Ásókn í auðlindir Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 2. júní 2020 09:00 Við verðum að búa svo um hnútana að náttúruauðlindir okkar nýtist kynslóðum landsins hverju sinni og að aðgengi að þeim sé tryggt með sjálfbærum nýtingarétti til takmarkaðs tíma í senn. Þrátt fyrir hraðar samfélagsbreytingar þá er undirstaða efnahags okkar auðlindanýting. Hvort sem um er að ræða nýtingu á gjöfulum sjávarmiðum, sölu á endurnýjanlegri raforku til stóriðju eða komu ferðamanna til að sjá stórbrotna náttúru landsins. Við berum ábyrgð á því að nýta auðlindir okkar á skynsaman og hagkvæman hátt samhliða því að fólkið í landinu upplifi að nýtingin sé sanngjörn, gagnsæ og sjálfbær og skili arði til samfélagsins. Við getum ekki horft upp á að auðmenn sölsi undir sig jarðir, vatnsföll, orkuauðlindir og sjávarauðlindina án þess að tekið sé til varnar fyrir land og þjóð. Sjálfstæði hverrar þjóðar byggist m.a. á að geta haft fullan yfirráðarétt yfir sinni auðlindanýtingu og að eignarhald færist ekki á hendur þeim sem bera enga samfélagslega ábyrgð heldur séu reknir áfram af auðsöfnun og græðgi. Afleiðingar þessa eru ójöfnuður og byggðaröskun, auðlindirnar færast frá þeim sem byggja afkomu sína á auðlindanýtingu í sínu nærumhverfi og rétturinn er tekinn frá komandi kynslóðum á að geta nýtt auðlindirnar í sínu nærumhverfi með sjálfbærum hætti. Tryggja þarf sem best að land sem er nytsamlegt til matvælaframleiðslu verði ekki tekið til annara nota með varanlegum hætti því öflug matvælaframleiðsla er okkur mjög dýrmæt til að tryggja matvælaöryggi. Peningaöflin ásælast mjög okkar vistvænu orku og uppkaup auðmanna á laxveiðijörðum eru dæmi um ásælni og græðgi í yfirráð yfir verðmætum sem hafa verið mikill stuðningur við búsetu í sveitum landsins. Sumargjafir eigenda stærsta útgerðarfélags landsins til afkomenda sinna er sláandi dæmi um hvernig við erum komin á villigötur í að færa eignarhald á endurnýjanlegri sameign þjóðarinnar, sjávarauðlindinni á milli kynslóða sem hafa ekkert meiri rétt til þessara fjármuna en Jón og Gunna sem byggja Ísland. Hvað er til ráða? Alþingi er með til meðferðar mikilvæg frumvörp sem eru skref í rétta átt í nýtingu auðlinda. Þar má nefna frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um eignarráð og nýtingu fasteigna annars vegar og frumvarp um minnihlutavernd í veiðifélögum hins vegar. Óheft framsal kvótakerfisins hefur bitnað harkalega á mörgum sjávarbyggðum og ýtt undir fólksfækkun. Mikil verðmætasköpun hefur átt sér stað í sjávarútvegi í skjóli hagræðingar og samþjöppunar á kostnað félagslegra- og byggðarsjónarmiða. Fáir einstaklingar og fyrirtæki hafa grætt á tá og fingri á kostnað nýliðunar í atvinnugreininni og atvinnuöryggis íbúa sjávarbyggðanna. Það er aldrei mikilvægara en nú að koma auðlindarákvæði í stjórnarskrá og festa í sessi að landsréttindi og auðlindir á láði og í legi sem ekki eru háðar einkaeignarrétti séu í eign íslensku þjóðarinnar. Ásælni í auðlindir þjóða er alþjóðlegt vandamál. Hún grefur undan lýðræði og möguleikum þjóða til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði, sjálfbæra nýtingu og að afraksturinn af nýtingu auðlindanna renni til fólksins sem byggir landið. Þessari hættulegu þróun eigum við að berjast gegn og klára sem fyrst þau mál sem bíða afgreiðslu Alþingis. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingi Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að búa svo um hnútana að náttúruauðlindir okkar nýtist kynslóðum landsins hverju sinni og að aðgengi að þeim sé tryggt með sjálfbærum nýtingarétti til takmarkaðs tíma í senn. Þrátt fyrir hraðar samfélagsbreytingar þá er undirstaða efnahags okkar auðlindanýting. Hvort sem um er að ræða nýtingu á gjöfulum sjávarmiðum, sölu á endurnýjanlegri raforku til stóriðju eða komu ferðamanna til að sjá stórbrotna náttúru landsins. Við berum ábyrgð á því að nýta auðlindir okkar á skynsaman og hagkvæman hátt samhliða því að fólkið í landinu upplifi að nýtingin sé sanngjörn, gagnsæ og sjálfbær og skili arði til samfélagsins. Við getum ekki horft upp á að auðmenn sölsi undir sig jarðir, vatnsföll, orkuauðlindir og sjávarauðlindina án þess að tekið sé til varnar fyrir land og þjóð. Sjálfstæði hverrar þjóðar byggist m.a. á að geta haft fullan yfirráðarétt yfir sinni auðlindanýtingu og að eignarhald færist ekki á hendur þeim sem bera enga samfélagslega ábyrgð heldur séu reknir áfram af auðsöfnun og græðgi. Afleiðingar þessa eru ójöfnuður og byggðaröskun, auðlindirnar færast frá þeim sem byggja afkomu sína á auðlindanýtingu í sínu nærumhverfi og rétturinn er tekinn frá komandi kynslóðum á að geta nýtt auðlindirnar í sínu nærumhverfi með sjálfbærum hætti. Tryggja þarf sem best að land sem er nytsamlegt til matvælaframleiðslu verði ekki tekið til annara nota með varanlegum hætti því öflug matvælaframleiðsla er okkur mjög dýrmæt til að tryggja matvælaöryggi. Peningaöflin ásælast mjög okkar vistvænu orku og uppkaup auðmanna á laxveiðijörðum eru dæmi um ásælni og græðgi í yfirráð yfir verðmætum sem hafa verið mikill stuðningur við búsetu í sveitum landsins. Sumargjafir eigenda stærsta útgerðarfélags landsins til afkomenda sinna er sláandi dæmi um hvernig við erum komin á villigötur í að færa eignarhald á endurnýjanlegri sameign þjóðarinnar, sjávarauðlindinni á milli kynslóða sem hafa ekkert meiri rétt til þessara fjármuna en Jón og Gunna sem byggja Ísland. Hvað er til ráða? Alþingi er með til meðferðar mikilvæg frumvörp sem eru skref í rétta átt í nýtingu auðlinda. Þar má nefna frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um eignarráð og nýtingu fasteigna annars vegar og frumvarp um minnihlutavernd í veiðifélögum hins vegar. Óheft framsal kvótakerfisins hefur bitnað harkalega á mörgum sjávarbyggðum og ýtt undir fólksfækkun. Mikil verðmætasköpun hefur átt sér stað í sjávarútvegi í skjóli hagræðingar og samþjöppunar á kostnað félagslegra- og byggðarsjónarmiða. Fáir einstaklingar og fyrirtæki hafa grætt á tá og fingri á kostnað nýliðunar í atvinnugreininni og atvinnuöryggis íbúa sjávarbyggðanna. Það er aldrei mikilvægara en nú að koma auðlindarákvæði í stjórnarskrá og festa í sessi að landsréttindi og auðlindir á láði og í legi sem ekki eru háðar einkaeignarrétti séu í eign íslensku þjóðarinnar. Ásælni í auðlindir þjóða er alþjóðlegt vandamál. Hún grefur undan lýðræði og möguleikum þjóða til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði, sjálfbæra nýtingu og að afraksturinn af nýtingu auðlindanna renni til fólksins sem byggir landið. Þessari hættulegu þróun eigum við að berjast gegn og klára sem fyrst þau mál sem bíða afgreiðslu Alþingis. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar