru að spila á ungum leikmönnum og gerðu þetta vel. Enn já við þurfum samt að gera betur í næstu leikjum ef við ætlum okkur fleiri stig“
Olís-deild karla Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Omar út Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Omar út Íslenski boltinn
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Omar út Íslenski boltinn