„Samband mitt við Sindra er mjög gott“ – Dómarinn ekki með gult spjald Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2020 12:45 Það gekk mikið á í æfingaleik ÍA og Víkings Ó. í gær. skjáskot/íatv „Ég á í góðu sambandi við mína gömlu liðsfélaga,“ segir Gonzalo Zamorano, leikmaður Víkings Ó., en mikill hiti var í leiknum þegar hann mætti sínu gamla liði ÍA í vináttuleik í gær. Rauða spjaldið fór á loft og dómarinn vildi flauta leikinn af í kjölfarið. Zamorano var í sviðsljósinu í leiknum, á Akranesi þar sem hann spilaði síðasta sumar. Fyrst fékk Sindri Snær Magnússon rautt spjald fyrir að renna sér harkalega aftan í Spánverjann. Strax í kjölfarið renndi Zamorano sér svo í leikmann ÍA af krafti og það var þá sem að upp úr sauð og bæði leikmenn inni á vellinum og varamenn hópuðust saman, ýttu hver við öðrum og létu fúkyrði falla. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson virtist alls ekki hafa búist við slíkum látum í æfingaleik, skiljanlega, og hugðist flauta leikinn af en að lokum tókst að stilla til friðar og klára allar 90 mínúturnar. ÍA vann leikinn 2-1. „Að mínu mati voru þetta bara tvær hörkutæklingar, en ekki eitthvað sem að verðskuldaði rautt spjald,“ sagði Zamorano við Vísi í dag. „Mér fannst tæklingin hans Sindra ekki verðskulda rautt spjald og að sjálfsögðu hefði ég ekki átt að fá rautt spjald fyrir mína tæklingu. Ég renndi mér af hörku en ég snerti boltann og, ég er ekki að grínast, ég snerti ekki manninn. Ég var ekkert hræddur um að fá rauða spjaldið,“ sagði Zamorano, og bætti við: „Ég held að Ívar hafi ekki verið með gult spjald með sér, því þetta var vináttuleikur. Það sagði hann alla vega. Hann var samt með rauða spjaldið. Ég held einmitt að Sindri hefði frekar átt að fá gult spjald, og ég kannski líka. Ég held að tæklingin hans Sindra líti verr út en hún var í raun og veru. Kannski var þetta appelsínugult spjald.“ Helvíti gódur æfingaleikur í dag #football— Gonzalo Zamorano (@Gonza_zam9) May 30, 2020 Spánverjinn, sem hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 og skorað 27 mörk í 1. og 2. deild, náði ekki að skora fyrir Skagamenn í Pepsi Max-deildinni í fyrra og yfirgaf félagið eftir tímabilið. Hann sneri aftur til Víkings í Ólafsvík, þar sem hann hafði staðið sig afar vel, en segist hafa skilið við ÍA í góðu: Engin kergja á milli okkar „Ég á í góðu sambandi við flesta strákana þarna. Samband mitt við Sindra er til að mynda mjög gott, og ég fékk mér að borða með Tryggva [Hrafni Haraldssyni] eftir leikinn. Það er því engin kergja þarna á milli, ekki á milli mín og félagsins, og alls ekki á milli mín og fyrrum liðsfélaga minna. Stundum þarf maður að skipta um félag og það er ekki vandamál,“ sagði Zamorano, og tekur undir með blaðamanni að leikurinn í gær hafi verið óvenju skemmtilegur æfingaleikur: „Þetta var mjög góður leikur og mikill hraði. Ég sá leik ÍA og ÍBV sem mér fannst talsvert rólegri, enda var veðrið mjög slæmt. En þessi leikur var mjög góður og spennandi, og bæði lið fengu færi. Þetta var mjög góður æfingaleikur fyrir komandi tímabil.“ Gonzalo Zamorano sneri aftur til Víkings Ó. í vetur eftir árs dvöl hjá ÍA.mynd/ía Held að við getum farið upp Víkingur Ó. hefur leikið í 1. deild, sem nú heitir Lengjudeild, síðustu tvö ár eftir að hafa leikið í efstu deild árin 2017 og 2016, sem og reyndar árið 2013. Zamorano vill fara með liðinu upp í deild þeirra bestu: „Ég held að við getum farið upp. Við munum að minnsta kosti berjast fyrir því. Við erum að búa til gott lið, og ungu strákarnir eru duglegir að æfa og hjálpa hver öðrum. Þetta verður skemmtilegt tímabil“. Jón Páll Pálmason er tekinn við þjálfun Víkings í stað Ejub Purisevic sem fór til starfa hjá Stjörnunni eftir að hafa starfað fyrir Víking í yfir hálfan annan áratug. „Ég kann mjög vel við Jón Pál. Hann er góður þjálfari, skilur fótbolta vel og er líka mjög vinalegur. Hann er auðvitað ólíkur Ejub en ég hef ekkert yfir Ejub að kvarta og lærði mjög mikið af honum, rétt eins og af Jóa Kalla [þjálfara ÍA]. Ég læri líka mikið af Jóni Páli og kann vel við hans leikstíl,“ sagði Zamorano. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
„Ég á í góðu sambandi við mína gömlu liðsfélaga,“ segir Gonzalo Zamorano, leikmaður Víkings Ó., en mikill hiti var í leiknum þegar hann mætti sínu gamla liði ÍA í vináttuleik í gær. Rauða spjaldið fór á loft og dómarinn vildi flauta leikinn af í kjölfarið. Zamorano var í sviðsljósinu í leiknum, á Akranesi þar sem hann spilaði síðasta sumar. Fyrst fékk Sindri Snær Magnússon rautt spjald fyrir að renna sér harkalega aftan í Spánverjann. Strax í kjölfarið renndi Zamorano sér svo í leikmann ÍA af krafti og það var þá sem að upp úr sauð og bæði leikmenn inni á vellinum og varamenn hópuðust saman, ýttu hver við öðrum og létu fúkyrði falla. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson virtist alls ekki hafa búist við slíkum látum í æfingaleik, skiljanlega, og hugðist flauta leikinn af en að lokum tókst að stilla til friðar og klára allar 90 mínúturnar. ÍA vann leikinn 2-1. „Að mínu mati voru þetta bara tvær hörkutæklingar, en ekki eitthvað sem að verðskuldaði rautt spjald,“ sagði Zamorano við Vísi í dag. „Mér fannst tæklingin hans Sindra ekki verðskulda rautt spjald og að sjálfsögðu hefði ég ekki átt að fá rautt spjald fyrir mína tæklingu. Ég renndi mér af hörku en ég snerti boltann og, ég er ekki að grínast, ég snerti ekki manninn. Ég var ekkert hræddur um að fá rauða spjaldið,“ sagði Zamorano, og bætti við: „Ég held að Ívar hafi ekki verið með gult spjald með sér, því þetta var vináttuleikur. Það sagði hann alla vega. Hann var samt með rauða spjaldið. Ég held einmitt að Sindri hefði frekar átt að fá gult spjald, og ég kannski líka. Ég held að tæklingin hans Sindra líti verr út en hún var í raun og veru. Kannski var þetta appelsínugult spjald.“ Helvíti gódur æfingaleikur í dag #football— Gonzalo Zamorano (@Gonza_zam9) May 30, 2020 Spánverjinn, sem hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 og skorað 27 mörk í 1. og 2. deild, náði ekki að skora fyrir Skagamenn í Pepsi Max-deildinni í fyrra og yfirgaf félagið eftir tímabilið. Hann sneri aftur til Víkings í Ólafsvík, þar sem hann hafði staðið sig afar vel, en segist hafa skilið við ÍA í góðu: Engin kergja á milli okkar „Ég á í góðu sambandi við flesta strákana þarna. Samband mitt við Sindra er til að mynda mjög gott, og ég fékk mér að borða með Tryggva [Hrafni Haraldssyni] eftir leikinn. Það er því engin kergja þarna á milli, ekki á milli mín og félagsins, og alls ekki á milli mín og fyrrum liðsfélaga minna. Stundum þarf maður að skipta um félag og það er ekki vandamál,“ sagði Zamorano, og tekur undir með blaðamanni að leikurinn í gær hafi verið óvenju skemmtilegur æfingaleikur: „Þetta var mjög góður leikur og mikill hraði. Ég sá leik ÍA og ÍBV sem mér fannst talsvert rólegri, enda var veðrið mjög slæmt. En þessi leikur var mjög góður og spennandi, og bæði lið fengu færi. Þetta var mjög góður æfingaleikur fyrir komandi tímabil.“ Gonzalo Zamorano sneri aftur til Víkings Ó. í vetur eftir árs dvöl hjá ÍA.mynd/ía Held að við getum farið upp Víkingur Ó. hefur leikið í 1. deild, sem nú heitir Lengjudeild, síðustu tvö ár eftir að hafa leikið í efstu deild árin 2017 og 2016, sem og reyndar árið 2013. Zamorano vill fara með liðinu upp í deild þeirra bestu: „Ég held að við getum farið upp. Við munum að minnsta kosti berjast fyrir því. Við erum að búa til gott lið, og ungu strákarnir eru duglegir að æfa og hjálpa hver öðrum. Þetta verður skemmtilegt tímabil“. Jón Páll Pálmason er tekinn við þjálfun Víkings í stað Ejub Purisevic sem fór til starfa hjá Stjörnunni eftir að hafa starfað fyrir Víking í yfir hálfan annan áratug. „Ég kann mjög vel við Jón Pál. Hann er góður þjálfari, skilur fótbolta vel og er líka mjög vinalegur. Hann er auðvitað ólíkur Ejub en ég hef ekkert yfir Ejub að kvarta og lærði mjög mikið af honum, rétt eins og af Jóa Kalla [þjálfara ÍA]. Ég læri líka mikið af Jóni Páli og kann vel við hans leikstíl,“ sagði Zamorano.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira