Hvað kostar lýðræðið? Björn Berg Gunnarson skrifar 26. maí 2020 07:30 Það mætti deila meira um hugtakið „óumdeilt“. Kannski hefur það ekki snúist jafn hressilega upp í andhverfu sína og orðin „kóngur“ og „meistari“ en þegar fólk er sagt óumdeilt verðum við að staldra stundarkorn við. Réttur okkar til að deila um og tjá skoðun á fulltrúum okkar og leiðtogum er með þeim mikilvægari sem við eigum. Slíkan rétt hafa ekki allir og metur The Economist stöðu lýðræðis í heiminum nú þá verstu frá árinu 2006, en einungis 4,5% jarðarbúa búa við fullt lýðræði og ríflega þriðjungur býr í löndum þar sem almenningur hefur engin áhrif á hvernig þeim er stjórnað. Þar fær fólk ekki tækifæri til að láta með formlegum hætti reyna á fullyrðingar sumra um að leiðtogarnir séu óumdeildir. Þar þætti lýðræðissinnum væntanlega ekki tiltökumál að inn á kjörseðilinn læddist einn og einn kverúlant sem við fyrstu sýn virðist eygja litla sigurvon eða að hart væri í ári og kosningar dýrar. Slíkt þætti tæplega tilefni til að flauta kosningarnar af, enda rétturinn til að tjá pólitískar skoðanir sínar umtalsvert dýrmætari en svo. Það er áhyggjuefni að hér á landi sé talað um að ástæða sé til að sleppa forsetakosningum, hvort sem ástæðan sem gefin er sé kostnaður, óheppilegir frambjóðendur eða vinsældir núverandi forseta. Það kostar vissulega 300-400 milljónir króna að kjósa í júní en það eru góð kaup, þrátt fyrir allt. Útfærsluatriði á borð við þann fjölda meðmæla sem safna þarf fyrir framboð er um að gera að ráðast í og laga að samtímanum áður en við göngum næst að kjörkössunum, en í stóra samhenginu skiptir það sáralitlu máli. Við skulum ekki gefa okkur að almenn sátt sé um fulltrúa okkar og þeir séu óumdeildir. Skoðanakannanir og fullyrðingar annarra koma aldrei í staðinn fyrir raunverulega þátttöku í frjálsum kosningum. Vonandi verður það á einhverjum tímapunkti óumdeilt. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Forsetakosningar 2020 Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Það mætti deila meira um hugtakið „óumdeilt“. Kannski hefur það ekki snúist jafn hressilega upp í andhverfu sína og orðin „kóngur“ og „meistari“ en þegar fólk er sagt óumdeilt verðum við að staldra stundarkorn við. Réttur okkar til að deila um og tjá skoðun á fulltrúum okkar og leiðtogum er með þeim mikilvægari sem við eigum. Slíkan rétt hafa ekki allir og metur The Economist stöðu lýðræðis í heiminum nú þá verstu frá árinu 2006, en einungis 4,5% jarðarbúa búa við fullt lýðræði og ríflega þriðjungur býr í löndum þar sem almenningur hefur engin áhrif á hvernig þeim er stjórnað. Þar fær fólk ekki tækifæri til að láta með formlegum hætti reyna á fullyrðingar sumra um að leiðtogarnir séu óumdeildir. Þar þætti lýðræðissinnum væntanlega ekki tiltökumál að inn á kjörseðilinn læddist einn og einn kverúlant sem við fyrstu sýn virðist eygja litla sigurvon eða að hart væri í ári og kosningar dýrar. Slíkt þætti tæplega tilefni til að flauta kosningarnar af, enda rétturinn til að tjá pólitískar skoðanir sínar umtalsvert dýrmætari en svo. Það er áhyggjuefni að hér á landi sé talað um að ástæða sé til að sleppa forsetakosningum, hvort sem ástæðan sem gefin er sé kostnaður, óheppilegir frambjóðendur eða vinsældir núverandi forseta. Það kostar vissulega 300-400 milljónir króna að kjósa í júní en það eru góð kaup, þrátt fyrir allt. Útfærsluatriði á borð við þann fjölda meðmæla sem safna þarf fyrir framboð er um að gera að ráðast í og laga að samtímanum áður en við göngum næst að kjörkössunum, en í stóra samhenginu skiptir það sáralitlu máli. Við skulum ekki gefa okkur að almenn sátt sé um fulltrúa okkar og þeir séu óumdeildir. Skoðanakannanir og fullyrðingar annarra koma aldrei í staðinn fyrir raunverulega þátttöku í frjálsum kosningum. Vonandi verður það á einhverjum tímapunkti óumdeilt. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun