Margar sögur í gangi og kannski einhverjir að reyna að sundra okkur Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 22:00 Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, með nokkra af fjölmörgum verðlaunagripum KR-inga í baksýn. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það hafa verið margar sögur í gangi og ég veit ekki alveg forsendur þess hvað það fóru margar sögur í gang. Kannski er það bara af því að þetta er KR.“ Þetta sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag þegar talið barst að kvennaliði KR og framtíðarhorfum þess. Ljóst er að tveir af bestu leikmönnum Domino‘s-deildarinnar í vetur, Hildur Björg Kjartansdóttir og Danielle Rodriguez, verða ekki áfram hjá KR á næstu leiktíð en fregnir af dauða liðsins eru hins vegar stórlega ýktar: „Kannski eru einhverjir að reyna að sundra okkur. Þetta er sigursæll klúbbur og allt það. En það kom aldrei til greina að leggja eitt eða neitt niður, eða fara með liðið niður í 1. deild,“ sagði Böðvar sem í dag kynnti til leiks nýjan þjálfara kvennaliðs KR, sem tekur við af landsliðsþjálfaranum Benedikt Guðmundssyni. „Við erum að ráða hérna gríðarlega hæfan þjálfara í meistaraflokk kvenna, Francisco Garcia sem hefur verið að þjálfa í efstu deild á Spáni, var aðstoðarþjálfari U18 kvenna á Spáni, hefur þjálfað í Skandinavíu, á Indlandi, og verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Skallagrími í Borgarnesi. Ég er búinn að eiga mörg samtöl við hann undanfarið og maður finnur alveg hvað hann lifir fyrir körfubolta. Það er einmitt þannig fólk sem ég vil fá inn í klúbbinn. Fólk sem er vinnusamt og gefur af sér,“ sagði Böðvar. Vonum að við getum gefið Val verðuga keppni „Hann [Garcia] verður líka með stúlknaflokk og það er frábært að hafa tengingu á milli meistaraflokks og stúlknaflokks. Það er mikill metnaður fyrir kvennastarfinu eins og alltaf hérna og það verða allir aðrir leikmenn áfram hérna. Við erum full tilhlökkunar fyrir næsta tímabil og vonum að við getum gefið Valskonum verðuga keppni, ásamt öðrum liðum,“ sagði Böðvar, og það er því á honum að heyra að lið KR verði samkeppnishæft á næstu leiktíð, ekki síður í kvennaflokki en í karlaflokki: „Við værum ekkert í þessu öðruvísi en að gera það. Að sama skapi þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti, bæði kvennamegin og karlamegin. En eitt af gildum KR er jafnrétti og menn fara eftir því, ekki spurning.“ Klippa: Sportið í dag - Böðvar um framtíð kvennaliðs KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna KR Sportið í dag Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Það hafa verið margar sögur í gangi og ég veit ekki alveg forsendur þess hvað það fóru margar sögur í gang. Kannski er það bara af því að þetta er KR.“ Þetta sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag þegar talið barst að kvennaliði KR og framtíðarhorfum þess. Ljóst er að tveir af bestu leikmönnum Domino‘s-deildarinnar í vetur, Hildur Björg Kjartansdóttir og Danielle Rodriguez, verða ekki áfram hjá KR á næstu leiktíð en fregnir af dauða liðsins eru hins vegar stórlega ýktar: „Kannski eru einhverjir að reyna að sundra okkur. Þetta er sigursæll klúbbur og allt það. En það kom aldrei til greina að leggja eitt eða neitt niður, eða fara með liðið niður í 1. deild,“ sagði Böðvar sem í dag kynnti til leiks nýjan þjálfara kvennaliðs KR, sem tekur við af landsliðsþjálfaranum Benedikt Guðmundssyni. „Við erum að ráða hérna gríðarlega hæfan þjálfara í meistaraflokk kvenna, Francisco Garcia sem hefur verið að þjálfa í efstu deild á Spáni, var aðstoðarþjálfari U18 kvenna á Spáni, hefur þjálfað í Skandinavíu, á Indlandi, og verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Skallagrími í Borgarnesi. Ég er búinn að eiga mörg samtöl við hann undanfarið og maður finnur alveg hvað hann lifir fyrir körfubolta. Það er einmitt þannig fólk sem ég vil fá inn í klúbbinn. Fólk sem er vinnusamt og gefur af sér,“ sagði Böðvar. Vonum að við getum gefið Val verðuga keppni „Hann [Garcia] verður líka með stúlknaflokk og það er frábært að hafa tengingu á milli meistaraflokks og stúlknaflokks. Það er mikill metnaður fyrir kvennastarfinu eins og alltaf hérna og það verða allir aðrir leikmenn áfram hérna. Við erum full tilhlökkunar fyrir næsta tímabil og vonum að við getum gefið Valskonum verðuga keppni, ásamt öðrum liðum,“ sagði Böðvar, og það er því á honum að heyra að lið KR verði samkeppnishæft á næstu leiktíð, ekki síður í kvennaflokki en í karlaflokki: „Við værum ekkert í þessu öðruvísi en að gera það. Að sama skapi þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti, bæði kvennamegin og karlamegin. En eitt af gildum KR er jafnrétti og menn fara eftir því, ekki spurning.“ Klippa: Sportið í dag - Böðvar um framtíð kvennaliðs KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna KR Sportið í dag Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00
KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum