Sigraðist á krabbameini og bankar nú á dyrnar hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 15:00 Það verður athyglisvert að fylgjast með Max Taylor hjá Manchester United á næstu árum en hann var að skrifa undir nýjan samning við félagið. Getty/Ash Donelon Max Taylor hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United og ætlar sér að komast í aðallið félagsins. Það sem gerir sögu hans merkilegri en flestra annarra unglinga félagsins er að hann sigraðist á krabbameini á síðasta ári. Hinn ungi Max Taylor fékk eistnakrakkamein árið 2018 og sigraðist á því eftir níu vikna lyfjameðferð. Margir innan félagsins hafa hrifist af hugarfari stráksins sem er að koma sterkur til baka. Max Taylor var í stóru hlutverki hjá átján ára liði Manchester United sem vann Englandsmeistaratitilinn í sínum aldursflokki árið 2018. Í því liði voru menn eins og Brandon Williams, Angel Gomes, Tahith Chong og Mason Greenwood. Þetta eru allt leikmenn sem fengu tækifæri hjá Ole Gunnar Solskjær á síðasta tímabili. Max Taylor hefur ekki náð að fylgja þeim eftir upp í aðalliðið enda stóð hann í sinni baráttu. Menn vonast nú til að þessi efnilegi knattspyrnumaður stigi stóra skrefið og fái tækifæri hjá aðalliðinu á næstunni. The story of Max Taylor, the Manchester United kid who beat cancer and is ready to follow his pal Mason Greenwood into the first team https://t.co/O86rIHg9BB— MailOnline Sport (@MailSport) May 24, 2020 Taylor hafði heppnina með sér að krabbameinið fannst en það uppgötvaðist í október 2018. „Blaðran er farin og krabbameinið líka. Hnúturinn var reyndar inn í eistanu og maður hefði því ekki getað fundið hann. Þetta var því blessun,“ sagði Max Taylor við Daily Mail. Taylor fór í uppskurð 4. október þar sem vinstra eistað var fjarlægt og mánuði síðar fór hann síðan í níu vikna krabbameinsmeðferð. United sagði frá því í febrúar 2019 að strákurinn hefði brugðist vel við meðferðinni en hann fór engu að síður í aðra aðgerð nokkrum vikum síðar. „Það var lágpunkturinn því ég gat þá ekki gert venjulega hluti. Ég gat ekki einu sinni setið upp af því að skurðurinn var gerður í gegnum kviðinn,“ sagði Taylor. Taylor er tvítugur og þykir mjög efnilegur varnarmaður. Hann hefur verið hjá Manchester United síðan hann var fjórtán ára gamall og er auk þess fæddur og uppalinn í Manchester. Hann fór að byggja upp þol og styrk að nýju í maí á síðasta ári. Nov 2018: Max Taylor starts chemo after being diagnosed with cancer. Nov 2019: Included in Man Utd first team squad after getting the all clear. May 2020: Signs new contract at United to stay at club for next season.What a great story pic.twitter.com/vtzF0OVDG3— talkSPORT (@talkSPORT) May 20, 2020 Taylor skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Manchester United í janúar 2018 og hann gat byrjað að æfa með liðfélögum sínum haustið 2019. Jose Mourinho hrósaði Max Taylor á sínum tíma fyrir það hvernig strákurinn tókst á við áfallið. Taylor spilaði sex sinnum með U23 liði Mancheter United í Premier League 2 á leiktíðinni og hann var líka í ungum leikmannhópi Manchester United sem fór til Astana í Kasakstan til að spila Evrópudeildarleik í nóvember á síðasta ári. „Það er fullt af fólki þarna úti sem halda, eins og ég, að fólk muni bara eftir þeim af því að þau voru með krabbamein. Fólkið hrósar manni fyrir að hafa sigrast á krabbameininu. Ég held samt að skilaboðin eigi að vera önnur og meiri. Ég vil vera meira en sá sem sigraðist á krabbameininu,“ sagði Max Taylor. Enski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Max Taylor hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United og ætlar sér að komast í aðallið félagsins. Það sem gerir sögu hans merkilegri en flestra annarra unglinga félagsins er að hann sigraðist á krabbameini á síðasta ári. Hinn ungi Max Taylor fékk eistnakrakkamein árið 2018 og sigraðist á því eftir níu vikna lyfjameðferð. Margir innan félagsins hafa hrifist af hugarfari stráksins sem er að koma sterkur til baka. Max Taylor var í stóru hlutverki hjá átján ára liði Manchester United sem vann Englandsmeistaratitilinn í sínum aldursflokki árið 2018. Í því liði voru menn eins og Brandon Williams, Angel Gomes, Tahith Chong og Mason Greenwood. Þetta eru allt leikmenn sem fengu tækifæri hjá Ole Gunnar Solskjær á síðasta tímabili. Max Taylor hefur ekki náð að fylgja þeim eftir upp í aðalliðið enda stóð hann í sinni baráttu. Menn vonast nú til að þessi efnilegi knattspyrnumaður stigi stóra skrefið og fái tækifæri hjá aðalliðinu á næstunni. The story of Max Taylor, the Manchester United kid who beat cancer and is ready to follow his pal Mason Greenwood into the first team https://t.co/O86rIHg9BB— MailOnline Sport (@MailSport) May 24, 2020 Taylor hafði heppnina með sér að krabbameinið fannst en það uppgötvaðist í október 2018. „Blaðran er farin og krabbameinið líka. Hnúturinn var reyndar inn í eistanu og maður hefði því ekki getað fundið hann. Þetta var því blessun,“ sagði Max Taylor við Daily Mail. Taylor fór í uppskurð 4. október þar sem vinstra eistað var fjarlægt og mánuði síðar fór hann síðan í níu vikna krabbameinsmeðferð. United sagði frá því í febrúar 2019 að strákurinn hefði brugðist vel við meðferðinni en hann fór engu að síður í aðra aðgerð nokkrum vikum síðar. „Það var lágpunkturinn því ég gat þá ekki gert venjulega hluti. Ég gat ekki einu sinni setið upp af því að skurðurinn var gerður í gegnum kviðinn,“ sagði Taylor. Taylor er tvítugur og þykir mjög efnilegur varnarmaður. Hann hefur verið hjá Manchester United síðan hann var fjórtán ára gamall og er auk þess fæddur og uppalinn í Manchester. Hann fór að byggja upp þol og styrk að nýju í maí á síðasta ári. Nov 2018: Max Taylor starts chemo after being diagnosed with cancer. Nov 2019: Included in Man Utd first team squad after getting the all clear. May 2020: Signs new contract at United to stay at club for next season.What a great story pic.twitter.com/vtzF0OVDG3— talkSPORT (@talkSPORT) May 20, 2020 Taylor skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Manchester United í janúar 2018 og hann gat byrjað að æfa með liðfélögum sínum haustið 2019. Jose Mourinho hrósaði Max Taylor á sínum tíma fyrir það hvernig strákurinn tókst á við áfallið. Taylor spilaði sex sinnum með U23 liði Mancheter United í Premier League 2 á leiktíðinni og hann var líka í ungum leikmannhópi Manchester United sem fór til Astana í Kasakstan til að spila Evrópudeildarleik í nóvember á síðasta ári. „Það er fullt af fólki þarna úti sem halda, eins og ég, að fólk muni bara eftir þeim af því að þau voru með krabbamein. Fólkið hrósar manni fyrir að hafa sigrast á krabbameininu. Ég held samt að skilaboðin eigi að vera önnur og meiri. Ég vil vera meira en sá sem sigraðist á krabbameininu,“ sagði Max Taylor.
Enski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira