Evrópuríki huga að afléttingu ferðatakmarkana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. maí 2020 19:00 Stopp, segir hér á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Til stendur að aflétta takmörkunum á þessum landamærum þann 15. júní. EPA/Lukas Barth-Tuttas Þýsk stjórnvöld sögðust í dag vilja aflétta viðvörunum við ferðalögum til allra Evrópusambandsríkja auk Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein þann 15. júní. Þjóðverjar bætast þannig í hóp þeirra ríkja sem vilja hleypa lífi í ferðaþjónustu á ný um miðjan júní. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist í rénun víðast hvar í álfunni huga stjórnvöld að því að koma lífi í ferðaþjónustuna á nýjan leik. Fimmtándi júní hefur verið ofarlega í huga margra evrópskra ríkisstjórna, ekki bara Þjóðverja. Fyrir hafa Ítalir, Austurríkismenn, Frakkar, Íslendingar, Pólverjar, Svisslendingar og fleiri tilkynnt um eða sagst hafa áhuga á að aflétta ferðaviðvörunum á þessum tíma. Ljóst er að áætlanir eru víðast hvar enn í vinnslu og margt því enn óljóst. Elskhugar Dana mega koma í heimsókn Danir sögðust í dag ætla að víkka reglurnar á sínum landamærum. Nú mega Norðurlandabúar og Þjóðverjar fara til Danmerkur ætli þeir að stunda viðskipti, eigi sumarhús í landinu, danska ættingja eða geti sýnt fram á að það eigi í ástarsambandi við Dana. En hvernig getur maður sýnt fram á slíkt? Allan Dalager, aðstoðarlögreglustjóri á Suður-Jótlandi, sagði til dæmis hægt að sýna gamla ljósmynd. Jú eða bara einhvers konar skjöl sem gætu sýnt fram á að sambandið sé raunverulegt. Kýpverjar útiloka Svía Ýmis önnur ríki ætla nú að opna landamærin á ný. Kýpverjar eru þar á meðal en hafa þó gert óvenjulega undantekningu. Svíar eru sérstaklega teknir út fyrir sviga vegna hárrar smittíðni og dánartíðni. Svíar óttast því um sumarfríin. „Það er afar óheppilegt að Svíþjóð skuli skilin út undan. Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að sóttvarnir eru í algjörum forgangi. Það er okkar nálgun,“ sagði Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra Svía, um málið á blaðamannafundi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Svíþjóð Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Þýsk stjórnvöld sögðust í dag vilja aflétta viðvörunum við ferðalögum til allra Evrópusambandsríkja auk Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein þann 15. júní. Þjóðverjar bætast þannig í hóp þeirra ríkja sem vilja hleypa lífi í ferðaþjónustu á ný um miðjan júní. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist í rénun víðast hvar í álfunni huga stjórnvöld að því að koma lífi í ferðaþjónustuna á nýjan leik. Fimmtándi júní hefur verið ofarlega í huga margra evrópskra ríkisstjórna, ekki bara Þjóðverja. Fyrir hafa Ítalir, Austurríkismenn, Frakkar, Íslendingar, Pólverjar, Svisslendingar og fleiri tilkynnt um eða sagst hafa áhuga á að aflétta ferðaviðvörunum á þessum tíma. Ljóst er að áætlanir eru víðast hvar enn í vinnslu og margt því enn óljóst. Elskhugar Dana mega koma í heimsókn Danir sögðust í dag ætla að víkka reglurnar á sínum landamærum. Nú mega Norðurlandabúar og Þjóðverjar fara til Danmerkur ætli þeir að stunda viðskipti, eigi sumarhús í landinu, danska ættingja eða geti sýnt fram á að það eigi í ástarsambandi við Dana. En hvernig getur maður sýnt fram á slíkt? Allan Dalager, aðstoðarlögreglustjóri á Suður-Jótlandi, sagði til dæmis hægt að sýna gamla ljósmynd. Jú eða bara einhvers konar skjöl sem gætu sýnt fram á að sambandið sé raunverulegt. Kýpverjar útiloka Svía Ýmis önnur ríki ætla nú að opna landamærin á ný. Kýpverjar eru þar á meðal en hafa þó gert óvenjulega undantekningu. Svíar eru sérstaklega teknir út fyrir sviga vegna hárrar smittíðni og dánartíðni. Svíar óttast því um sumarfríin. „Það er afar óheppilegt að Svíþjóð skuli skilin út undan. Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að sóttvarnir eru í algjörum forgangi. Það er okkar nálgun,“ sagði Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra Svía, um málið á blaðamannafundi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Svíþjóð Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira