Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 14:43 Fjórar raðir taka á móti farþegum í skimunarrými Keflavíkurflugvallar við komun til landsins frá og með 15. júní samkvæmt tillögum Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar. Vísir/Vilhelm Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. Ríkisstjórnin ákvað að ferðamenn gætu valið á milli þess að skila inn heilbrigðisvottorði eða gangast undir skimun fyrir nýju afbrigði kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli eða sæta tveggja vikna sóttkví ella þegar landið verður formlega opnað fyrir ferðamönnum 15. júní, eftir aðeins um tuttugu daga. Ljóst er að mikið verk er enn óunnið til að sú stefna geti orðið að veruleika. Í skýrslu verkefnastjórnar um sýnatökuna kemur fram að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans geti aðeins annað um 500 farþegum á dag. Auka þurfi afkastagetu með því að bæta tækjakost, mönnun og aðstöðu. Bjartsýnasta spá gerir ráð fyrir að ekki verð hægt að auka afköstin upp í þúsund sýni á dag fyrr en eftir miðjan júní. Kostnaðurinn við hvert sýni nemi 23.000 krónum miðað við 500 sýni á dag. Geta haldið för sinni áfram óhindrað Til viðbótar skilaði undirhópur fulltrúa Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar tillögum um aðferðafræði við skimun á Keflavíkurflugvelli. Þar er lagt til að í skimunarrými flugvallarins verði fjórar raðir eftir því hvaða kost farþegar velja. Þannig verði ein röð fyrir þá sem kjósa að fara í sóttkví, önnur fyrir þá sem hafa heilbrigðisvottorð, sú þriðja fyrir þá sem ætla í sýnatöku en eru ekki forskráðir og sú fjórða fyrir þá sem ætla í sýnatöku og eru forskráðir. Gert er ráð fyrir þeir sem velja fyrstu tvo flokkana verði í minnihluta. Þegar farþegar hafa farið í gegnum ferlið er búist við að þeir geti haldið för sinni um flugvöllinn áfram óhindrað. Þeir sem velja sýnatöku fara í gegnum tvö stig. Fyrst þurfa þeir að prenta út límmiða með upplýsingum um sig og líma á sýnatökuglas. Farþegar sem eru forskráðir í sýnatöku verða með svonefndan QR-kóða í símanum sem þeir geta skannað til að prenta út slíkan límmiða. Þeir sem eru ekki forskráðir þurfa að skrá sig í sérstökum tölvum sem verða í boði. Eftir að farþegarnir fá sýnatökuglas í hendur og merkja það fara þeir í röð fyrir sýnatöku. Þegar sýnatöku er lokið geta farþegar haldið áfram för sinni óhindrað. Óljóst hver samþykkir vottorð og sóttkví Ýmislegt er þó enn óráðið. Ekki hefur þannig verið tekin ákvörðun um hvort farþegar verði sjálfir látnir nálgast sýnaglas eða hvort að starfsmenn flugvallarins verða látnir deila þeim út. Þá virðist ekki liggja fyrir hver tekur ákvörðun um að samþykkja sóttkví eða heilbrigðisvottorð farþega sem kjósa það fram yfir sýnatöku. Huga þurfi að tilvikum þar sem farþegi vill ekki nota neinn af valmöguleikunum í boði til að komast inn í landið og hver taki við þeim, til dæmis ef heilbrigðisvottorð er ekki samþykkt en farþegi vill ekki fara í sýnatöku. Áhersla er lögð á upplýsingagjöf flugfélaganna um fjölda farþega svo hægt sé að koma sýnum af stað í greiningu á Landspítalann. Einnig þurfi tímanlegar upplýsingar um flugferðir til að hægt sé að manna í samræmi við farþegafjölda. Tryggja þurfi mönnun á tímum sem komuvélar lenda, bæði í flugstöðinni og á greiningardeild Landspítalans. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. Ríkisstjórnin ákvað að ferðamenn gætu valið á milli þess að skila inn heilbrigðisvottorði eða gangast undir skimun fyrir nýju afbrigði kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli eða sæta tveggja vikna sóttkví ella þegar landið verður formlega opnað fyrir ferðamönnum 15. júní, eftir aðeins um tuttugu daga. Ljóst er að mikið verk er enn óunnið til að sú stefna geti orðið að veruleika. Í skýrslu verkefnastjórnar um sýnatökuna kemur fram að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans geti aðeins annað um 500 farþegum á dag. Auka þurfi afkastagetu með því að bæta tækjakost, mönnun og aðstöðu. Bjartsýnasta spá gerir ráð fyrir að ekki verð hægt að auka afköstin upp í þúsund sýni á dag fyrr en eftir miðjan júní. Kostnaðurinn við hvert sýni nemi 23.000 krónum miðað við 500 sýni á dag. Geta haldið för sinni áfram óhindrað Til viðbótar skilaði undirhópur fulltrúa Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar tillögum um aðferðafræði við skimun á Keflavíkurflugvelli. Þar er lagt til að í skimunarrými flugvallarins verði fjórar raðir eftir því hvaða kost farþegar velja. Þannig verði ein röð fyrir þá sem kjósa að fara í sóttkví, önnur fyrir þá sem hafa heilbrigðisvottorð, sú þriðja fyrir þá sem ætla í sýnatöku en eru ekki forskráðir og sú fjórða fyrir þá sem ætla í sýnatöku og eru forskráðir. Gert er ráð fyrir þeir sem velja fyrstu tvo flokkana verði í minnihluta. Þegar farþegar hafa farið í gegnum ferlið er búist við að þeir geti haldið för sinni um flugvöllinn áfram óhindrað. Þeir sem velja sýnatöku fara í gegnum tvö stig. Fyrst þurfa þeir að prenta út límmiða með upplýsingum um sig og líma á sýnatökuglas. Farþegar sem eru forskráðir í sýnatöku verða með svonefndan QR-kóða í símanum sem þeir geta skannað til að prenta út slíkan límmiða. Þeir sem eru ekki forskráðir þurfa að skrá sig í sérstökum tölvum sem verða í boði. Eftir að farþegarnir fá sýnatökuglas í hendur og merkja það fara þeir í röð fyrir sýnatöku. Þegar sýnatöku er lokið geta farþegar haldið áfram för sinni óhindrað. Óljóst hver samþykkir vottorð og sóttkví Ýmislegt er þó enn óráðið. Ekki hefur þannig verið tekin ákvörðun um hvort farþegar verði sjálfir látnir nálgast sýnaglas eða hvort að starfsmenn flugvallarins verða látnir deila þeim út. Þá virðist ekki liggja fyrir hver tekur ákvörðun um að samþykkja sóttkví eða heilbrigðisvottorð farþega sem kjósa það fram yfir sýnatöku. Huga þurfi að tilvikum þar sem farþegi vill ekki nota neinn af valmöguleikunum í boði til að komast inn í landið og hver taki við þeim, til dæmis ef heilbrigðisvottorð er ekki samþykkt en farþegi vill ekki fara í sýnatöku. Áhersla er lögð á upplýsingagjöf flugfélaganna um fjölda farþega svo hægt sé að koma sýnum af stað í greiningu á Landspítalann. Einnig þurfi tímanlegar upplýsingar um flugferðir til að hægt sé að manna í samræmi við farþegafjölda. Tryggja þurfi mönnun á tímum sem komuvélar lenda, bæði í flugstöðinni og á greiningardeild Landspítalans.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira