Sport

Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Colin Kaepernick (fyrir miðju) hefur ekki spilað í NFL síðan hann hóf friðsamleg mótmæli er þjóðsöngur Bandaríkjanna var sunginn fyrir leiki.
Colin Kaepernick (fyrir miðju) hefur ekki spilað í NFL síðan hann hóf friðsamleg mótmæli er þjóðsöngur Bandaríkjanna var sunginn fyrir leiki. Vísir/EPA

Colin Kaepernick, fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað að mótmælendum í Minneapolis, og víðar í Bandaríkjunum, lögfræðiaðstoð í gegnum Know Your Rights herferð sína. Mótmæli og óeirðir hafa átt sér stað eftir að lögreglan í Minneapolis myrti George Floyd nýverið.

Hinn 32 ára gamli Kaepernick hefur ekki leikið í NFL-deildinni síðan árið 2016 en hann fékk þá ekki áframhaldandi samning hjá 49ers og í kjölfarið vildi ekkert lið deildarinnar semja við hann. Þykir það undarlegt þar sem frammistaða hans á vellinum hafði ekki dalað og hann var aðeins 28 ára gamall.

Kaepernick hafði hins vegar orðið frægur fyrir það eitt að krjúpa er bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leiki 49ers. Með því var hann að mótmæla, friðsamlega, lögregluofbeldi í Bandaríkjunum.

Í kjölfarið var honum ýtt úr NFL-deildinni og rigndi fúkyrðum yfir hann hvert sem hann fór. Til að mynda frá forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Kaepernick hefur verið dyggur stuðningsmaður réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum og hefur nú lofað þeim mótmælendum í Minneapolis, og mögulega víðar, lögfræðiaðstoð ef þess þarf.


Tengdar fréttir

Útgöngubann sett á í Minneapolis

Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur sett á útgöngubann í borginni sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma.

Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd

Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans.

„Þeir myrtu bróður minn“

Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður síns verðu ákærðir fyrir morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×