Afstýrum kjaraskerðingu Drífa Snædal skrifar 29. maí 2020 14:30 Það hafa verið teknar afdrifaríkar ákvarðanir á skömmum tíma síðustu mánuði, ákvarðanir sem var ætlað að tryggja lífskjör og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja. Það var alveg ljóst að í þeirri vegferð yrðu gerð mistök en nú erum við á stað þar sem mistökunum á að fækka. Við höfum betri upplýsingar um stöðu mála og getum vandað okkur. Tvö stórmál liggja nú fyrir Alþingi og verða hugsanlega afgreidd í dag. Annars vegar lög um framlengingu hlutabótaleiðarinnar og hins vegar greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti. Það hefur komið mörgum á óvart að verkalýðshreyfingin hefur stutt þá hugmynd að skattfé okkar fari í greiðslu launa á uppsagnarfresti en forsendur þess eru að ellegar færu þessi fyrirtæki í þrot, starfsfólk væri verr sett en áður (nú fær starfsfólk uppsagnarfrestinn greiddan áður en það þarf hugsanlega að leita í atvinnuleysistryggingar) og gjaldþrota fyrirtæki færu á brunaútsölu með tilheyrandi tapi verðmæta. Þessi stuðningur hreyfingarinnar er þó ekki skilyrðislaus. Fyrir utan þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla og mikið hafa verið til umfjöllunar þá er það líka skilyrði af okkar hálfu að þegar fyrirtækin taka við sér, verði fólk endurráðið samkvæmt starfsaldursröð á sömu kjörum og það var á. Við höfum líka lagt áherslu á að fólk hafi tækifæri til endurmenntunar á uppsagnarfresti. Ekkert þessara atriða hefur ratað inn í frumvarpið í meðförum þingsins á þessum tímapunkti. Því er ljóst að fyrirtæki geta sagt fólki upp og endurráðið á lakari kjörum og sleppt því að endurráða starfsfólk sem hefur áunnið sér starfsaldurstengd réttindi. Ef frumvarpið nær fram að ganga í þessari mynd gæti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma með stuðningi löggjafans. Við höfum sent þingmönnum bréf með ítrekuðum kröfum og átt milliliðalaust samtal við þingmenn í dag. Ég ætlast til þess af þingmönnum og öllum þeim sem geta látið rödd sína heyrast að þau tryggi að þetta stórslys verði ekki að veruleika. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Drífa Snædal Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það hafa verið teknar afdrifaríkar ákvarðanir á skömmum tíma síðustu mánuði, ákvarðanir sem var ætlað að tryggja lífskjör og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja. Það var alveg ljóst að í þeirri vegferð yrðu gerð mistök en nú erum við á stað þar sem mistökunum á að fækka. Við höfum betri upplýsingar um stöðu mála og getum vandað okkur. Tvö stórmál liggja nú fyrir Alþingi og verða hugsanlega afgreidd í dag. Annars vegar lög um framlengingu hlutabótaleiðarinnar og hins vegar greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti. Það hefur komið mörgum á óvart að verkalýðshreyfingin hefur stutt þá hugmynd að skattfé okkar fari í greiðslu launa á uppsagnarfresti en forsendur þess eru að ellegar færu þessi fyrirtæki í þrot, starfsfólk væri verr sett en áður (nú fær starfsfólk uppsagnarfrestinn greiddan áður en það þarf hugsanlega að leita í atvinnuleysistryggingar) og gjaldþrota fyrirtæki færu á brunaútsölu með tilheyrandi tapi verðmæta. Þessi stuðningur hreyfingarinnar er þó ekki skilyrðislaus. Fyrir utan þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla og mikið hafa verið til umfjöllunar þá er það líka skilyrði af okkar hálfu að þegar fyrirtækin taka við sér, verði fólk endurráðið samkvæmt starfsaldursröð á sömu kjörum og það var á. Við höfum líka lagt áherslu á að fólk hafi tækifæri til endurmenntunar á uppsagnarfresti. Ekkert þessara atriða hefur ratað inn í frumvarpið í meðförum þingsins á þessum tímapunkti. Því er ljóst að fyrirtæki geta sagt fólki upp og endurráðið á lakari kjörum og sleppt því að endurráða starfsfólk sem hefur áunnið sér starfsaldurstengd réttindi. Ef frumvarpið nær fram að ganga í þessari mynd gæti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma með stuðningi löggjafans. Við höfum sent þingmönnum bréf með ítrekuðum kröfum og átt milliliðalaust samtal við þingmenn í dag. Ég ætlast til þess af þingmönnum og öllum þeim sem geta látið rödd sína heyrast að þau tryggi að þetta stórslys verði ekki að veruleika. Höfundur er forseti ASÍ.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun