Innan við 200 manns fengu hýdroxíklórókín hér á landi Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2020 11:42 Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum Vísir/Sigurjón Landspítalinn hætti fyrir nokkru að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið hýdroxíklórókín. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið því niðurstöður virðast benda til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns fengu lyfið hér á landi undir eftirliti. Samantekt á rannsókn notagildis hýdroxíklórókíns var birt á vef læknisfræðitimaritsins Lancet fyrir helgi. Þar kom fram að dánarhlutfall sjúklinga sem fékk lyfið var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfið. Íslenska lyfjafyrirtækið Alvogen gaf Landspítalanum 50.000 skammta af lyfinu í vetur vegna kórónuveirunnar. Var lyfið notað í afmörkuðum tilfellum í tilraunaskyni hér á landi. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, segir noktun þess hafa verið hætt fyrir nokkru síðan. „Við höfum tekið það út úr okkar leiðbeiningum. Það stendur ekki til að nota það nema eitthvað mikið breytist og við fáum upplýsingar um gagnsemi þess. Við bíðum eins og aðrir eftir niðurstöðum úr þessum stóru rannsóknum sem eru í gagni, þar á meðal þeirri sem WHO hefur staðið fyrir,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum. Hann segir þekkt að lyfið getur leitt til hjartsláttaróreglu hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Lyfið geti lengt ákveðið bil í hjartarafriti sem getur leitt til þessarar hjartsláttaróreglu. „Það er alveg á hreinu að stefnulaus notkun á þessu lyfi án góðrar vöktunar, með töku hjartarafrits, kann ekki góðri lukku að stýra. Við gerðum okkur far um það hér þegar við notuðum lyfið að fylgjast með þessu. En við höfum haft spurnir af því að erlendis hefur notkunin verið frjálslegri og víðtækari og ekkert endilega verið að fylgja þessum tilmælum um að taka hjartarafrit og fylgjast með lengingu á þessu tiltekna bili sem skiptir máli,“ segir Magnús. Fylgst var vel með sjúklingum sem fengu lyfið hér á landi Þeir sem fengu lyfið hér á landi voru þeir sem lögðust inn á spítala. „Þannig að það var eðli málsins samkvæmt fólk sem var fylgst með og taka hjartarit. Örfáir einstaklingar sem tóku lyfið undir eftirliti í heimahúsi en voru þá í sambandi við göngudeildina. En þetta er ekki mikill fjöldi, innan við 200 manns alls, þetta er innan við 10 prósent í mesta lagi af heildarfjöldanum sem greindist með Covid,“ segir Magnús. Eiga Remdesivir og Favipir Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar hafa sýnt góð áhrif ebólulyfsins Remdesivir á baráttu fólks við Covid-19. Magnús segir þetta jákvæðar fréttir og sem betur fer hafi Landspítalinn tryggt sér þetta lyf. „Og erum ágætlega undir það búin ef nauðsyn skapast á að gefa það lyf. Það eru ákveðnar takmarkanir á notkun þess. Við vonum að þær verði minni eftir því sem við áttum okkur betur á ábendingum og gagnsemi lyfsins,“ segir Magnús. Hann segir framleiðanda lyfsins setja þessar takmarkanir. Hingað til hefur aðeins mátt nota það á sjúklinga í öndunarvél. Þá hefur Landspítalinn einnig fengið japanska lyfið Favipir en Magnús segir enn beðið niðurstaðna um rannsóknir á virkni þess gegn veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Landspítalinn hætti fyrir nokkru að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið hýdroxíklórókín. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið því niðurstöður virðast benda til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns fengu lyfið hér á landi undir eftirliti. Samantekt á rannsókn notagildis hýdroxíklórókíns var birt á vef læknisfræðitimaritsins Lancet fyrir helgi. Þar kom fram að dánarhlutfall sjúklinga sem fékk lyfið var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfið. Íslenska lyfjafyrirtækið Alvogen gaf Landspítalanum 50.000 skammta af lyfinu í vetur vegna kórónuveirunnar. Var lyfið notað í afmörkuðum tilfellum í tilraunaskyni hér á landi. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, segir noktun þess hafa verið hætt fyrir nokkru síðan. „Við höfum tekið það út úr okkar leiðbeiningum. Það stendur ekki til að nota það nema eitthvað mikið breytist og við fáum upplýsingar um gagnsemi þess. Við bíðum eins og aðrir eftir niðurstöðum úr þessum stóru rannsóknum sem eru í gagni, þar á meðal þeirri sem WHO hefur staðið fyrir,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum. Hann segir þekkt að lyfið getur leitt til hjartsláttaróreglu hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Lyfið geti lengt ákveðið bil í hjartarafriti sem getur leitt til þessarar hjartsláttaróreglu. „Það er alveg á hreinu að stefnulaus notkun á þessu lyfi án góðrar vöktunar, með töku hjartarafrits, kann ekki góðri lukku að stýra. Við gerðum okkur far um það hér þegar við notuðum lyfið að fylgjast með þessu. En við höfum haft spurnir af því að erlendis hefur notkunin verið frjálslegri og víðtækari og ekkert endilega verið að fylgja þessum tilmælum um að taka hjartarafrit og fylgjast með lengingu á þessu tiltekna bili sem skiptir máli,“ segir Magnús. Fylgst var vel með sjúklingum sem fengu lyfið hér á landi Þeir sem fengu lyfið hér á landi voru þeir sem lögðust inn á spítala. „Þannig að það var eðli málsins samkvæmt fólk sem var fylgst með og taka hjartarit. Örfáir einstaklingar sem tóku lyfið undir eftirliti í heimahúsi en voru þá í sambandi við göngudeildina. En þetta er ekki mikill fjöldi, innan við 200 manns alls, þetta er innan við 10 prósent í mesta lagi af heildarfjöldanum sem greindist með Covid,“ segir Magnús. Eiga Remdesivir og Favipir Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar hafa sýnt góð áhrif ebólulyfsins Remdesivir á baráttu fólks við Covid-19. Magnús segir þetta jákvæðar fréttir og sem betur fer hafi Landspítalinn tryggt sér þetta lyf. „Og erum ágætlega undir það búin ef nauðsyn skapast á að gefa það lyf. Það eru ákveðnar takmarkanir á notkun þess. Við vonum að þær verði minni eftir því sem við áttum okkur betur á ábendingum og gagnsemi lyfsins,“ segir Magnús. Hann segir framleiðanda lyfsins setja þessar takmarkanir. Hingað til hefur aðeins mátt nota það á sjúklinga í öndunarvél. Þá hefur Landspítalinn einnig fengið japanska lyfið Favipir en Magnús segir enn beðið niðurstaðna um rannsóknir á virkni þess gegn veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira