Körfubolti

Þessi lið myndu mætast í NBA ef byrjað verður strax á úrslitakeppni með breyttu sniði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kawhi Leonard með Larry O'Brien bikarinn eftir að Toronto Raptors liðið vann Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á síðasta ári.
Kawhi Leonard með Larry O'Brien bikarinn eftir að Toronto Raptors liðið vann Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á síðasta ári. EPA-EFE/LARRY W. SMITH

NBA deildin í körfubolta vinnur nú hörðum höndum að endurkomu deildarinnar eftir COVID-19 og virðist vera sem svo að mikill meirihluti allra tengdum deildinni sé á því að klára eigi tímabilið.

NBA ætlar sér að finna einn keppnisstað þar sem öll liðin geta haldið sig á meðan keppnin er kláruð og þykir Disney World vera líklegasti kosturinn fyrir slíkan NBA-heim.

Það eru líka að aukast líkurnar á því að byrja bara strax á úrslitakeppninni og sleppa síðustu tuttugu leikjunum af deildarkeppninni. Það myndi þýða það að aðeins sextán lið af þrjátíu myndu hefja keppni en hin fjórtán væru komin í sumarfrí.

Úrslitakeppni NBA-deildarinnar ef oftast tvískipt það er í Vestur og Austurdeild. Sigurvegarar hvorrar deildar hafa síðan mæst í lokaúrslitunum. Los Angeles Lakers í Vesturdeildinni mætir því aldrei Boston Celtics í Austurdeildinni fyrr en í lokaúrslitunum.

Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi síðustu ár um að breyta þessu og margir eru á því að nú eigi NBA-deildin að nýta tækifærið og prufa þetta nú þegar allt er á hvolfi hvort sem er.

Sextán lið kæmust þá í úrslitakeppnina og liðið með besta árangurinn myndi mæta liðinu með slakasta sigurhlutfallið, liðið í öðru sæti myndi mæta næstsíðasta liðinu og svo framvegis.

Liðin sem myndu mætast samkvæmt þessu væru þá:

  • Milwaukee Bucks (1) - Orlando Magic (16)
  • Los Angeles Lakers - Brooklyn Nets (15)
  • Toronto Raptors (3) - Memphis Grizzlies (14)
  • Los Angeles Clippers (4) - Dallas Mavericks (13)
  • Boston Celtics (5) - Philadelphia 76ers (12)
  • Denver Nuggets (6) - Indiana Pacers (11)
  • Utah Jazz (7) - Houston Rockets (10)
  • Miami Heat (8) - Oklahoma City Thunder (9)

Rachel Nichols, Kendrick Perkins og Brian Windhorst fóru saman yfir þennan möguleika í þættinum The Jump en það má sjá spjall þeirra hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×