Hvernig ég lærði um gosið í Vestmannaeyjum Matthildur Björnsdóttir skrifar 13. mars 2020 11:00 Það er eins og það hafi verið í gær. Ég bjó í smáíbúð í kjallara í Skipasundi 80 sem Albert heitinn Guðmundsson alþingismaður átti efri hæðirnar af, og sem hafði leigt þau húsakynni fyrir skóladagheimilið sem var rétt nýstofnað. Trúlega það fyrsta á Íslandi. Ég var barnshafandi, komin langt á leið og þetta var nokkuð snemma um morgunn. Svo hringdi dyrabjallan. Það var hún Hólmfríður sem var stjórnandi skóladagheimilisins uppi. Hún sagði mér frá gosinu sem hafði byrjað í Vestmannaeyjum. Hólmfríður spurði mig svo hvort hún mætti koma með krakkana niður til að sjá útsendinguna sem yrði um það í sjónvarpinu, og það var löngu áður en sjónvarpið var vant að koma á. Auðvitað sagði ég já, og þau komu öll niður blessuð börnin, og voru algerir englar í litlu stofunni minni, þar sem þau sátu á gólfinu í stofunni og horfðu dolfallin á það sem var á skjánum. Ég var í raun sjokkeruð að heyra um gosið, af því að ég hafði komið til Vestmannaeyja nokkrum árum áður til að heimsækja fjölskylduvini og gengið á það fjall í einni af þeim heimsóknum og átti alls ekki von á þessu, frekar en að nokkur annar í landinu hefði talið að slíkt myndi gerast. Ég hafði líka verið á tveim þjóðhátíðum þar. Þessi börn sem sátu á gólfinu í stofunni okkar væru rúmlega fimmtug í dag um 53 eða 54 ára gömul eða svo, og ég velti fyrir mér hvort þessi atburður hafi festst þeim í minni? Hvort þau muni eftir að hafa farið inn í stofu í kjallaranum á skóladagheimilinu til að sjá gosið. Ég tel Hólmfríði hafa verið mjög forsjála og rétt hugsandi að vilja fræða börnin um þetta gos, þar sem landið hefur svo mörg elfjöll sem enginn veit hvenær gætu byrjað að gjósa. Matthildur Björnsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það er eins og það hafi verið í gær. Ég bjó í smáíbúð í kjallara í Skipasundi 80 sem Albert heitinn Guðmundsson alþingismaður átti efri hæðirnar af, og sem hafði leigt þau húsakynni fyrir skóladagheimilið sem var rétt nýstofnað. Trúlega það fyrsta á Íslandi. Ég var barnshafandi, komin langt á leið og þetta var nokkuð snemma um morgunn. Svo hringdi dyrabjallan. Það var hún Hólmfríður sem var stjórnandi skóladagheimilisins uppi. Hún sagði mér frá gosinu sem hafði byrjað í Vestmannaeyjum. Hólmfríður spurði mig svo hvort hún mætti koma með krakkana niður til að sjá útsendinguna sem yrði um það í sjónvarpinu, og það var löngu áður en sjónvarpið var vant að koma á. Auðvitað sagði ég já, og þau komu öll niður blessuð börnin, og voru algerir englar í litlu stofunni minni, þar sem þau sátu á gólfinu í stofunni og horfðu dolfallin á það sem var á skjánum. Ég var í raun sjokkeruð að heyra um gosið, af því að ég hafði komið til Vestmannaeyja nokkrum árum áður til að heimsækja fjölskylduvini og gengið á það fjall í einni af þeim heimsóknum og átti alls ekki von á þessu, frekar en að nokkur annar í landinu hefði talið að slíkt myndi gerast. Ég hafði líka verið á tveim þjóðhátíðum þar. Þessi börn sem sátu á gólfinu í stofunni okkar væru rúmlega fimmtug í dag um 53 eða 54 ára gömul eða svo, og ég velti fyrir mér hvort þessi atburður hafi festst þeim í minni? Hvort þau muni eftir að hafa farið inn í stofu í kjallaranum á skóladagheimilinu til að sjá gosið. Ég tel Hólmfríði hafa verið mjög forsjála og rétt hugsandi að vilja fræða börnin um þetta gos, þar sem landið hefur svo mörg elfjöll sem enginn veit hvenær gætu byrjað að gjósa. Matthildur Björnsdóttir
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar