Karlarnir í aðalhlutverkum í helstu markaðsherferð Íslandsbanka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2020 16:26 Hannes Þór Halldórsson leikstjóri, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Steindi Jr. með svitabandið. @hanneshalldorsson Steindi Jr. er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár sem kennt er við aðalstyrktaraðilann Íslandsbanka. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sér um leikstjórn auglýsingar fyrir maraþonið sem skotin var um helgina. Bankinn tilkynnti á síðasta ári að hann myndi hætta í viðskiptum við þá fjölmiðla sem gættu ekki að kynjahlutföllum hjá sér. Velta því sumir fyrir sér hvernig bankinn bregst sjálfur við þegar til kastanna kemur. View this post on Instagram Við félagarnir fórum yfir stöðuna, bjartir tímar framundan. Skýrsla væntanleg A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on May 23, 2020 at 12:27pm PDT Tökur á auglýsingunni fóru fram á Laugaveginum og í Lækjargötu um helgina. Auk Hannesar og Steinda sér Baldur Kristjánsson um að mynda herlegheitin. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er í hlutverki í auglýsingunni sem og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Konur virðast við fyrstu sýn aðallega áberandi í áhorfendahópi sem fagnar Steinda þar sem hann kemur hlaupandi lokasprettinn í Lækjargötunni. View this post on Instagram Vi ðir kvi ðir ekki Reykjavi kurmaraþoninu A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on May 25, 2020 at 2:42am PDT Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við DV að verkefnið hafi verið boðið út. Að loknum viðræðum við aðila, þar á meðal konur, hafi verið niðurstaðan að Hannes leikstýrði og Steindi yrði andlit maraþonsins. Konur séu í öðrum lykilhlutverkum á bak við tjöldin. „Anna Karen Kristjánsdóttir er meðal framleiðenda og síðan eru konur í hlutverki Art Director, Production assistant, Art Director Assistant og sjá um búninga,“ segir Edda í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Í auglýsingunni er hópurinn vel blandaður af konum og körlum en Steindi fer fremstur sem aðalhlauparinn. Líkt og Víðir sést sem aukaleikari má sjá fjölda af konum í svipuðum hlutverkum. Mikil áhersla var lögð á blönduð kynjahlutföll í leikarahóp og framleiðslu. Í hópnum eru hlutföllin nánast alveg jöfn.“ Ilmur og Ólafu rDarri voru andlit hlaupsins um árið. Reykjavíkurmaraþonið er stærsta markaðsverkefni Íslandsbanka yfir árið. Andlit maraþonsins undanfarin ár hafa verið úr öllum áttum. Fjölbreyttur hópur leikara, með Ilmi Kristjánsdóttur og Ólaf Darra Ólafsson í fararbroddi, stóð vaktina undanfarin tvö ár. Árin á undan voru eftirfarandi andlit maraþonsins: 2017 Dóri DNA og Júlíana Sara 2016 Valdimar Guðmundsson 2015 Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir 2014 Skálmöld 2013 Pétur Jóhann Reykjavíkurmaraþon Íslenskir bankar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Steindi Jr. er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár sem kennt er við aðalstyrktaraðilann Íslandsbanka. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sér um leikstjórn auglýsingar fyrir maraþonið sem skotin var um helgina. Bankinn tilkynnti á síðasta ári að hann myndi hætta í viðskiptum við þá fjölmiðla sem gættu ekki að kynjahlutföllum hjá sér. Velta því sumir fyrir sér hvernig bankinn bregst sjálfur við þegar til kastanna kemur. View this post on Instagram Við félagarnir fórum yfir stöðuna, bjartir tímar framundan. Skýrsla væntanleg A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on May 23, 2020 at 12:27pm PDT Tökur á auglýsingunni fóru fram á Laugaveginum og í Lækjargötu um helgina. Auk Hannesar og Steinda sér Baldur Kristjánsson um að mynda herlegheitin. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er í hlutverki í auglýsingunni sem og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Konur virðast við fyrstu sýn aðallega áberandi í áhorfendahópi sem fagnar Steinda þar sem hann kemur hlaupandi lokasprettinn í Lækjargötunni. View this post on Instagram Vi ðir kvi ðir ekki Reykjavi kurmaraþoninu A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on May 25, 2020 at 2:42am PDT Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við DV að verkefnið hafi verið boðið út. Að loknum viðræðum við aðila, þar á meðal konur, hafi verið niðurstaðan að Hannes leikstýrði og Steindi yrði andlit maraþonsins. Konur séu í öðrum lykilhlutverkum á bak við tjöldin. „Anna Karen Kristjánsdóttir er meðal framleiðenda og síðan eru konur í hlutverki Art Director, Production assistant, Art Director Assistant og sjá um búninga,“ segir Edda í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Í auglýsingunni er hópurinn vel blandaður af konum og körlum en Steindi fer fremstur sem aðalhlauparinn. Líkt og Víðir sést sem aukaleikari má sjá fjölda af konum í svipuðum hlutverkum. Mikil áhersla var lögð á blönduð kynjahlutföll í leikarahóp og framleiðslu. Í hópnum eru hlutföllin nánast alveg jöfn.“ Ilmur og Ólafu rDarri voru andlit hlaupsins um árið. Reykjavíkurmaraþonið er stærsta markaðsverkefni Íslandsbanka yfir árið. Andlit maraþonsins undanfarin ár hafa verið úr öllum áttum. Fjölbreyttur hópur leikara, með Ilmi Kristjánsdóttur og Ólaf Darra Ólafsson í fararbroddi, stóð vaktina undanfarin tvö ár. Árin á undan voru eftirfarandi andlit maraþonsins: 2017 Dóri DNA og Júlíana Sara 2016 Valdimar Guðmundsson 2015 Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir 2014 Skálmöld 2013 Pétur Jóhann
Reykjavíkurmaraþon Íslenskir bankar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira