Mál Elínar og Sigurjóns fara aftur fyrir Hæstarétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2020 18:50 Mál þeirra Elínar Sigfúsdóttur og Sigurjóns Þ. Árnasonar munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins varðandi endurupptöku mála þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þetta þýðir að málin munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir réttinum að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Sigurjóns. Elín var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti í Ímon-málinu svokallaða. Sigurjón hlaut þriggja og háls árs langan dóm í Ímon-málinu og svo átján mánaða dóm í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni Elínar í Ímon-málinu sem og á endurupptökubeiðni Sigurjóns í sama máli og vegna markaðsmisnotkunarmálsins. Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbankans á árunum fyrir hrun. Í endurupptökubeiðnum þeirra var meðal annars vísað til hlutafjáreignar hæstaréttardómaranna Viðars Más Matthíassonar og Eiríks Tómassonar í Landsbankanum fyrir hrun og að þeir hefðu orðið fyrir verulegu tjóni við fall bankans. Báðir dæmdu þeir í málum Sigurjóns og Elínar í Hæstarétti. Í febrúar síðastliðnum komst síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að því að Elín hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar Viðars Más. Hann hafði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því mátti draga óhlutdrægni hans í efa. Þar með hafi íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu og var dæmt til greiðslu bóta. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara. Dómur MDE í máli Elínar hefur mikið fordæmisgildi fyrir sambærilegt mál Sigurjóns bíður sem meðferðar hjá MDE en að sögn Sigurðar, lögmanns hans, hefur málsmeðferðin frestast um þrjá mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. „Ríkislögmaður hafði frest til 17. apríl til að gera athugasemdir við það sem við höfðum haft fram að færa en þá kom Covid í mars og þá var öllu frestað um þrjá mánuði þannig að það bíður ennþá fram til 17. júlí að ríkislögmaður svari. En ég reikna nú með að ríkislögmaður hafi minni áhuga á að svara núna þegar Hæstiréttur er búinn að taka upp málið og vilji þá heldur gera einhverja sátt við Sigurjón, eða ég er að vona það,“ segir Sigurður. Hann segir ekki liggja fyrir hvenær málin fari svo aftur fyrir Hæstarétt. Aðspurður hvort ákvarðanir réttarins um endurupptöku komi á óvart segir hann: „Ég átti nú kannski frekar von á því að fá það endurupptekið en það var á brattann að sækja á vissan hátt vegna þess að það sem Hæstiréttur hafði fjallað um áður og ekki talið skilyrði þá var maður kannski ekkert ofsalega bjartsýnn, ekki þannig, en maður hélt alltaf í vonina og ég er bara mjög ánægður með þessa niðurstöðu í dag.“ Íslenskir bankar Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins varðandi endurupptöku mála þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þetta þýðir að málin munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir réttinum að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Sigurjóns. Elín var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti í Ímon-málinu svokallaða. Sigurjón hlaut þriggja og háls árs langan dóm í Ímon-málinu og svo átján mánaða dóm í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni Elínar í Ímon-málinu sem og á endurupptökubeiðni Sigurjóns í sama máli og vegna markaðsmisnotkunarmálsins. Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbankans á árunum fyrir hrun. Í endurupptökubeiðnum þeirra var meðal annars vísað til hlutafjáreignar hæstaréttardómaranna Viðars Más Matthíassonar og Eiríks Tómassonar í Landsbankanum fyrir hrun og að þeir hefðu orðið fyrir verulegu tjóni við fall bankans. Báðir dæmdu þeir í málum Sigurjóns og Elínar í Hæstarétti. Í febrúar síðastliðnum komst síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að því að Elín hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar Viðars Más. Hann hafði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því mátti draga óhlutdrægni hans í efa. Þar með hafi íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu og var dæmt til greiðslu bóta. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara. Dómur MDE í máli Elínar hefur mikið fordæmisgildi fyrir sambærilegt mál Sigurjóns bíður sem meðferðar hjá MDE en að sögn Sigurðar, lögmanns hans, hefur málsmeðferðin frestast um þrjá mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. „Ríkislögmaður hafði frest til 17. apríl til að gera athugasemdir við það sem við höfðum haft fram að færa en þá kom Covid í mars og þá var öllu frestað um þrjá mánuði þannig að það bíður ennþá fram til 17. júlí að ríkislögmaður svari. En ég reikna nú með að ríkislögmaður hafi minni áhuga á að svara núna þegar Hæstiréttur er búinn að taka upp málið og vilji þá heldur gera einhverja sátt við Sigurjón, eða ég er að vona það,“ segir Sigurður. Hann segir ekki liggja fyrir hvenær málin fari svo aftur fyrir Hæstarétt. Aðspurður hvort ákvarðanir réttarins um endurupptöku komi á óvart segir hann: „Ég átti nú kannski frekar von á því að fá það endurupptekið en það var á brattann að sækja á vissan hátt vegna þess að það sem Hæstiréttur hafði fjallað um áður og ekki talið skilyrði þá var maður kannski ekkert ofsalega bjartsýnn, ekki þannig, en maður hélt alltaf í vonina og ég er bara mjög ánægður með þessa niðurstöðu í dag.“
Íslenskir bankar Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45
Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15