Fannst í felum í runna við Ölfusá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2020 12:07 Leitaraðgerðir í Ölfusá í nótt. Vísir/JóhannK Karlmaður um tvítugt gisti fangageymslur á Selfossi í nótt eftir að hafa verið staðinn að því að plata lögregluna. Karlmaðurinn hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti að hann hefði fallið í Ölfusá en reyndist svo fylgjast með björgunaraðgerðum úr felum. Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynningin barst til lögreglu um klukkan hálf eitt í nótt. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, auk lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs var kallað út og voru bátar sendir út til leitar. Þá var leitað úr lofti með drónum og frá landi með hitamyndavél. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að útkallið hafi borist klukkan hálf eitt frá þessum tiltekna aðila sem sagðist sjálfur hafa dottið af Ölfusárbrúnni. „Við þekkjum svoleiðis mál, þar sem menn fara í ána. Það var sett á fullt viðbragð strax því það ríður á að gera hlutina hratt og örugglega,“ segir Oddur. Á sama tíma detti lögreglu í hug að eitthvað bull sé í gangi. Skoðað sé hver hafi hringt inn og hvernig hægt sé að ná í viðkomandi. Tveimur klukkustundum síðar finnst karlmaðurinn í runna við ána. Oddur hafði ekki upplýsingar um hvort þegar hefði verið rætt við karlmanninn en því yrði annars lokið mjög fljótlega. Refsivert sé að gabba lögreglu eða björgunarsveitir og brotið sé til rannsóknar. Það verði í framhaldinu sent til ákærusviðs. Árborg Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa tilkynnt um að maður hefði fallið í Ölfusá Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst til lögreglu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt. Tilkynningin og málið allt reyndist gabb frá upphafi. Haft var upp á tilkynnanda og var hann handtekinn vegna málsins. 27. maí 2020 03:26 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Karlmaður um tvítugt gisti fangageymslur á Selfossi í nótt eftir að hafa verið staðinn að því að plata lögregluna. Karlmaðurinn hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti að hann hefði fallið í Ölfusá en reyndist svo fylgjast með björgunaraðgerðum úr felum. Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynningin barst til lögreglu um klukkan hálf eitt í nótt. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, auk lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs var kallað út og voru bátar sendir út til leitar. Þá var leitað úr lofti með drónum og frá landi með hitamyndavél. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að útkallið hafi borist klukkan hálf eitt frá þessum tiltekna aðila sem sagðist sjálfur hafa dottið af Ölfusárbrúnni. „Við þekkjum svoleiðis mál, þar sem menn fara í ána. Það var sett á fullt viðbragð strax því það ríður á að gera hlutina hratt og örugglega,“ segir Oddur. Á sama tíma detti lögreglu í hug að eitthvað bull sé í gangi. Skoðað sé hver hafi hringt inn og hvernig hægt sé að ná í viðkomandi. Tveimur klukkustundum síðar finnst karlmaðurinn í runna við ána. Oddur hafði ekki upplýsingar um hvort þegar hefði verið rætt við karlmanninn en því yrði annars lokið mjög fljótlega. Refsivert sé að gabba lögreglu eða björgunarsveitir og brotið sé til rannsóknar. Það verði í framhaldinu sent til ákærusviðs.
Árborg Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa tilkynnt um að maður hefði fallið í Ölfusá Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst til lögreglu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt. Tilkynningin og málið allt reyndist gabb frá upphafi. Haft var upp á tilkynnanda og var hann handtekinn vegna málsins. 27. maí 2020 03:26 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Handtekinn eftir að hafa tilkynnt um að maður hefði fallið í Ölfusá Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst til lögreglu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt. Tilkynningin og málið allt reyndist gabb frá upphafi. Haft var upp á tilkynnanda og var hann handtekinn vegna málsins. 27. maí 2020 03:26