Vinna með hugarþjálfara gerði mikinn gæfumun fyrir Guðlaug Victor Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 23:00 Guðlaugur Victor Pálsson hefur leikið vel með Darmstadt. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta hefur gert gífurlegan gæfumun fyrir mig,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur nýtt sér aðstoð hugarþjálfara til að ná betri árangri á vellinum og er hæstánægður með afraksturinn. Guðlaugur Victor hefur leikið vel með liði Darmstadt í þýsku 2. deildinni og er með liðinu í baráttu um að komast upp í efstu deild. Síðasta haust stimplaði hann sig inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins og spilaði fjóra síðustu leikina í undankeppni EM. Þessi 29 ára gamli leikmaður er því í flottum málum og þakkar það að hluta vinnu með hugarþjálfara: „Þetta getur verið allt frá því að tala um daginn og veginn eða að tala um allt sem við kemur fótboltanum. Við tölum saman tvisvar í viku og það eru alltaf mismunandi umræðuefni. Þetta hefur klárlega hjálpað mér með ákveðna hluti sem hafa verið að trufla mig í hausnum á mér, varðandi frammistöðu og bara allt sem að fylgir þessu, neikvætt og jákvætt. Maður fær ákveðin verkfæri til að vinna með hausinn á sér,“ sagði Guðlaugur Victor við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann kveðst ætla að vinna með hugarþjálfara út ferilinn: „Við erum með sömu rútínu viku eftir viku. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig og fyrir mig hefur þetta gert gífurlegan gæfumun. Það var margt í gangi utan fótboltans sem að ég vil ekki fara út í í smáatriðum, en það helst mikið í hendur að líði manni vel í lífinu þá spilar maður betur. Það var margt í gangi plús það að ég var að skipta um lið og læra á nýja menningu og nýtt tungumál, ekki það að ég hafi ekki prófað það áður. Þetta var bara tími sem að ég ákvað að kýla á að prófa að vinna með einhverjum og ég sé ekki eftir því. Ég mun gera það þangað til ég legg skóna á hilluna, klárlega.“ Klippa: Sportið í dag - Guðlaugur Victor vinnur með hugarþjálfara Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur Victor í baráttu um sæti í efstu deild en Rúrik áfram í frystiklefanum Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar lið hans Darmstadt vann 3-1 á útivelli gegn Erzgebirge Aue í þýsku 2. deildinni í fótbolta í kvöld. 26. maí 2020 18:39 Guðlaugur Victor leikmaður umferðarinnar Að mati Kicker var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður umferðarinnar í þýsku B-deildinni í fótbolta. 25. maí 2020 17:00 Mark og stoðsending frá Guðlaugi Victori í mikilvægum sigri Guðlaugur Victor Pálsson átti flottan leik fyrir Darmstadt sem vann 4-0 sigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við SSV Jahn Regensburg. 23. maí 2020 12:55 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
„Þetta hefur gert gífurlegan gæfumun fyrir mig,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur nýtt sér aðstoð hugarþjálfara til að ná betri árangri á vellinum og er hæstánægður með afraksturinn. Guðlaugur Victor hefur leikið vel með liði Darmstadt í þýsku 2. deildinni og er með liðinu í baráttu um að komast upp í efstu deild. Síðasta haust stimplaði hann sig inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins og spilaði fjóra síðustu leikina í undankeppni EM. Þessi 29 ára gamli leikmaður er því í flottum málum og þakkar það að hluta vinnu með hugarþjálfara: „Þetta getur verið allt frá því að tala um daginn og veginn eða að tala um allt sem við kemur fótboltanum. Við tölum saman tvisvar í viku og það eru alltaf mismunandi umræðuefni. Þetta hefur klárlega hjálpað mér með ákveðna hluti sem hafa verið að trufla mig í hausnum á mér, varðandi frammistöðu og bara allt sem að fylgir þessu, neikvætt og jákvætt. Maður fær ákveðin verkfæri til að vinna með hausinn á sér,“ sagði Guðlaugur Victor við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann kveðst ætla að vinna með hugarþjálfara út ferilinn: „Við erum með sömu rútínu viku eftir viku. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig og fyrir mig hefur þetta gert gífurlegan gæfumun. Það var margt í gangi utan fótboltans sem að ég vil ekki fara út í í smáatriðum, en það helst mikið í hendur að líði manni vel í lífinu þá spilar maður betur. Það var margt í gangi plús það að ég var að skipta um lið og læra á nýja menningu og nýtt tungumál, ekki það að ég hafi ekki prófað það áður. Þetta var bara tími sem að ég ákvað að kýla á að prófa að vinna með einhverjum og ég sé ekki eftir því. Ég mun gera það þangað til ég legg skóna á hilluna, klárlega.“ Klippa: Sportið í dag - Guðlaugur Victor vinnur með hugarþjálfara Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur Victor í baráttu um sæti í efstu deild en Rúrik áfram í frystiklefanum Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar lið hans Darmstadt vann 3-1 á útivelli gegn Erzgebirge Aue í þýsku 2. deildinni í fótbolta í kvöld. 26. maí 2020 18:39 Guðlaugur Victor leikmaður umferðarinnar Að mati Kicker var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður umferðarinnar í þýsku B-deildinni í fótbolta. 25. maí 2020 17:00 Mark og stoðsending frá Guðlaugi Victori í mikilvægum sigri Guðlaugur Victor Pálsson átti flottan leik fyrir Darmstadt sem vann 4-0 sigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við SSV Jahn Regensburg. 23. maí 2020 12:55 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Guðlaugur Victor í baráttu um sæti í efstu deild en Rúrik áfram í frystiklefanum Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar lið hans Darmstadt vann 3-1 á útivelli gegn Erzgebirge Aue í þýsku 2. deildinni í fótbolta í kvöld. 26. maí 2020 18:39
Guðlaugur Victor leikmaður umferðarinnar Að mati Kicker var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður umferðarinnar í þýsku B-deildinni í fótbolta. 25. maí 2020 17:00
Mark og stoðsending frá Guðlaugi Victori í mikilvægum sigri Guðlaugur Victor Pálsson átti flottan leik fyrir Darmstadt sem vann 4-0 sigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við SSV Jahn Regensburg. 23. maí 2020 12:55
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn