Fyrsta knattspyrnumót sumarsins fór fram í Laugardalnum í dag er VÍS-mót Þróttar hófst. Þar léku ungir iðkendur listir sínar og ljóst að krakkarnir gætu ekki verið ánægðari með að komast aftur á völlinn.
Í Sportpakka Stöðvar 2 ræddi Júlíana Þóra Hálfdánardóttir við Bjarnólf Lárusson, fyrrum atvinnumann í knattspyrnu og mótastjóra mótsins, um breytingarnar sem hefur þurft að gera á mótinu kórónufaraldursins.
„Við viljum sýna gott fordæmi í þessu móti fram á við fyrir önnur mót í sumar,“ sagði Bjarnólfur en frétt um VÍS-mótið og viðtalið við Bjarnólf má sjá í spilaranum hér að neðan.