Frumvarp Katrínar um breytingar á upplýsingalögum fær útreið Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2020 14:16 Frumvarpið sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur mælt fyrir hefur hlotið harkalega útreið en svo virðist sem fullt tillit hafi þar verið tekið til allra óska SA, sem svo þýðir það í reynd að upplýsingar hins opinbera verða nánast óaðgengilegar, ef svo ber undir. visir/vilhelm Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur sent minnisblað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum fær falleinkunn. Þó yfirlýstur tilgangur frumvarpsins sé að auka gegnsæi liggur fyrir að nái það fram að ganga mun það torvelda mjög allt aðgengi að upplýsingum. Frumvarpið gengur út á það að leiti einhver til hins opinbera varðandi upplýsingar um stjórnvaldsaðgerðir sé það háð því að þriðji aðili, sá sem hugsanlega kemur við sögu í tengslum við fyrirspurn, verði að samþykkja að upplýsingar séu veittar. Formaður nefndarinnar, Hafsteinn Þór Hauksson, skrifar undir álitið en þar kemur fram að einboðið sé að fyrirliggjandi frumvarp „muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.“ Þá segir jafnframt að frumvarpið muni gera framkvæmd upplýsingalaganna flóknari og óskilvirkar. Hörð viðbrögð Með öðrum orðum mun það í raun hindra aðgengi fjölmiðla og þar með almennings að upplýsingum. Svo virðist sem frumvarpið hafi tekið ítrasta tillit til sjónarmiða sem Samtaka atvinnulífsins höfðu sett fram sem ganga út á að hinu opinbera yrði gert það skylt að leita samþykkis hjá þriðja aðila, til dæmis skjólstæðinga SA. En, hér má finna frumvarpið og umsagnir í samráðsgátt. Viðbrögð við frumvarpinu hafa verið afar hörð. Þórir Guðmundsson ritstjóri Sýnar ritaði pistil sem birtist á Vísi þar sem hann fer yfir málið eins og það horfir við honum. Hann kallar frumvarpið skaðræði, runnið undan rifjum SA sem vilji að „þriðju aðilar“ fái tvær vikur en ekki bara eina til að mótmæla afhendingu gagna. „Þá finnst samtökunum rétt að hver sem óskar eftir gögnum á grundvelli upplýsingalaga borgi fyrir viðvikið. Sú óforskammaða tillaga er áhugaverð vísbending um tilgang samtakanna með því að þrýsta á um frumvarpið. Augljóst er hvaða einkaaðilar hafa afl til að þvæla einstaka málum fyrir úrskurðarnefnd og síðar dómstóla verði frumvarpið að lögum. Það eru stærri fyrirtæki og fyrir þeim vakir ekki að styrkja upplýsingarétt almennings.“ Þórir segir að til lítils sé barist fyrir opnari stjórnsýslu ef fyrirtæki geta brugðið fæti fyrir upplýsingagjöf hins opinbera og tafið hana þar til upplýsingarnar skipta ekki lengur máli. Hæðist að frumvarpinu Annar sem hefur gert efni frumvarps Katrínar að umfjöllunarefni er Andri Óttarsson sem birtir harðorðan pistil um frumvarpið á vefsíðunni Deiglunni. Yfirskrift hans er Afturhvarf til fortíðar. Hann bendir meðal annars á ærandi mótsagnir, sem hann kallar svo, sem óhjákvæmilegs fylgifisks. Andri er lögfræðingur og starfaði sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins á árunum 2006 til 2009. Hann dregur reyndar frumvarpið sundur og saman í háði. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. Svo virðist sem ítrasta tillit hafi verið tekið til athugasemda atvinnurekenda við samingu frumvarpsins sem fram fór í forsætisráðuneytinu. En, ekki er kálið sopið þó í ausuna sé komið.visir/vilhelm „Það er kaldhæðnislegt að í greinargerð með frumvarpi forsætisráðherra er sérstaklega vitnað í þann áskilnað stjórnarsáttmálans að auka þurfi gagnsæi í atvinnulífi og allri stjórnsýslu til að efla traust almennings á rekstri fyrirtækja. Hvernig einhver getur komist að þeirri niðurstöðu að það að hindra aðgang blaðamanna að opinberum upplýsingum, oft og tíðum um atvinnulífið, geti á einhvern hátt aukið gagnsæi, er rannsóknarefni í sjálfu sér.“ Báðir pistlarnir sem hér eru nefndir til dæmis um hörð viðbrögð við þessu stjórnarfrumvarpi hafa vakið mikla athygli og undirtektir á samfélagsmiðlum. Ekki er endilega víst að þeir Þórir og Andri og skoðanabræður þeirra og systur þurfi að hafa þungar áhyggjur af því að þetta frumvarp nái fram að ganga þó það sé stjórnarfrumvarp. Það á eftir að fara í gegnum þingið, fá þinglega meðferð og samkvæmt heimildum Vísis verður ekki verði lögð rík áhersla á að það verði óbreytt að lögum. Það kemur reyndar fram hjá forsætisráðherra: Ekkert forgangsmál hjá forsætisráðherra Fréttastofan leitaði viðbragða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við þessu og því hvernig og hvar málið er á vegi statt? „Forsaga þessa máls er í raun og veru sú að þegar Alþingi samþykkti frumvarp mitt til nýrra upplýsingalaga, sem var að mínu viti mikið framfaraskref, þá bárust miklar athugasemdir við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það eigi eftir að skoða málið talsvert betur og það sé ekkert forgangsmál hjá sér að það nái í gegn nú.visir/vilhelm Að þar væri ekki hugað nægjanlega vel að réttarstöðu þriðja aðila. Og það var niðurstaða þingsins að kalla á sérstakt mál, sem er þá mál sem er núna til umræðu. Hinsvegar er það svo að það hafa komið fram miklar athugasemdir við málið í þinglegri meðferð og ég tel einboðið að það þurfi að leggja töluvert meiri vinnu í þetta mál.“ Áttu von á því að það takist að ljúka þessu máli á þessu þingi? „Eins og ég segi, það hafa komið fram miklar athugasemdir við þinglega meðferð og þetta er ekki forgangsmál af minni hálfu. Þannig að ég lít svo á að málið sé á forræði þingsins núna en ég myndi telja ljóst að þetta mál þarf miklu dýpri skoðun,“ segir Katrín. Uppfært 15:00 Nú síðdegis kom svo fram að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur hætt umfjöllun sinni um frumvarpið. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG og formaður nefndarinnar, lagði þetta til á fundi nefndarinnar að höfðu samráði við forsætisráðherra. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Þar segir að ef vilji menn leiða þetta í lög þurfi að leggja fram nýtt frumvarp. Það mun væntanlega ekki gerast á þessu þingi. Í bókun Kolbeins segir að ýmsar spurningar hafi komið upp sem kalli á umfangsmeiri skoðun en færi sé á að fara í nú. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur sent minnisblað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum fær falleinkunn. Þó yfirlýstur tilgangur frumvarpsins sé að auka gegnsæi liggur fyrir að nái það fram að ganga mun það torvelda mjög allt aðgengi að upplýsingum. Frumvarpið gengur út á það að leiti einhver til hins opinbera varðandi upplýsingar um stjórnvaldsaðgerðir sé það háð því að þriðji aðili, sá sem hugsanlega kemur við sögu í tengslum við fyrirspurn, verði að samþykkja að upplýsingar séu veittar. Formaður nefndarinnar, Hafsteinn Þór Hauksson, skrifar undir álitið en þar kemur fram að einboðið sé að fyrirliggjandi frumvarp „muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.“ Þá segir jafnframt að frumvarpið muni gera framkvæmd upplýsingalaganna flóknari og óskilvirkar. Hörð viðbrögð Með öðrum orðum mun það í raun hindra aðgengi fjölmiðla og þar með almennings að upplýsingum. Svo virðist sem frumvarpið hafi tekið ítrasta tillit til sjónarmiða sem Samtaka atvinnulífsins höfðu sett fram sem ganga út á að hinu opinbera yrði gert það skylt að leita samþykkis hjá þriðja aðila, til dæmis skjólstæðinga SA. En, hér má finna frumvarpið og umsagnir í samráðsgátt. Viðbrögð við frumvarpinu hafa verið afar hörð. Þórir Guðmundsson ritstjóri Sýnar ritaði pistil sem birtist á Vísi þar sem hann fer yfir málið eins og það horfir við honum. Hann kallar frumvarpið skaðræði, runnið undan rifjum SA sem vilji að „þriðju aðilar“ fái tvær vikur en ekki bara eina til að mótmæla afhendingu gagna. „Þá finnst samtökunum rétt að hver sem óskar eftir gögnum á grundvelli upplýsingalaga borgi fyrir viðvikið. Sú óforskammaða tillaga er áhugaverð vísbending um tilgang samtakanna með því að þrýsta á um frumvarpið. Augljóst er hvaða einkaaðilar hafa afl til að þvæla einstaka málum fyrir úrskurðarnefnd og síðar dómstóla verði frumvarpið að lögum. Það eru stærri fyrirtæki og fyrir þeim vakir ekki að styrkja upplýsingarétt almennings.“ Þórir segir að til lítils sé barist fyrir opnari stjórnsýslu ef fyrirtæki geta brugðið fæti fyrir upplýsingagjöf hins opinbera og tafið hana þar til upplýsingarnar skipta ekki lengur máli. Hæðist að frumvarpinu Annar sem hefur gert efni frumvarps Katrínar að umfjöllunarefni er Andri Óttarsson sem birtir harðorðan pistil um frumvarpið á vefsíðunni Deiglunni. Yfirskrift hans er Afturhvarf til fortíðar. Hann bendir meðal annars á ærandi mótsagnir, sem hann kallar svo, sem óhjákvæmilegs fylgifisks. Andri er lögfræðingur og starfaði sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins á árunum 2006 til 2009. Hann dregur reyndar frumvarpið sundur og saman í háði. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. Svo virðist sem ítrasta tillit hafi verið tekið til athugasemda atvinnurekenda við samingu frumvarpsins sem fram fór í forsætisráðuneytinu. En, ekki er kálið sopið þó í ausuna sé komið.visir/vilhelm „Það er kaldhæðnislegt að í greinargerð með frumvarpi forsætisráðherra er sérstaklega vitnað í þann áskilnað stjórnarsáttmálans að auka þurfi gagnsæi í atvinnulífi og allri stjórnsýslu til að efla traust almennings á rekstri fyrirtækja. Hvernig einhver getur komist að þeirri niðurstöðu að það að hindra aðgang blaðamanna að opinberum upplýsingum, oft og tíðum um atvinnulífið, geti á einhvern hátt aukið gagnsæi, er rannsóknarefni í sjálfu sér.“ Báðir pistlarnir sem hér eru nefndir til dæmis um hörð viðbrögð við þessu stjórnarfrumvarpi hafa vakið mikla athygli og undirtektir á samfélagsmiðlum. Ekki er endilega víst að þeir Þórir og Andri og skoðanabræður þeirra og systur þurfi að hafa þungar áhyggjur af því að þetta frumvarp nái fram að ganga þó það sé stjórnarfrumvarp. Það á eftir að fara í gegnum þingið, fá þinglega meðferð og samkvæmt heimildum Vísis verður ekki verði lögð rík áhersla á að það verði óbreytt að lögum. Það kemur reyndar fram hjá forsætisráðherra: Ekkert forgangsmál hjá forsætisráðherra Fréttastofan leitaði viðbragða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við þessu og því hvernig og hvar málið er á vegi statt? „Forsaga þessa máls er í raun og veru sú að þegar Alþingi samþykkti frumvarp mitt til nýrra upplýsingalaga, sem var að mínu viti mikið framfaraskref, þá bárust miklar athugasemdir við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það eigi eftir að skoða málið talsvert betur og það sé ekkert forgangsmál hjá sér að það nái í gegn nú.visir/vilhelm Að þar væri ekki hugað nægjanlega vel að réttarstöðu þriðja aðila. Og það var niðurstaða þingsins að kalla á sérstakt mál, sem er þá mál sem er núna til umræðu. Hinsvegar er það svo að það hafa komið fram miklar athugasemdir við málið í þinglegri meðferð og ég tel einboðið að það þurfi að leggja töluvert meiri vinnu í þetta mál.“ Áttu von á því að það takist að ljúka þessu máli á þessu þingi? „Eins og ég segi, það hafa komið fram miklar athugasemdir við þinglega meðferð og þetta er ekki forgangsmál af minni hálfu. Þannig að ég lít svo á að málið sé á forræði þingsins núna en ég myndi telja ljóst að þetta mál þarf miklu dýpri skoðun,“ segir Katrín. Uppfært 15:00 Nú síðdegis kom svo fram að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur hætt umfjöllun sinni um frumvarpið. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG og formaður nefndarinnar, lagði þetta til á fundi nefndarinnar að höfðu samráði við forsætisráðherra. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Þar segir að ef vilji menn leiða þetta í lög þurfi að leggja fram nýtt frumvarp. Það mun væntanlega ekki gerast á þessu þingi. Í bókun Kolbeins segir að ýmsar spurningar hafi komið upp sem kalli á umfangsmeiri skoðun en færi sé á að fara í nú.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira