Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2020 21:54 Kári Stefánsson er ekki alveg sáttur með heilbrigðisráðuneytið. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Hann segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa.“ Eins segist hann vera búinn að loka fyrir númer sóttvarnalæknis í símanum sínum. Þetta kom fram í máli Kára í Kastljósi í kvöld. „Samskipti okkar [Íslenskrar erfðagreiningar] við það ráðuneyti eru á þann veg að við treystum okkur ekki til þess.“ Fólkið í Vatnsmýrinni móðgað Kári vísaði meðal annars til þess að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna, hefði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. „Þetta móðgaði fólkið niðri í Vatnsmýri að því marki að fólkið niðri í Vatnsmýri sagði ,Jæja, ef það stendur til að fara að skima einhvers staðar þá verða það aðrir heldur en við,‘“ sagði Kári og kvaðst ekki vita um ástæðu þess að hann og annað starfsfólk fyrirtækisins fékk ekki þakkir fyrir starf sitt, sem fólst einn helst í að taka stærstan hluta sýna sem tekinn hefur verið fyrir veirunni hér á landi. Að neðan má sjá þakkarræðu Svandísar á lokafundinum þar sem hún mærði þríeykið sem virtist klökkna undir ræðu ráðherra. „Svandís er feykilega góður heilbrigðismálaráðherra. Ég held að hún sé besti heilbrigðismálaráðherra sem við höfum haft í langan tíma. Hún er dugleg, hún er góður baráttumaður fyrir sínum málaflokki, en af og til verður hún ofboðslega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa sem ætlar ekki að láta neinn segja sér nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Kári. Kári segir að fyrirtækið hefði verið tilbúið að veita ráð um hvernig best væri að standa að skimun á Keflavíkurflugvelli. Einnig hafi fyrirtækið boðist til þess að lána tækjabúnað til verksins. „En það var ekki leitað til okkar, það ráðfærði sig enginn við okkur,“ sagði Kári. Hann hefði fyrst heyrt af því í Kastljósi í gærkvöldi að ráðherra gerði ráð fyrir að Íslensk erfðagreining gæti komið til bjargar í ljósi þess hve mikil óvissa er auk þess sem ljóst er veirufræðideild Landspítalans mun ekki anna fleiri ferðamönnum en 500 á dag. Eðlilegt að ÍE sneri sér að hefðbundinni dagvinnu sinni Svandís var gestur Kastljóss í gær, þar sem hún ræddi meðal annars hinar fyrirhugðu skimanir á Keflavíkurflugvelli. Í skýrslu vinnuhóps um opnun landamæra kom fram að veirufræðideild Landspítala gæti aðeins sinnt sem nemur 500 sýnum á dag, sem svarar til tveggja til þriggja fullra flugvéla. Því væri alls óvíst að veirufræðideildin gæti annað eftirspurn sem mikil óvissa er um hver verður. „Það sem við erum að tala um þarna er að það þurfi að ráðast í einhverskonar samkomulag við væntanlega Decode sem hefur þá yfir þeirri greiningargetu að ráða sem þarf til þess að brúa þetta bil,“ sagði Svandís meðal annars í viðtalinu. Kári segir hins vegar að ekki hefði verið haft samband við hann eða aðra hjá Íslenskri erfðagreiningu, og því teldi hann ósköp eðlilegt að fyrirtækið sneri sér að aftur sinni hefðbundnu dagvinnu, sem fælist í því að rannsaka hina ýmsu sjúkdóma. Þórólfur of skemmtilegur til að hægt sé að segja nei Hann sagðist hins vegar telja að ef Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir myndi hringja í hann og spyrði hvort ekki væri hægt að finna leið til að leysa málin, myndi honum mögulega snúast hugur. „Þá finnst mér hann bæði svo skemmtilegur, sjarmerandi og hlýr að ég ætti erfitt með að segja nei.“ Kári sagðist hins vegar vera búinn að loka fyrir númer Þórólfs, einmitt til þess að hann gæti ekki hringt í hann og beðið hann um að taka þátt í verkefninu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:50. Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Hann segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa.“ Eins segist hann vera búinn að loka fyrir númer sóttvarnalæknis í símanum sínum. Þetta kom fram í máli Kára í Kastljósi í kvöld. „Samskipti okkar [Íslenskrar erfðagreiningar] við það ráðuneyti eru á þann veg að við treystum okkur ekki til þess.“ Fólkið í Vatnsmýrinni móðgað Kári vísaði meðal annars til þess að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna, hefði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. „Þetta móðgaði fólkið niðri í Vatnsmýri að því marki að fólkið niðri í Vatnsmýri sagði ,Jæja, ef það stendur til að fara að skima einhvers staðar þá verða það aðrir heldur en við,‘“ sagði Kári og kvaðst ekki vita um ástæðu þess að hann og annað starfsfólk fyrirtækisins fékk ekki þakkir fyrir starf sitt, sem fólst einn helst í að taka stærstan hluta sýna sem tekinn hefur verið fyrir veirunni hér á landi. Að neðan má sjá þakkarræðu Svandísar á lokafundinum þar sem hún mærði þríeykið sem virtist klökkna undir ræðu ráðherra. „Svandís er feykilega góður heilbrigðismálaráðherra. Ég held að hún sé besti heilbrigðismálaráðherra sem við höfum haft í langan tíma. Hún er dugleg, hún er góður baráttumaður fyrir sínum málaflokki, en af og til verður hún ofboðslega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa sem ætlar ekki að láta neinn segja sér nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Kári. Kári segir að fyrirtækið hefði verið tilbúið að veita ráð um hvernig best væri að standa að skimun á Keflavíkurflugvelli. Einnig hafi fyrirtækið boðist til þess að lána tækjabúnað til verksins. „En það var ekki leitað til okkar, það ráðfærði sig enginn við okkur,“ sagði Kári. Hann hefði fyrst heyrt af því í Kastljósi í gærkvöldi að ráðherra gerði ráð fyrir að Íslensk erfðagreining gæti komið til bjargar í ljósi þess hve mikil óvissa er auk þess sem ljóst er veirufræðideild Landspítalans mun ekki anna fleiri ferðamönnum en 500 á dag. Eðlilegt að ÍE sneri sér að hefðbundinni dagvinnu sinni Svandís var gestur Kastljóss í gær, þar sem hún ræddi meðal annars hinar fyrirhugðu skimanir á Keflavíkurflugvelli. Í skýrslu vinnuhóps um opnun landamæra kom fram að veirufræðideild Landspítala gæti aðeins sinnt sem nemur 500 sýnum á dag, sem svarar til tveggja til þriggja fullra flugvéla. Því væri alls óvíst að veirufræðideildin gæti annað eftirspurn sem mikil óvissa er um hver verður. „Það sem við erum að tala um þarna er að það þurfi að ráðast í einhverskonar samkomulag við væntanlega Decode sem hefur þá yfir þeirri greiningargetu að ráða sem þarf til þess að brúa þetta bil,“ sagði Svandís meðal annars í viðtalinu. Kári segir hins vegar að ekki hefði verið haft samband við hann eða aðra hjá Íslenskri erfðagreiningu, og því teldi hann ósköp eðlilegt að fyrirtækið sneri sér að aftur sinni hefðbundnu dagvinnu, sem fælist í því að rannsaka hina ýmsu sjúkdóma. Þórólfur of skemmtilegur til að hægt sé að segja nei Hann sagðist hins vegar telja að ef Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir myndi hringja í hann og spyrði hvort ekki væri hægt að finna leið til að leysa málin, myndi honum mögulega snúast hugur. „Þá finnst mér hann bæði svo skemmtilegur, sjarmerandi og hlýr að ég ætti erfitt með að segja nei.“ Kári sagðist hins vegar vera búinn að loka fyrir númer Þórólfs, einmitt til þess að hann gæti ekki hringt í hann og beðið hann um að taka þátt í verkefninu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:50.
Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira