Bolsonaro neitar því að hafa greinst með kórónuveiruna Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2020 15:19 Jair Bolsonaro og Donald Trump í Flórída um helgina. AP/Alex Brandon Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sagður hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Sonur forsetans segir á Twitter að þessar fregnir séu ekki sannar. Hann staðfestir þær þó í viðtali við Fox og á Twittersíðu forsetans segir að hann sé ekki smitaður. Áður hafði náinn ráðgjafi forsetans greinst með veiruna. Bolsonaro fundaði nýverið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og var Fabio Wajngarten, aðstoðarmaður Bolsonaro, þar einnig. Sá hefur greinst með kórónuveiruna. Eduardo Bolsonaro, sonur forsetans, sagði frá því í gær að faðir sinn hefði farið í rannsókn, þó hann væri ekki að sýna einkenni. Fjölmiðlar í Brasilíu segja þá niðurstöðu liggja fyrir en Eduardo segir það ekki rétt. Í mótsögn við sjálfan sig, staðfesti hann þó niðurstöðuna í samtali við blaðamenn Fox. Edurardo sagði þar að verið væri að gera aðra rannsókn og staðfesta niðurstöður þeirrar fyrri. Á Twittersíðu forsetans segir svo að hann sé ekki með veiruna. - HFA/SABIN atestam negativo para o COVID-19 o Sr. Pres. da República Jair Bolsonaro. pic.twitter.com/iL3YPGPGXA— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) March 13, 2020 Þrátt fyrir að aðstoðarmaður Bolsonaro hafi greinst með veiruna og að báðir hafi verið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída um síðustu helgi, ætlar hvorki Trump né Pence, varaforseti, að gangast undir rannsókn. Francis Suarez, borgarstjóri Miami, var á fundi þeirra Trump og Bolsonaro, og hefur hann opinberað að hann greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Sjá einnig: Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Fabio Wajngarten (wearing hat) has coronavirus. Bolsonaro has coronavirus. Both of these photos were taken last weekend at Mar-a-Lago. Trump refuses to get tested. pic.twitter.com/sY6HwWzPkp— Aaron Rupar (@atrupar) March 13, 2020 Trump hefur nú lýst því yfir að hann muni halda blaðamannafund klukkan sjö að íslenskum tíma. Umræðuefni fundarins er kórónuveiran en enn sem komið er er lítið annað vitað um tilefni fundarins. I will be having a news conference today at 3:00 P.M., The White House. Topic: CoronaVirus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Uppfært: Yfirlýsingu Bolsonaro á Twitter um að hann sé ekki smitaður hefur verið bætt við. Einnig hefur smiti borgarstjóra Miami verið bætt við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bandaríkin Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sagður hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Sonur forsetans segir á Twitter að þessar fregnir séu ekki sannar. Hann staðfestir þær þó í viðtali við Fox og á Twittersíðu forsetans segir að hann sé ekki smitaður. Áður hafði náinn ráðgjafi forsetans greinst með veiruna. Bolsonaro fundaði nýverið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og var Fabio Wajngarten, aðstoðarmaður Bolsonaro, þar einnig. Sá hefur greinst með kórónuveiruna. Eduardo Bolsonaro, sonur forsetans, sagði frá því í gær að faðir sinn hefði farið í rannsókn, þó hann væri ekki að sýna einkenni. Fjölmiðlar í Brasilíu segja þá niðurstöðu liggja fyrir en Eduardo segir það ekki rétt. Í mótsögn við sjálfan sig, staðfesti hann þó niðurstöðuna í samtali við blaðamenn Fox. Edurardo sagði þar að verið væri að gera aðra rannsókn og staðfesta niðurstöður þeirrar fyrri. Á Twittersíðu forsetans segir svo að hann sé ekki með veiruna. - HFA/SABIN atestam negativo para o COVID-19 o Sr. Pres. da República Jair Bolsonaro. pic.twitter.com/iL3YPGPGXA— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) March 13, 2020 Þrátt fyrir að aðstoðarmaður Bolsonaro hafi greinst með veiruna og að báðir hafi verið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída um síðustu helgi, ætlar hvorki Trump né Pence, varaforseti, að gangast undir rannsókn. Francis Suarez, borgarstjóri Miami, var á fundi þeirra Trump og Bolsonaro, og hefur hann opinberað að hann greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Sjá einnig: Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Fabio Wajngarten (wearing hat) has coronavirus. Bolsonaro has coronavirus. Both of these photos were taken last weekend at Mar-a-Lago. Trump refuses to get tested. pic.twitter.com/sY6HwWzPkp— Aaron Rupar (@atrupar) March 13, 2020 Trump hefur nú lýst því yfir að hann muni halda blaðamannafund klukkan sjö að íslenskum tíma. Umræðuefni fundarins er kórónuveiran en enn sem komið er er lítið annað vitað um tilefni fundarins. I will be having a news conference today at 3:00 P.M., The White House. Topic: CoronaVirus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Uppfært: Yfirlýsingu Bolsonaro á Twitter um að hann sé ekki smitaður hefur verið bætt við. Einnig hefur smiti borgarstjóra Miami verið bætt við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bandaríkin Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira