RÚV braut fjölmiðlalög með birtingu Exit á vefnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2020 16:43 Rúv er gert að fjarlægja þættina Exit úr spilaranum á ruv.is. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið braut fjölmiðlalög um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntunmeð því að hafa gert þáttaröðina Exit, sem bönnuð er börnum yngri en 16 ára, aðgengilega öllum í spilara RÚV án möguleika á aðgangsstýringu. Þá er Ríkisútvarpinu gert að greiða 1,2 milljóna króna í stjórnvaldssekt auk þess að fjarlægja þáttaröðina úr spilaranum fyrir 5. júní næstkomandi að því er kemur fram í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun þann 2. febrúar síðastliðinn frá framkvæmdastjóra sölusviðs Símans fyrir hönd fyrirtækisins. Fram kom í kvörtuninni að kvartandi teldi lög hafa verið brotin um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni. Þá kom fram að um einstaklega gróft efni væri að ræða sem bannað væri börnum yngri en 16 ára. Engar aðgangsstýringar væru til staðar í spilara RÚV til að vernda börn og ungmenni og því „lægi efnið einfaldlega þarna með Krakkafréttum og Stundinni okkar.“ Þá var jafnframt vakin athygli á því hvernig Ríkisútvarpið kynnti þættina Exit. Í viðhengi fylgdi skjáskot af Facebook síðu RÚV þar sem umfjöllun um þættina sem birtist á ruv.is er deilt. Í umfjölluninni kemur fram að holskefla kvartana hafi borist NRK í Noregi vegna þáttaraðarinnar og væri Ríkisútvarpið að mati kvartanda „meira en meðvitað um hversu grófir og hrottalegir þættirnir eru en lætur sér í léttu rúmi liggja að þeir séu aðgengilegir í opnum spilara þvert á reglur.“ Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norska fjármálaheiminum og segja frá fjórum vinum sem allir eru vellauðugir, fagna velgengni í starfi og eiga fjölskyldur. Þeim leiðist þó og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínum, meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Stuttu eftir að kvörtunin barst fjölmiðlanefnd útfærði Ríkisútvarpið aðvörun í spilara RÚV sem birtist fyrir myndefni sem bannað er börnum yngri en 12 eða 16 ára. Nú birtist gluggi yfir myndefni sem bannað er börnum þar sem fram kemur að þetta dagskrárefni sé ekki við hæfi barna. Notandinn fær valmöguleika um að fara á forsíðu spilara RÚV eða staðfesta að hann sé „12 ára eða eldri“ eða „16 ára eða eldri,“ eftir því hvaða myndefni er valið. Með því að staðfesta aldur hverfur glugginn og er hægt að spila myndbandið. Aðvörunin var ekki til staðar þegar kvörtunin barst fjölmiðlanefnd. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ríkisútvarpið braut fjölmiðlalög um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntunmeð því að hafa gert þáttaröðina Exit, sem bönnuð er börnum yngri en 16 ára, aðgengilega öllum í spilara RÚV án möguleika á aðgangsstýringu. Þá er Ríkisútvarpinu gert að greiða 1,2 milljóna króna í stjórnvaldssekt auk þess að fjarlægja þáttaröðina úr spilaranum fyrir 5. júní næstkomandi að því er kemur fram í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun þann 2. febrúar síðastliðinn frá framkvæmdastjóra sölusviðs Símans fyrir hönd fyrirtækisins. Fram kom í kvörtuninni að kvartandi teldi lög hafa verið brotin um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni. Þá kom fram að um einstaklega gróft efni væri að ræða sem bannað væri börnum yngri en 16 ára. Engar aðgangsstýringar væru til staðar í spilara RÚV til að vernda börn og ungmenni og því „lægi efnið einfaldlega þarna með Krakkafréttum og Stundinni okkar.“ Þá var jafnframt vakin athygli á því hvernig Ríkisútvarpið kynnti þættina Exit. Í viðhengi fylgdi skjáskot af Facebook síðu RÚV þar sem umfjöllun um þættina sem birtist á ruv.is er deilt. Í umfjölluninni kemur fram að holskefla kvartana hafi borist NRK í Noregi vegna þáttaraðarinnar og væri Ríkisútvarpið að mati kvartanda „meira en meðvitað um hversu grófir og hrottalegir þættirnir eru en lætur sér í léttu rúmi liggja að þeir séu aðgengilegir í opnum spilara þvert á reglur.“ Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norska fjármálaheiminum og segja frá fjórum vinum sem allir eru vellauðugir, fagna velgengni í starfi og eiga fjölskyldur. Þeim leiðist þó og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínum, meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Stuttu eftir að kvörtunin barst fjölmiðlanefnd útfærði Ríkisútvarpið aðvörun í spilara RÚV sem birtist fyrir myndefni sem bannað er börnum yngri en 12 eða 16 ára. Nú birtist gluggi yfir myndefni sem bannað er börnum þar sem fram kemur að þetta dagskrárefni sé ekki við hæfi barna. Notandinn fær valmöguleika um að fara á forsíðu spilara RÚV eða staðfesta að hann sé „12 ára eða eldri“ eða „16 ára eða eldri,“ eftir því hvaða myndefni er valið. Með því að staðfesta aldur hverfur glugginn og er hægt að spila myndbandið. Aðvörunin var ekki til staðar þegar kvörtunin barst fjölmiðlanefnd.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira