Hluthafafundur Icelandair hafinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2020 16:08 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sést hér fremst á myndinni skömmu áður en fundurinn hófst í dag. Vísir/Vilhelm Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. Á fundinum, sem Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður og einn eigenda Logos stýrir, fer stjórn Icelandair fram á að hluthafar veiti leyfi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í útboðinu. Tillaga stjórnar um að auka hlutafé félagsins er það eina sem er á dagskrá fundarins. Samkvæmt blaðamanni Vísis sem er á fundinum er töluverður fjöldi mættur en fundarmönnum var skipt í tvær raðir fyrir utan fundarsalinn og hleypt inn á tveimur stöðum. Fundarmenn séu bjartsýnir fyrir því að það verði samþykkt að fara í hlutafjárútboð. Hluthafafundurinn er haldinn í skugga harðrar kjaradeilu félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Kjaraviðræðurnar eru í algjörum hnút eftir að félagið hafnaði í vikunni því sem Icelandair segir að sé „lokatilboð“ fyrirtækisins í deilunni. Flugfreyjur- og þjónar hafa fundað í dag um stöðuna í deilunni og hafa þeir fundir einnig farið fram á Hilton Nordica. Enginn fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilunni en komið hefur fram að flugfreyjur séu ósáttar við kröfur um aukið vinnuframlag og að launahækkanir væru ekki sambærilegar þeim sem verið hafa á almennum vinnumarkaði. Þá sakaði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur eftir að hann sendi starfsfólk bréf um stöðu málsins og útlistaði lokatilboð fyrirtækisins til flugfreyja. Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag flugfreyjur- og þjónar fyrirtækisins hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði Icelandair hafi falist bestu mögulegu kjör. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. Á fundinum, sem Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður og einn eigenda Logos stýrir, fer stjórn Icelandair fram á að hluthafar veiti leyfi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í útboðinu. Tillaga stjórnar um að auka hlutafé félagsins er það eina sem er á dagskrá fundarins. Samkvæmt blaðamanni Vísis sem er á fundinum er töluverður fjöldi mættur en fundarmönnum var skipt í tvær raðir fyrir utan fundarsalinn og hleypt inn á tveimur stöðum. Fundarmenn séu bjartsýnir fyrir því að það verði samþykkt að fara í hlutafjárútboð. Hluthafafundurinn er haldinn í skugga harðrar kjaradeilu félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Kjaraviðræðurnar eru í algjörum hnút eftir að félagið hafnaði í vikunni því sem Icelandair segir að sé „lokatilboð“ fyrirtækisins í deilunni. Flugfreyjur- og þjónar hafa fundað í dag um stöðuna í deilunni og hafa þeir fundir einnig farið fram á Hilton Nordica. Enginn fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilunni en komið hefur fram að flugfreyjur séu ósáttar við kröfur um aukið vinnuframlag og að launahækkanir væru ekki sambærilegar þeim sem verið hafa á almennum vinnumarkaði. Þá sakaði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur eftir að hann sendi starfsfólk bréf um stöðu málsins og útlistaði lokatilboð fyrirtækisins til flugfreyja. Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag flugfreyjur- og þjónar fyrirtækisins hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði Icelandair hafi falist bestu mögulegu kjör.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira