Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Andri Eysteinsson skrifar 23. maí 2020 15:29 Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í London. Getty/Holly Adams Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings fyrir að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði ásamt eiginkonu sinni og barni frá Lundúnum til heimilis foreldra sinna í Durham. 400 kílómetra leið. Þar einangraði hann sig í gestahúsi foreldra sinna og fékk þau til að gæta barnsins. Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag, spurður að því hvort hann teldi ferðina ekki líta illa út sagði Cummings. „Hverjum er ekki sama um það. Þetta var spurning um að gera það rétta í stöðunni. Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Þá skammaði Cummings blaðamenn fyrir að fylgja ekki tilmælum um fjarlægð milli manna þar sem þau stóðu fyrir framan húsnæði hans. Innan raða Verkamannaflokksins hafa heyrst háværar raddir sem krefjast þess að Cummings segi af sér eða að Boris Johnson, forsætisráðherra, reki hann úr starfi. Í yfirlýsingu Downingstrætis 10 um málið sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn. „Vegna gruns um að bæði hann og eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni, var það nauðsynlegt fyrir Dominic Cummings að tryggja að syni hans yrði sinnt,“ sagði í yfirlýsingunni. „Fjölskylda hans hafði beðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni á meðan þau sinntu honum.“ Greint hefur verið frá því í breskum fjölmiðlum að lögreglan hafi haft afskipti af einhverjum meðlimi Cummings fjölskyldunnar vegna málsins í lok mars, í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins er því vísað á bug. „Aldrei ræddi lögreglan við Cummings eða fjölskyldu hans vegna málsins. Hegðun hans var í samræmi við tilmæli um sóttvarnir og telur herra Cummings að hann hafi löglega og siðlega,“ sagði í yfirlýsingunni. Sky greinir þó frá að lögreglan í Durham hafi staðfest að rætt hafi verið við eiganda fasteignar í Durham eftir að Cummings hafði sést á svæðinu, viku eftir að samkomubann var sett á í Bretlandi og öll óþarfa ferðalög harðbönnuð. Bretland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings fyrir að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði ásamt eiginkonu sinni og barni frá Lundúnum til heimilis foreldra sinna í Durham. 400 kílómetra leið. Þar einangraði hann sig í gestahúsi foreldra sinna og fékk þau til að gæta barnsins. Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag, spurður að því hvort hann teldi ferðina ekki líta illa út sagði Cummings. „Hverjum er ekki sama um það. Þetta var spurning um að gera það rétta í stöðunni. Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Þá skammaði Cummings blaðamenn fyrir að fylgja ekki tilmælum um fjarlægð milli manna þar sem þau stóðu fyrir framan húsnæði hans. Innan raða Verkamannaflokksins hafa heyrst háværar raddir sem krefjast þess að Cummings segi af sér eða að Boris Johnson, forsætisráðherra, reki hann úr starfi. Í yfirlýsingu Downingstrætis 10 um málið sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn. „Vegna gruns um að bæði hann og eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni, var það nauðsynlegt fyrir Dominic Cummings að tryggja að syni hans yrði sinnt,“ sagði í yfirlýsingunni. „Fjölskylda hans hafði beðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni á meðan þau sinntu honum.“ Greint hefur verið frá því í breskum fjölmiðlum að lögreglan hafi haft afskipti af einhverjum meðlimi Cummings fjölskyldunnar vegna málsins í lok mars, í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins er því vísað á bug. „Aldrei ræddi lögreglan við Cummings eða fjölskyldu hans vegna málsins. Hegðun hans var í samræmi við tilmæli um sóttvarnir og telur herra Cummings að hann hafi löglega og siðlega,“ sagði í yfirlýsingunni. Sky greinir þó frá að lögreglan í Durham hafi staðfest að rætt hafi verið við eiganda fasteignar í Durham eftir að Cummings hafði sést á svæðinu, viku eftir að samkomubann var sett á í Bretlandi og öll óþarfa ferðalög harðbönnuð.
Bretland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira