11 dagar í Pepsi Max: Tólf plús þrettán tímabil Atla og Tryggva eru söguleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 12:00 Atli Guðnason í leik með FH liðinu á móti Stjörnunni í Pepsi Max deildinni. Vísir/Daníel Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 11 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Guðmundsson varð fyrstur til að gefa þrettán stoðsendingar á einu tímabilið sumarið 2008 og fjórum árum síðar jafnaði Atli Guðnason afrek hans. Þetta eru þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu tímabili. Stoðsendingar hafa verið teknar saman síðan sumarið 1992 eða síðan sjónvarpsstöðvarnar fóru að taka upp alla leiki hér á landi. Tryggvi Guðmundsson bætti stoðsendingametið um tvær stoðsendingar þegar hann gaf 13 stoðsendingar í 12 leik sumarið 2008 en að auki skoraði Tryggvi sjálfur 12 mörk og hjálpaði FH-liðinu að verða Íslandsmeistari. Tryggvi varð þarna sá fyrsti til að skorað tíu mörk og gefa tíu stoðsendingar á einni leiktíð í efstu deild. Tryggvi bætti metið með sinni tólftu stoðsendingu en þar lagði hann upp sigurmark Atla Viðars Björnssonar í 3-2 sigri á Keflavík. Þetta var eitt allra mikilvægast mark sumarsins, sigurmark í uppbótatíma þar sem jafntefli hefði fært Keflvíkingum Íslandsmeistaratitilinn. Atli Guðnason jafnaði met Tryggva fjórum árum síðar eða þegar hann var með 12 mörk og 13 stoðsendingar í 22 leikjum á Íslandsmeistarasumri FH 2012. Atli skrifaði þá söguna með því að verða fyrsti maðurinn til að verða markakóngur og stoðsendingakóngur á sama tímabili í efstu deild. Atli jafnaði stoðsendingamet Tryggvi með því að leggja upp mark fyrir Albert Brynjar Ingason í lokaumferðinni. Hann hafði áður lagt upp tvö mörk í 3-0 sigri á Keflavík en eftir þann sigur þurfti FH-liðið aðeins jafntefli í þriðju síðustu umferðinni til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Atli á einnig ellefu stoðsendingatímabil og er ásamt Haraldi Ingólfssyni sem hefur tvisvar sinnum náð því að gefa ellefu stoðsendingar á einni leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu sumri í efstu deild karla. Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005 Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... FH Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 11 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Guðmundsson varð fyrstur til að gefa þrettán stoðsendingar á einu tímabilið sumarið 2008 og fjórum árum síðar jafnaði Atli Guðnason afrek hans. Þetta eru þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu tímabili. Stoðsendingar hafa verið teknar saman síðan sumarið 1992 eða síðan sjónvarpsstöðvarnar fóru að taka upp alla leiki hér á landi. Tryggvi Guðmundsson bætti stoðsendingametið um tvær stoðsendingar þegar hann gaf 13 stoðsendingar í 12 leik sumarið 2008 en að auki skoraði Tryggvi sjálfur 12 mörk og hjálpaði FH-liðinu að verða Íslandsmeistari. Tryggvi varð þarna sá fyrsti til að skorað tíu mörk og gefa tíu stoðsendingar á einni leiktíð í efstu deild. Tryggvi bætti metið með sinni tólftu stoðsendingu en þar lagði hann upp sigurmark Atla Viðars Björnssonar í 3-2 sigri á Keflavík. Þetta var eitt allra mikilvægast mark sumarsins, sigurmark í uppbótatíma þar sem jafntefli hefði fært Keflvíkingum Íslandsmeistaratitilinn. Atli Guðnason jafnaði met Tryggva fjórum árum síðar eða þegar hann var með 12 mörk og 13 stoðsendingar í 22 leikjum á Íslandsmeistarasumri FH 2012. Atli skrifaði þá söguna með því að verða fyrsti maðurinn til að verða markakóngur og stoðsendingakóngur á sama tímabili í efstu deild. Atli jafnaði stoðsendingamet Tryggvi með því að leggja upp mark fyrir Albert Brynjar Ingason í lokaumferðinni. Hann hafði áður lagt upp tvö mörk í 3-0 sigri á Keflavík en eftir þann sigur þurfti FH-liðið aðeins jafntefli í þriðju síðustu umferðinni til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Atli á einnig ellefu stoðsendingatímabil og er ásamt Haraldi Ingólfssyni sem hefur tvisvar sinnum náð því að gefa ellefu stoðsendingar á einni leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu sumri í efstu deild karla. Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005
Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... FH Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira