„Hefði sennilega ekki spilað mínútu hjá mér miðað við hvernig hann hegðaði sér á þeim æfingum sem hann var hjá mér þennan veturinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. maí 2020 08:00 Rúnar Kristinsson þjálfaði Guðmundur Andra Tryggvason í skamman tíma áður en hann fór til Start. vísir/bára/samsett Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það besta sem hafi komið fyrir sóknarmanninn Guðmund Andra Tryggvason hafi verið að semja við Start í lok ársins 2017 en Rúnar var ekki ánægður með framlag Guðmundar á æfingum KR-liðsins þar á undan. Rúnar var í viðtali hjá Hjörvari Hafliðasyni í hlaðvarpinu Dr. Football en þar ræddi Rúnar bæði um komandi tíma sem og liðna tíma hjá Íslandsmeisturunum. Þegar talið barst að ungum KR-ingum sem hafa komið í gegnum unglingastarfið bar nafn Guðmundar Andra á góma. „Hann æfði einn vetur hjá mér. Það vantaði fullt upp á karakterinn á þeim tíma. Svo fékk hann tækifæri til að fara út og hann fór út. Ég var ekki sáttur með hans framlag á æfingum þann veturinn. Ég er bara opinskár með það,“ sagði Rúnar en hann tók við KR-liðinu á nýjan leik haustið 2017 eftir að hafa þjálfað Lilleström og Lokeren. Hafliðason var snemma mikill aðdáandi Rúnar Kristinssonar. Hann er helvíti góður hérna. Ræðum örstutt þetta búninga fíaskó. Fer yfir KR-liðið, afhverju KR-ingar vilja vinna alla titla og svo yfir unglinastarf KR-inga sem sumir hafa gangrýnt.https://t.co/17cqO7A1Xp— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 26, 2020 Síðasta sumar snéri Guðmundur Andri aftur heim, þá að láni til Víkings, og varð bikarmeistari með liðinu. Guðmundur Andri sló að margra mati í gegn á síðustu leiktíð og hans fyrrum þjálfari tók undir það. „Hann gerði það. Hann hefði sennilega ekki spilað mínútu hjá mér miðað við hvernig hann hegðaði sér á þeim æfingum sem hann var hjá mér þennan veturinn. Ég ætla ekkert að tala illa um hann því hann er frábær fótboltamaður en hann þurfti að læra á þeim tíma og ég held að besta sem hann gerði var að fara til Start í Noregi. Það var frábært skref fyrir hann. Hann þurfti nýtt umhverfi. Hann lagði sig ekkert sérstaklega fram á þeim æfingum sem hann var hjá mér fannst mér og besta var að fara út. Hann komst út og hann hefur stigið stór skref síðan þá.“ Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það besta sem hafi komið fyrir sóknarmanninn Guðmund Andra Tryggvason hafi verið að semja við Start í lok ársins 2017 en Rúnar var ekki ánægður með framlag Guðmundar á æfingum KR-liðsins þar á undan. Rúnar var í viðtali hjá Hjörvari Hafliðasyni í hlaðvarpinu Dr. Football en þar ræddi Rúnar bæði um komandi tíma sem og liðna tíma hjá Íslandsmeisturunum. Þegar talið barst að ungum KR-ingum sem hafa komið í gegnum unglingastarfið bar nafn Guðmundar Andra á góma. „Hann æfði einn vetur hjá mér. Það vantaði fullt upp á karakterinn á þeim tíma. Svo fékk hann tækifæri til að fara út og hann fór út. Ég var ekki sáttur með hans framlag á æfingum þann veturinn. Ég er bara opinskár með það,“ sagði Rúnar en hann tók við KR-liðinu á nýjan leik haustið 2017 eftir að hafa þjálfað Lilleström og Lokeren. Hafliðason var snemma mikill aðdáandi Rúnar Kristinssonar. Hann er helvíti góður hérna. Ræðum örstutt þetta búninga fíaskó. Fer yfir KR-liðið, afhverju KR-ingar vilja vinna alla titla og svo yfir unglinastarf KR-inga sem sumir hafa gangrýnt.https://t.co/17cqO7A1Xp— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 26, 2020 Síðasta sumar snéri Guðmundur Andri aftur heim, þá að láni til Víkings, og varð bikarmeistari með liðinu. Guðmundur Andri sló að margra mati í gegn á síðustu leiktíð og hans fyrrum þjálfari tók undir það. „Hann gerði það. Hann hefði sennilega ekki spilað mínútu hjá mér miðað við hvernig hann hegðaði sér á þeim æfingum sem hann var hjá mér þennan veturinn. Ég ætla ekkert að tala illa um hann því hann er frábær fótboltamaður en hann þurfti að læra á þeim tíma og ég held að besta sem hann gerði var að fara til Start í Noregi. Það var frábært skref fyrir hann. Hann þurfti nýtt umhverfi. Hann lagði sig ekkert sérstaklega fram á þeim æfingum sem hann var hjá mér fannst mér og besta var að fara út. Hann komst út og hann hefur stigið stór skref síðan þá.“
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sjá meira