Hvernig lítur fyrirhuguð breyting á útlendingalögum út í dagsbirtu? Sara Mansour skrifar 26. maí 2020 09:00 10. apríl 2020 lagði sitjandi dómsmálaráðherra fram frumvarp til breytingar á lögum um útlendinga, þ.e.a.s. rúmlega viku eftir seinasta daginn til að leggja fram frumvarp á löggjafarþingi starfsársins. Þá hefur verið óskað eftir flýtimeðferð hjá þingnefndum. Frumvarpið var upphaflega sett í samráðsgáttina af Sigríði Á. Andersen, en náði ekki í gegn að ganga, enda háð bæði lagalegum og siðferðilegum annmörkum. Núverandi útgáfa frumvarpsins er í auknu samræmi við athugasemdir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála, en athugasemdir umsagnaraðila á borð við Rauða Kross Íslands, Lögmannsstofuna Rétt ehf. og Flóttamannanefnd Sameinuðu þjóðanna, virðast ekki hafa hlotið sama vægi. Áhugavert verður að sjá hvernig sérfræðingar munu bregðast við frumvarpinu í þetta sinnið. Útlendingalögin eru í lestri nokkuð sanngjörn, og eðlilegur hluti af alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. En þau er nauðsynlegt að skoða með hliðsjón af ósegjanlega umfangsmiklum takmörkunum reglugerðar Evrópusambandsins nr. 604/2013, svonefndri Dyflinnarreglugerð, og þróun hennar. Í Dyflinnarreglugerðinni felst aðallega að umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hingað koma upprunalega frá óöruggum ríkjum, með viðkomu í öðru landi, geta (hér er um heimild að ræða, ekki skyldu eins og oft virðist gengið út frá) verið sendir aftur til fyrsta viðkomulandsins. Sé þessi regla heimfærð á raunaðstæður, og skoðuð í landfræðilegt samhengi, bitnar hún á hópi fólks sem kemur frá stríðshrjáðum svæðum, eða svæðum þar sem almennir borgarar sæta ofsóknum vegna brotalama í stjórnarfari, t.d. Sýrlandi og Írak. Þessi sami hópur fólks hefur stjarnfræðilega litla möguleika á að flýja beint til Íslands. Af þessum sökum er fyrsti viðkomustaður flóttafólks almennt önnur aðildarríki Schengen-samstarfsins, einkum Grikkland og Ítalía. Yfirvofandi lagabreytingar taka til margra þátta, en sú stærsta, og jafnframt ruglingslegasta, felur í sér afnám áðurgreindrar heimildar til að meta ógn við líf og frelsi hælisleitenda í hverju tilviki fyrir sig. Með e-lið 11. gr. stjórnarfrumvarpsins er felldur burt a-liður 1. mgr. 36. gr. útlendingalaga, þ.e.a.s. ekki er lengur heimilt samkvæmt fyrri málslið 2. mgr. að taka verndarmál til efnismeðferðar. Slík afneitun ábyrgðar og ójöfn dreifing á milli Evrópuríkja var ekki upphaflegur tilgangur Dyflinnarreglugerðarinnar um örugga aðkomu flóttafólks. En burtséð frá misnotkun reglugerðarinnar, hafa útlendingalögin fram til þessa haft að geyma heimild handa stjórnvöldum til að meta „sérstakar aðstæður eða sérstök tengsl við landið“, t.a m. aldur, heilsubresti, reynslu af fyrsta viðkomustað og dvöl fjölskyldumeðlima á Íslandi. Þessari heimild hefur einstaka sinnum verið beitt, yfirleitt vegna fréttaflutnings og þrýstings frá almenningi. Mál af þessum toga (e. secondary movement) má nefna verndarmál. Í einfölduðu máli má segja að umrædd verndarmál hætti að vera til samkvæmt íslenskum lögum, sbr. samhliða breytingar á lögum nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga, þar sem ekki þykir ástæða til að kveða á um atvinnurétttindi verndarmála. Nema hvað að þannig virkar ekki lausnamiðuð stefnumótun. Vandamálið hverfur ekki þó að við lokum augunum fyrir því, eða vörpum ábyrgðinni annað. Því er ítrekað haldið fram að lagabreytingin sé gerð í þeim tilgangi að auka skilvirkni. En það styðst ekki við haldbær rök. Rammi núverandi útlendingalöggjafar veitir yfirdrifnar heimildir til skilvirkni, sbr. t.d. 2. og 3. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 23. gr. útlendingalaga. Það sem þarf til að auka skilvirkni er stærra kerfi, í samræmi við aðstæður í heiminum, en ekki ómannúðlegri lög. Það er mikilvægt að muna að talsverður minnihluti umsókna um alþjóðlega vernd, kemur frá umræddum verndarmálum. Flestar berast frá borgurum „öruggra upprunaríkja“. Ég set hugtakið innan gæsalappa vegna þess að þó undangreind lagabreyting sé sú grimmasta, þá lagði dómsmálaráðherra einnig til kerfi sem lokar fyrir efnismeðferð fólks frá umræddum löndum, með vísan til þess að þau séu ekki átakasvæði. Skiptir þá engu hvort aðrar aðstæður ógni öryggi og velferð hælisleitenda, t.a.m. ofsóknir gegn hinsegin fólki í Austur-Evrópu. Á sú skipan sömuleiðis að auka skilvirkni. En við búum í réttarríki, og sé skilvirkni notað sem réttlæting í framkvæmd mannréttindamála, á það ekki að bitna á borgaranum, heldur vera honum í hag. Tillaga dómsmálaráðherra er ekki einstakt dæmi um illa ígrundaða og mannfjandsamlega útlendingalöggjöf. Hún er hluti af öldu útilokunar og andúðar í garð flóttafólks og hælisleitenda, sem ekki hefur aðeins gert aðstæður þeirra í viðkomulöndum enn skelfilegri (skert aðgengi að grundvallarþörfum og aukið ofbeldi af hálfu fulltrúa lögreglunnar), heldur mun að auki leiða til endursendingar til upprunaríkja, s.s. Sýrlands og Afganistan, en grísk stjórnvöld hafa t.a.m. sett sér að "losa sig við" 10.000 hælisleitendur á þessu ári. Það er löngu kominn sá tími í mannkynssögunni að íslensk stjórnvöld, svo og almenningur, taki afstöðu til málaflokksins. Ætlum við að sýna samstöðu eða andstöðu? Ætlum við að iðka mannúð eða andúð? Ætlum við að vera með eða á móti? Ætlum við sem þjóð að leyfa sitjandi þingmönnum að samþykkja lagabreytinguna í skjóli nætur. Það verður að koma að í ljós. En eitt er víst, það skal ekki gert í mínu nafni. Höfundur er laganemi og aktívisti sem starfað hefur fyrir margvísleg mannréttindasamtök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og útlendingalög Nú nýlega reyndi Sjálfstæðisflokkurinn að lauma inn siðlausum og grafalvarlegum lagabreytingum á útlendingalögum. Eðlilegt er að hver og einn fái málsmeðferð þar sem tekið er til athugunar hættu frá heimalandi, veikindi, fjölskyldu og barna. 25. maí 2020 19:00 Erlendir nemendur á óvissutímum Þann 13. maí 2020 var aðgerðapakki í þágu stúdenta kynntur þar sem fjárhagslegt öryggi háskólanema hefur verið mikið í umræðunni í ljósi heimsfaraldursins. 14. maí 2020 15:30 „Þó tókst núverandi dómsmálaráðherra að bæta enn í óskapnaðinn“ Hart var tekist á um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga á þinginu í kvöld. 11. maí 2020 23:36 Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
10. apríl 2020 lagði sitjandi dómsmálaráðherra fram frumvarp til breytingar á lögum um útlendinga, þ.e.a.s. rúmlega viku eftir seinasta daginn til að leggja fram frumvarp á löggjafarþingi starfsársins. Þá hefur verið óskað eftir flýtimeðferð hjá þingnefndum. Frumvarpið var upphaflega sett í samráðsgáttina af Sigríði Á. Andersen, en náði ekki í gegn að ganga, enda háð bæði lagalegum og siðferðilegum annmörkum. Núverandi útgáfa frumvarpsins er í auknu samræmi við athugasemdir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála, en athugasemdir umsagnaraðila á borð við Rauða Kross Íslands, Lögmannsstofuna Rétt ehf. og Flóttamannanefnd Sameinuðu þjóðanna, virðast ekki hafa hlotið sama vægi. Áhugavert verður að sjá hvernig sérfræðingar munu bregðast við frumvarpinu í þetta sinnið. Útlendingalögin eru í lestri nokkuð sanngjörn, og eðlilegur hluti af alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. En þau er nauðsynlegt að skoða með hliðsjón af ósegjanlega umfangsmiklum takmörkunum reglugerðar Evrópusambandsins nr. 604/2013, svonefndri Dyflinnarreglugerð, og þróun hennar. Í Dyflinnarreglugerðinni felst aðallega að umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hingað koma upprunalega frá óöruggum ríkjum, með viðkomu í öðru landi, geta (hér er um heimild að ræða, ekki skyldu eins og oft virðist gengið út frá) verið sendir aftur til fyrsta viðkomulandsins. Sé þessi regla heimfærð á raunaðstæður, og skoðuð í landfræðilegt samhengi, bitnar hún á hópi fólks sem kemur frá stríðshrjáðum svæðum, eða svæðum þar sem almennir borgarar sæta ofsóknum vegna brotalama í stjórnarfari, t.d. Sýrlandi og Írak. Þessi sami hópur fólks hefur stjarnfræðilega litla möguleika á að flýja beint til Íslands. Af þessum sökum er fyrsti viðkomustaður flóttafólks almennt önnur aðildarríki Schengen-samstarfsins, einkum Grikkland og Ítalía. Yfirvofandi lagabreytingar taka til margra þátta, en sú stærsta, og jafnframt ruglingslegasta, felur í sér afnám áðurgreindrar heimildar til að meta ógn við líf og frelsi hælisleitenda í hverju tilviki fyrir sig. Með e-lið 11. gr. stjórnarfrumvarpsins er felldur burt a-liður 1. mgr. 36. gr. útlendingalaga, þ.e.a.s. ekki er lengur heimilt samkvæmt fyrri málslið 2. mgr. að taka verndarmál til efnismeðferðar. Slík afneitun ábyrgðar og ójöfn dreifing á milli Evrópuríkja var ekki upphaflegur tilgangur Dyflinnarreglugerðarinnar um örugga aðkomu flóttafólks. En burtséð frá misnotkun reglugerðarinnar, hafa útlendingalögin fram til þessa haft að geyma heimild handa stjórnvöldum til að meta „sérstakar aðstæður eða sérstök tengsl við landið“, t.a m. aldur, heilsubresti, reynslu af fyrsta viðkomustað og dvöl fjölskyldumeðlima á Íslandi. Þessari heimild hefur einstaka sinnum verið beitt, yfirleitt vegna fréttaflutnings og þrýstings frá almenningi. Mál af þessum toga (e. secondary movement) má nefna verndarmál. Í einfölduðu máli má segja að umrædd verndarmál hætti að vera til samkvæmt íslenskum lögum, sbr. samhliða breytingar á lögum nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga, þar sem ekki þykir ástæða til að kveða á um atvinnurétttindi verndarmála. Nema hvað að þannig virkar ekki lausnamiðuð stefnumótun. Vandamálið hverfur ekki þó að við lokum augunum fyrir því, eða vörpum ábyrgðinni annað. Því er ítrekað haldið fram að lagabreytingin sé gerð í þeim tilgangi að auka skilvirkni. En það styðst ekki við haldbær rök. Rammi núverandi útlendingalöggjafar veitir yfirdrifnar heimildir til skilvirkni, sbr. t.d. 2. og 3. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 23. gr. útlendingalaga. Það sem þarf til að auka skilvirkni er stærra kerfi, í samræmi við aðstæður í heiminum, en ekki ómannúðlegri lög. Það er mikilvægt að muna að talsverður minnihluti umsókna um alþjóðlega vernd, kemur frá umræddum verndarmálum. Flestar berast frá borgurum „öruggra upprunaríkja“. Ég set hugtakið innan gæsalappa vegna þess að þó undangreind lagabreyting sé sú grimmasta, þá lagði dómsmálaráðherra einnig til kerfi sem lokar fyrir efnismeðferð fólks frá umræddum löndum, með vísan til þess að þau séu ekki átakasvæði. Skiptir þá engu hvort aðrar aðstæður ógni öryggi og velferð hælisleitenda, t.a.m. ofsóknir gegn hinsegin fólki í Austur-Evrópu. Á sú skipan sömuleiðis að auka skilvirkni. En við búum í réttarríki, og sé skilvirkni notað sem réttlæting í framkvæmd mannréttindamála, á það ekki að bitna á borgaranum, heldur vera honum í hag. Tillaga dómsmálaráðherra er ekki einstakt dæmi um illa ígrundaða og mannfjandsamlega útlendingalöggjöf. Hún er hluti af öldu útilokunar og andúðar í garð flóttafólks og hælisleitenda, sem ekki hefur aðeins gert aðstæður þeirra í viðkomulöndum enn skelfilegri (skert aðgengi að grundvallarþörfum og aukið ofbeldi af hálfu fulltrúa lögreglunnar), heldur mun að auki leiða til endursendingar til upprunaríkja, s.s. Sýrlands og Afganistan, en grísk stjórnvöld hafa t.a.m. sett sér að "losa sig við" 10.000 hælisleitendur á þessu ári. Það er löngu kominn sá tími í mannkynssögunni að íslensk stjórnvöld, svo og almenningur, taki afstöðu til málaflokksins. Ætlum við að sýna samstöðu eða andstöðu? Ætlum við að iðka mannúð eða andúð? Ætlum við að vera með eða á móti? Ætlum við sem þjóð að leyfa sitjandi þingmönnum að samþykkja lagabreytinguna í skjóli nætur. Það verður að koma að í ljós. En eitt er víst, það skal ekki gert í mínu nafni. Höfundur er laganemi og aktívisti sem starfað hefur fyrir margvísleg mannréttindasamtök.
Sjálfstæðisflokkurinn og útlendingalög Nú nýlega reyndi Sjálfstæðisflokkurinn að lauma inn siðlausum og grafalvarlegum lagabreytingum á útlendingalögum. Eðlilegt er að hver og einn fái málsmeðferð þar sem tekið er til athugunar hættu frá heimalandi, veikindi, fjölskyldu og barna. 25. maí 2020 19:00
Erlendir nemendur á óvissutímum Þann 13. maí 2020 var aðgerðapakki í þágu stúdenta kynntur þar sem fjárhagslegt öryggi háskólanema hefur verið mikið í umræðunni í ljósi heimsfaraldursins. 14. maí 2020 15:30
„Þó tókst núverandi dómsmálaráðherra að bæta enn í óskapnaðinn“ Hart var tekist á um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga á þinginu í kvöld. 11. maí 2020 23:36
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar