Fyrir fólk, ekki fjármagn Drífa Snædal skrifar 17. apríl 2020 15:20 Leiðarstef í kröfum ASÍ gagnvart stjórnvöldum er að allar ákvarðanir um aðgerðir vegna efnahagskreppunnar verði teknar með hagsmuni almennings að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Nú heyrast háværar raddir um að slaka á reglum, leyfa fyrirtækjum að hafa sinn háttinn á og jafnvel víkja frá kjarasamningum, með vísan til „sérstakra aðstæðna“. Fyrir mánuði síðan voru ýmsar hugmyndir uppi á borðum en þá var almennt talið að við stæðum frammi fyrir fárra mánaða samdrætti og að markmiðið væri að ná góðri viðspyrnu strax í kjölfarið. Nú þegar er staðan orðin margfalt alvarlegri og óvissan meiri. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa áhrif næstu mánuði og jafnvel ár. Tilslakanir sem snúa að kjörum fólks geta því þýtt tilslakanir til framtíðar, sem aftur getur reynst okkur sem samfélagi hættulegt. Það er lágmarkskrafa að þau fyrirtæki sem njóta fyrirgreiðslu úr okkar sameiginlegu sjóðum með brúarlánum eða öðrum meðulum virði lög og kjarasamninga og ástundi ekki félagsleg undirboð. Það skynsamlegasta sem hægt er að gera við þessar aðstæður er að tryggja framfærslu fólks, hvort sem það er launafólk eða atvinnulaust fólk, öryrkjar eða aldraðir. Tryggja það að almenningur geti haldið áfram að versla við fyrirtæki, sækja þjónustu, sinna viðhaldi eigna, greiða af lánum og nýta sér það sem atvinnulífið hefur uppá að bjóða. Það er öruggasta leiðin til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækja, atvinnu og lífsgæði. Við verðum að komast í gegnum þessa erfiðleika sem samfélag. Samhliða þarf að tryggja að viðbrögð við efnahagslægðinni verði til að renna stoðum undir það framtíðarsamfélags sem við viljum byggja, ekki síst með tilliti til loftslagsbreytinga og tæknibreytinga. Nú er tími breytinga, hann þarf að nýta vel. Góða helgi, Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Leiðarstef í kröfum ASÍ gagnvart stjórnvöldum er að allar ákvarðanir um aðgerðir vegna efnahagskreppunnar verði teknar með hagsmuni almennings að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Nú heyrast háværar raddir um að slaka á reglum, leyfa fyrirtækjum að hafa sinn háttinn á og jafnvel víkja frá kjarasamningum, með vísan til „sérstakra aðstæðna“. Fyrir mánuði síðan voru ýmsar hugmyndir uppi á borðum en þá var almennt talið að við stæðum frammi fyrir fárra mánaða samdrætti og að markmiðið væri að ná góðri viðspyrnu strax í kjölfarið. Nú þegar er staðan orðin margfalt alvarlegri og óvissan meiri. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa áhrif næstu mánuði og jafnvel ár. Tilslakanir sem snúa að kjörum fólks geta því þýtt tilslakanir til framtíðar, sem aftur getur reynst okkur sem samfélagi hættulegt. Það er lágmarkskrafa að þau fyrirtæki sem njóta fyrirgreiðslu úr okkar sameiginlegu sjóðum með brúarlánum eða öðrum meðulum virði lög og kjarasamninga og ástundi ekki félagsleg undirboð. Það skynsamlegasta sem hægt er að gera við þessar aðstæður er að tryggja framfærslu fólks, hvort sem það er launafólk eða atvinnulaust fólk, öryrkjar eða aldraðir. Tryggja það að almenningur geti haldið áfram að versla við fyrirtæki, sækja þjónustu, sinna viðhaldi eigna, greiða af lánum og nýta sér það sem atvinnulífið hefur uppá að bjóða. Það er öruggasta leiðin til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækja, atvinnu og lífsgæði. Við verðum að komast í gegnum þessa erfiðleika sem samfélag. Samhliða þarf að tryggja að viðbrögð við efnahagslægðinni verði til að renna stoðum undir það framtíðarsamfélags sem við viljum byggja, ekki síst með tilliti til loftslagsbreytinga og tæknibreytinga. Nú er tími breytinga, hann þarf að nýta vel. Góða helgi, Höfundur er forseti ASÍ
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun