Heilbrigði í forgangi varðandi opnun landsins Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2020 20:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á blaðamannafundi þegar fyrst var tilkynnt um samkomubann hér á landi. Vísir/Vilhelm Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn. Sóttvarnalæknir mun gera sínar tillögur út frá áhættugreiningu sem hann segir síðan stjórnmálamanna að ákveða hvort farið verður eftir. Heilbrigðisráðherra hefur fengið áhættugreiningu Landspítalans í hendurnar þar sem mat er lagt á burðargetu spítalans ef ferðamenn bæru smit til landsins. Stjórnvöld stefna að opnuna landsins eigi síðar en 15. júní. Yrði það gert í tilraunaskyni í tvær vikur. „Áhættugreiningin gerir ráð fyrir því að grípa þurfi til ráðstafana þegar og ef smit kemur aftur. Þetta er tvíhliðamat, hvað veirufræðideildin ræður við og svo fer farsóttarnefndin yfir það sem snýr að hlið spítalans,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ráðherra skipaði verkefnisstjórn um ferðatakmarkanir sem leggur mat á hvort það sé hægt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins fyrir kórónuveirunni. Hópurinn skilaði sínum niðurstöðum í dag sem ráðherra og sóttvarnalæknir fara svo yfir. Ráðherra segir málið þróast ört og kerfið þurfa að sýna sveigjanleika. „Og við munum gera það. Aðal flaggið mitt er heilsa og heilbrigðisþjónusta. Ég reyni að passa upp á þá þætti þegar niðurstaðan mun liggja fyrir,“ segir Svandís. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja hvort og hvernig er hægt að skima alla farþega hingað til lands. „Það er í mörg horn að líta og verður fróðlegt að sjá hvað verkefnahópurinn leggur til. Við erum líka að skoða aðra hluti. Til dæmis smit og upplýsingar úr smitrakningargrunninum hvort við getum betur skilgreint áhættu á smiti frá einstaklingum sem eru með lítil einkenni. Þetta er áskorun sem mun vega inn í mitt mat,“ segir Þórólfur. Hann ætlar að leggja mat á málið út frá læknisfræði- og sóttvarnalegum hlutum. „Efnahagslegu- og samfélagslegu þættirnir eru á borði pólitíkusana. Þeir verða að ákveða hvort þeir taki þeim tillögum sem ég kem með eða ekki eða hvort þeir geti samrýmt þær tillögur við eitthvað annað, það verður framtíðin að leiða í ljós,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn. Sóttvarnalæknir mun gera sínar tillögur út frá áhættugreiningu sem hann segir síðan stjórnmálamanna að ákveða hvort farið verður eftir. Heilbrigðisráðherra hefur fengið áhættugreiningu Landspítalans í hendurnar þar sem mat er lagt á burðargetu spítalans ef ferðamenn bæru smit til landsins. Stjórnvöld stefna að opnuna landsins eigi síðar en 15. júní. Yrði það gert í tilraunaskyni í tvær vikur. „Áhættugreiningin gerir ráð fyrir því að grípa þurfi til ráðstafana þegar og ef smit kemur aftur. Þetta er tvíhliðamat, hvað veirufræðideildin ræður við og svo fer farsóttarnefndin yfir það sem snýr að hlið spítalans,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ráðherra skipaði verkefnisstjórn um ferðatakmarkanir sem leggur mat á hvort það sé hægt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins fyrir kórónuveirunni. Hópurinn skilaði sínum niðurstöðum í dag sem ráðherra og sóttvarnalæknir fara svo yfir. Ráðherra segir málið þróast ört og kerfið þurfa að sýna sveigjanleika. „Og við munum gera það. Aðal flaggið mitt er heilsa og heilbrigðisþjónusta. Ég reyni að passa upp á þá þætti þegar niðurstaðan mun liggja fyrir,“ segir Svandís. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja hvort og hvernig er hægt að skima alla farþega hingað til lands. „Það er í mörg horn að líta og verður fróðlegt að sjá hvað verkefnahópurinn leggur til. Við erum líka að skoða aðra hluti. Til dæmis smit og upplýsingar úr smitrakningargrunninum hvort við getum betur skilgreint áhættu á smiti frá einstaklingum sem eru með lítil einkenni. Þetta er áskorun sem mun vega inn í mitt mat,“ segir Þórólfur. Hann ætlar að leggja mat á málið út frá læknisfræði- og sóttvarnalegum hlutum. „Efnahagslegu- og samfélagslegu þættirnir eru á borði pólitíkusana. Þeir verða að ákveða hvort þeir taki þeim tillögum sem ég kem með eða ekki eða hvort þeir geti samrýmt þær tillögur við eitthvað annað, það verður framtíðin að leiða í ljós,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira