Anníe Mist endaði með næringu í æð og að reyna að muna símanúmer mömmu sinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir átti erfitt með sig í spjallinu enda tók það mikið á segja frá hitaslaginu sínu á heimsleikunum hvað þá að upplifa það. Skjámynd/Instagram Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir héldu áfram að fara yfir glæsilega ferla sína í CrossFit og nú var komið að átakanlegri upplifun Anníe Mistar á heimsleikunum fyrir fimm árum síðan. Anníe Mist Þórisdóttir tókst ekki að klára heimsleikana 2015 eftir að hafa fengið hitaslag í Murph-æfingunni sem var þriðja grein leikanna. Hún sýndi ótrúlegan viljastyrk með því að halda áfram en varð að lokum að hætta keppni. Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði sjötta Dóttir-spjallið að þessu sinni. „2015 átti ég frábært ár en að sjá hvað kom fyrir þig var eitt það erfiðasta sem ég hef orðið vitni af,“ sagði Katrín Tanja og beindi orðunum til Anníe Mist. „Þetta var versta upplifun mín á heimsleikunum í CrossFit. Mér leið mjög vel fyrir þessa leika og var loksins farin að treysta líkamanum mínum alveg,“ sagði Anníe Mist en hún hafði glímt við bakmeiðsli árin á undan. „Ég meiddist illa á baki árið 2013 en eftir að ég kom til baka og náði öðru sætinu árinu 2014 þá var ég viss um að ég væri alveg búin að ná mér,“ sagði Anníe Mist og hún píndi sig heldur betur áfram í hitanum í þriðju greininni á heimsleikunum 2015. View this post on Instagram Murph is a workout that means a lot to me. Both the people we are honoring when we do this piece, but also because of my own experience with this incredible test. Check out our latest DOTTIR talks on @dottir on IGTV for a few more thoughts and how this workout has affected me since 2015. #grow #adversity #dontburrythings #mentaltoughness A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on May 26, 2020 at 10:33am PDT „Ég hef alltaf litið á það þannig að hausinn muni gefast upp á undan líkamanum. Ég trúði því þá og ég trúi því ennþá í dag. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði eitthvað sem ég hafði enga stjórn á,“ sagði Anníe Mist. „Við vorum í Murph æfingunni, það var rosalega heitt og við vorum í þyngingarvestinu. Ég fann ekki fyrir neinu til að byrja með og leið vel eftir fyrstu míluna. Ég var í öðru eða þriðja sæti og þetta leit vel út. Mér fór hins vegar að líða verr og verr,“ sagði Anníe Mist. Átti alltaf erfiðara og erfiðara með að anda „Mér fannst ég finna hitann stíga upp frá grasinu og átti alltaf erfiðara og erfiðara með að anda. Ég var þarna orðin frekar rugluð í ríminu. Ég átti að gera þrjú hundruð endurtekningar og mér fannst þær aldrei ætla að enda,“ sagði Anníe Mist en hún kláraði að lokum þrjú hundruð hnébeygjur. „Næst var komið að því að hlaupa en ég átti erfitt með að halda jafnvæginu. Svo rennur tíminn út og ég man eftir mér í læknatjaldinu. Ég er að fá næringu í æð og er að reyna að muna símanúmerið hennar mömmu til að ná í einhvern til að koma til mín,“ sagði Anníe Mist en hún vildi ekki fá næringu í æð. „Ég vildi ekki fá næringu í æð af því að mér hefur alltaf fundið það vera eins og að svindla. Ef þú færð slíkt þegar þú ert að keppa þá er það merki um að þú eigir ekki að vera að keppa. Svo er snörunaræfing næst og ég hugsaði að ég ætlaði ekki að gefast upp,“ sagði Anníe Mist. „Mér tókst að koma mér út á gólfið til að keppa og náði að klára þá grein ágætlega. Svo fór ég aftur upp á hótelið en ég var með mikinn hita alla nóttina, svaf ekkert og gat svo ekki hreyft á mér handleikina þegar var komið að því að keppa daginn eftir,“ sagði Anníe Mist. Ég var vön því að finna til „Ég hélt samt áfram því sársauki væri bara hluti af þessu og að ég væri vön því að finna til. Þetta væri bara spurning um að klára upphitunina og svo myndi adrennalínið koma manni af stað þegar keppnin sjálf hæfist,“ sagði Anníe Mist. „Ég lenti hins vegar aftur og aftur á veggnum og ég hugsaði með mér að þetta væri ekki ég. Ég þekkti ekki líkamann minn og hann var að bregðast mér. Hugur minn var hundrað prósent tilbúinn en skrokurinn var að bila aftur og aftur,“ sagði Anníe Mist sem píndi sig samt í gegnum hverja greinina á fætur annarri. View this post on Instagram 6 girls in a pickup post Murph!!! Sooo great to see everyone at the gym today!! @crossfitreykjavik now official open!! A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on May 25, 2020 at 11:25am PDT „Ég endaði á því að þurfa að draga mig úr keppni. Mér hefur aldrei liðið verr í skrokknum eftir neina heimsleika. Ég gat ekki einu sinni gert venjulegar armbeygjur tvo mánuði eftir leikana,“ sagði Anníe Mist. „Ég vildi alls ekki sjá neinar upptökur frá þessum heimsleikum og hataði það þegar ég rakst á þær á netinu. Ég mundi ekkert eftir þessu og vildi alls ekki hugsa um þetta heldur,“ sagði Anníe Mist. Ég horfði og svo brotnaði ég niður og grét „Ég lagði bara alla áherslu á að horfa fram á veginn og einblína á næsta ár. Mér tókst að koma mér aftur í gang en svo fengum við að vita að það yrði aftur Murph æfing,“ sagði Anníe Mist og þá kom í ljós að hún var ekki búin að vinna út úr sínum málum. „Ég horfði á tilkynninguna og svo brotnaði ég niður og grét. Ég hugsaði: Ég get ekki gengið í gegnum þetta aftur,“ sagði Anníe Mist og þrátt fyrir að það séu liðin fjögur ár þá brotnaði hún eiginlega aftur niður við að hugsa um þessa svakalega erfiðu reynslu sína. Það má sjá Anníe Mist segja þessa dramatísku sögu hér fyrir neðan. View this post on Instagram 2015 MURPH at the CrossFit Games. Heat stroke, aftermath and dealing with traumatic experiences. A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 26, 2020 at 6:43am PDT CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir héldu áfram að fara yfir glæsilega ferla sína í CrossFit og nú var komið að átakanlegri upplifun Anníe Mistar á heimsleikunum fyrir fimm árum síðan. Anníe Mist Þórisdóttir tókst ekki að klára heimsleikana 2015 eftir að hafa fengið hitaslag í Murph-æfingunni sem var þriðja grein leikanna. Hún sýndi ótrúlegan viljastyrk með því að halda áfram en varð að lokum að hætta keppni. Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði sjötta Dóttir-spjallið að þessu sinni. „2015 átti ég frábært ár en að sjá hvað kom fyrir þig var eitt það erfiðasta sem ég hef orðið vitni af,“ sagði Katrín Tanja og beindi orðunum til Anníe Mist. „Þetta var versta upplifun mín á heimsleikunum í CrossFit. Mér leið mjög vel fyrir þessa leika og var loksins farin að treysta líkamanum mínum alveg,“ sagði Anníe Mist en hún hafði glímt við bakmeiðsli árin á undan. „Ég meiddist illa á baki árið 2013 en eftir að ég kom til baka og náði öðru sætinu árinu 2014 þá var ég viss um að ég væri alveg búin að ná mér,“ sagði Anníe Mist og hún píndi sig heldur betur áfram í hitanum í þriðju greininni á heimsleikunum 2015. View this post on Instagram Murph is a workout that means a lot to me. Both the people we are honoring when we do this piece, but also because of my own experience with this incredible test. Check out our latest DOTTIR talks on @dottir on IGTV for a few more thoughts and how this workout has affected me since 2015. #grow #adversity #dontburrythings #mentaltoughness A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on May 26, 2020 at 10:33am PDT „Ég hef alltaf litið á það þannig að hausinn muni gefast upp á undan líkamanum. Ég trúði því þá og ég trúi því ennþá í dag. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði eitthvað sem ég hafði enga stjórn á,“ sagði Anníe Mist. „Við vorum í Murph æfingunni, það var rosalega heitt og við vorum í þyngingarvestinu. Ég fann ekki fyrir neinu til að byrja með og leið vel eftir fyrstu míluna. Ég var í öðru eða þriðja sæti og þetta leit vel út. Mér fór hins vegar að líða verr og verr,“ sagði Anníe Mist. Átti alltaf erfiðara og erfiðara með að anda „Mér fannst ég finna hitann stíga upp frá grasinu og átti alltaf erfiðara og erfiðara með að anda. Ég var þarna orðin frekar rugluð í ríminu. Ég átti að gera þrjú hundruð endurtekningar og mér fannst þær aldrei ætla að enda,“ sagði Anníe Mist en hún kláraði að lokum þrjú hundruð hnébeygjur. „Næst var komið að því að hlaupa en ég átti erfitt með að halda jafnvæginu. Svo rennur tíminn út og ég man eftir mér í læknatjaldinu. Ég er að fá næringu í æð og er að reyna að muna símanúmerið hennar mömmu til að ná í einhvern til að koma til mín,“ sagði Anníe Mist en hún vildi ekki fá næringu í æð. „Ég vildi ekki fá næringu í æð af því að mér hefur alltaf fundið það vera eins og að svindla. Ef þú færð slíkt þegar þú ert að keppa þá er það merki um að þú eigir ekki að vera að keppa. Svo er snörunaræfing næst og ég hugsaði að ég ætlaði ekki að gefast upp,“ sagði Anníe Mist. „Mér tókst að koma mér út á gólfið til að keppa og náði að klára þá grein ágætlega. Svo fór ég aftur upp á hótelið en ég var með mikinn hita alla nóttina, svaf ekkert og gat svo ekki hreyft á mér handleikina þegar var komið að því að keppa daginn eftir,“ sagði Anníe Mist. Ég var vön því að finna til „Ég hélt samt áfram því sársauki væri bara hluti af þessu og að ég væri vön því að finna til. Þetta væri bara spurning um að klára upphitunina og svo myndi adrennalínið koma manni af stað þegar keppnin sjálf hæfist,“ sagði Anníe Mist. „Ég lenti hins vegar aftur og aftur á veggnum og ég hugsaði með mér að þetta væri ekki ég. Ég þekkti ekki líkamann minn og hann var að bregðast mér. Hugur minn var hundrað prósent tilbúinn en skrokurinn var að bila aftur og aftur,“ sagði Anníe Mist sem píndi sig samt í gegnum hverja greinina á fætur annarri. View this post on Instagram 6 girls in a pickup post Murph!!! Sooo great to see everyone at the gym today!! @crossfitreykjavik now official open!! A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on May 25, 2020 at 11:25am PDT „Ég endaði á því að þurfa að draga mig úr keppni. Mér hefur aldrei liðið verr í skrokknum eftir neina heimsleika. Ég gat ekki einu sinni gert venjulegar armbeygjur tvo mánuði eftir leikana,“ sagði Anníe Mist. „Ég vildi alls ekki sjá neinar upptökur frá þessum heimsleikum og hataði það þegar ég rakst á þær á netinu. Ég mundi ekkert eftir þessu og vildi alls ekki hugsa um þetta heldur,“ sagði Anníe Mist. Ég horfði og svo brotnaði ég niður og grét „Ég lagði bara alla áherslu á að horfa fram á veginn og einblína á næsta ár. Mér tókst að koma mér aftur í gang en svo fengum við að vita að það yrði aftur Murph æfing,“ sagði Anníe Mist og þá kom í ljós að hún var ekki búin að vinna út úr sínum málum. „Ég horfði á tilkynninguna og svo brotnaði ég niður og grét. Ég hugsaði: Ég get ekki gengið í gegnum þetta aftur,“ sagði Anníe Mist og þrátt fyrir að það séu liðin fjögur ár þá brotnaði hún eiginlega aftur niður við að hugsa um þessa svakalega erfiðu reynslu sína. Það má sjá Anníe Mist segja þessa dramatísku sögu hér fyrir neðan. View this post on Instagram 2015 MURPH at the CrossFit Games. Heat stroke, aftermath and dealing with traumatic experiences. A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 26, 2020 at 6:43am PDT
CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira