Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Kristín Ólafsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 22. maí 2020 06:28 Frá vettvangi brunans í morgun. Vísir/Jóhann K. Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðsstjóra en tjón er þó talsvert. Útkallið barst Brunavörnum Árnessýslu klukkan 3:14 í nótt. Kalla þurfti út slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi, auk tveggja tankbíla frá stöðvum þaðan vegna þess að ekkert vatn er á svæðinu þar sem búðirnar standa. „Það var heilmikill eldur í þeim hluta búðanna sem munu líklega verða eldhús og mötuneyti. Okkur tókst nokkuð greiðlega að slökkva eldinn þegar við vorum komnir með vatn,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við fréttastofu á vettvangi snemma í morgun. Slökkviliðsmenn að störfum í morgunbirtunni.Vísir/Jóhann K. Tankbílarnir voru notaðir til að ferja vatn að vettvangi brunans. „Heilmikil vinna en það gekk greiðlega þegar við komumst af stað,“ sagði Pétur. Búðirnar samanstanda af um tíu einingum. Mikill eldur var í tveimur þeirra. „Reykkafarar unnu aðeins í anddyri til að ná betur að eldi innan frá en að mestu leyti var þetta unnið utan frá í körfubíl.“ Þá varð talsvert tjón á búðunum. „Já, þetta er mikið tjón án efa. En það vill þó til að þetta kviknar í enda hlémegin miðað við vindinn, það er strekkingsvindur. Hefði kviknað hinum megin hefði þessi eining líklega farið alveg. En þarna spilaði náttúran með okkur fyrst að eldurinn kom upp þarna megin og það tókst að stoppa þetta.“ Slökkviliðsmaður slekkur eldinn úr körfubíl.Vísir/Jóhann K. Heilmikill eldur logaði í tveimur einingum.Vísir/Jóhann K. Slökkvilið Ölfus Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Fleiri fréttir Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Sjá meira
Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðsstjóra en tjón er þó talsvert. Útkallið barst Brunavörnum Árnessýslu klukkan 3:14 í nótt. Kalla þurfti út slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi, auk tveggja tankbíla frá stöðvum þaðan vegna þess að ekkert vatn er á svæðinu þar sem búðirnar standa. „Það var heilmikill eldur í þeim hluta búðanna sem munu líklega verða eldhús og mötuneyti. Okkur tókst nokkuð greiðlega að slökkva eldinn þegar við vorum komnir með vatn,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við fréttastofu á vettvangi snemma í morgun. Slökkviliðsmenn að störfum í morgunbirtunni.Vísir/Jóhann K. Tankbílarnir voru notaðir til að ferja vatn að vettvangi brunans. „Heilmikil vinna en það gekk greiðlega þegar við komumst af stað,“ sagði Pétur. Búðirnar samanstanda af um tíu einingum. Mikill eldur var í tveimur þeirra. „Reykkafarar unnu aðeins í anddyri til að ná betur að eldi innan frá en að mestu leyti var þetta unnið utan frá í körfubíl.“ Þá varð talsvert tjón á búðunum. „Já, þetta er mikið tjón án efa. En það vill þó til að þetta kviknar í enda hlémegin miðað við vindinn, það er strekkingsvindur. Hefði kviknað hinum megin hefði þessi eining líklega farið alveg. En þarna spilaði náttúran með okkur fyrst að eldurinn kom upp þarna megin og það tókst að stoppa þetta.“ Slökkviliðsmaður slekkur eldinn úr körfubíl.Vísir/Jóhann K. Heilmikill eldur logaði í tveimur einingum.Vísir/Jóhann K.
Slökkvilið Ölfus Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Fleiri fréttir Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Sjá meira