Var á botni laugarinnar í sjö mínútur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2020 18:30 Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Stöð 2 Eldri karlmaður sem lést í sundlauginni á Selfoss í gær hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugarvarða. Deildarstjóri hjá Árborg segir allt verða gert til að komast að því hvers vegna maðurinn var svo lengi í kafi. Um klukkan hálf ellefu í gærmorgun urðu tíu ára gamlir sundlaugargestir varir við 86 ára gamlan mann á botni innilaugarinnar. Mikill viðbúnaður fór þá af stað, byggingin var rýmd, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang en endurlífgun bar ekki árangur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en dánarorsök liggur ekki enn fyrir. Við skoðun á öryggismyndavélum kom í ljós að maðurinn hafði legið á botni laugarinnar í um sjö mínútur áður en hann var dreginn upp úr. Gerðist á vaktaskiptaskiptatíma sundlaugarvarða „Það gerist eitthvað hjá honum sem gerir það að verkum að hann lendir undir vatni og síðan þegar það er skoðað kemur í ljós að hann er undir vatni í um sjö mínútur áður en hann er tekinn upp úr,“ segir Bragi Bjarnason deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Voru sundlaugarverðir ekki til taks þegar þetta átti sér stað? „Það er í rauninni þannig hjá okkur að við erum með fimm sundlaugarverði í húsinu hjá okkur og þeir skipta á hálftíma fresti og slysið er að gerast í kring um vaktaskipti. Hvort að og hvernig áhrif það hefur á málið er það sem við erum að skoða með heilbrigðiseftirlitinu og lögreglu. Bara hvað gerir það að verkum að hann í sjö mínútur í vatninu,“ segir Bragi. Ömurleg lífsreynsla Hann segir að það sé í algjörum forgangi að komast að því hvers vegna fór sem fór. „Þetta er ömurleg lífsreynsla sem maður óskar engum að lenda í og við viljum aldrei lenda í þessu aftur þannig við ætlum að gera allt sem við getum til að laga, ef það er eitthvað sem við getum lagað. Þannig að sundlaugin sé örugg. Við viljum hafa sundlaugina örugga þannig að fólki líði vel hjá okkur,“ segir Bragi. Börnin fengu áfallahjálp Málið hafi tekið mikið á starfsmenn og börnin sem fundu manninn. Mörg börn hafi orðið vitni að atvikinu en í gær máttu börn fædd árið 2010 fara í fyrsta skipti í sund án fylgdarmanns. Börnin fengu áfallahjálp. „Við unnum það strax með Rauða krossinum að hafa samband við þau. Við fengum viðbrögð frá foreldrunum því að þetta er lítið samfélag og við þekkjumst vel. Mörg þeirra komu til okkar aftur í gær og fengu upplýsingar og einhverjir fóru strax ofan í að leika sér sem er auðvitað mjög ánægjulegt því maður vill auðvitað ekki að þau séu í áfalli til lengri tíma,“ segir Bragi. Árborg Lögreglumál Sundlaugar Tengdar fréttir Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19 Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Eldri karlmaður sem lést í sundlauginni á Selfoss í gær hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugarvarða. Deildarstjóri hjá Árborg segir allt verða gert til að komast að því hvers vegna maðurinn var svo lengi í kafi. Um klukkan hálf ellefu í gærmorgun urðu tíu ára gamlir sundlaugargestir varir við 86 ára gamlan mann á botni innilaugarinnar. Mikill viðbúnaður fór þá af stað, byggingin var rýmd, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang en endurlífgun bar ekki árangur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en dánarorsök liggur ekki enn fyrir. Við skoðun á öryggismyndavélum kom í ljós að maðurinn hafði legið á botni laugarinnar í um sjö mínútur áður en hann var dreginn upp úr. Gerðist á vaktaskiptaskiptatíma sundlaugarvarða „Það gerist eitthvað hjá honum sem gerir það að verkum að hann lendir undir vatni og síðan þegar það er skoðað kemur í ljós að hann er undir vatni í um sjö mínútur áður en hann er tekinn upp úr,“ segir Bragi Bjarnason deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Voru sundlaugarverðir ekki til taks þegar þetta átti sér stað? „Það er í rauninni þannig hjá okkur að við erum með fimm sundlaugarverði í húsinu hjá okkur og þeir skipta á hálftíma fresti og slysið er að gerast í kring um vaktaskipti. Hvort að og hvernig áhrif það hefur á málið er það sem við erum að skoða með heilbrigðiseftirlitinu og lögreglu. Bara hvað gerir það að verkum að hann í sjö mínútur í vatninu,“ segir Bragi. Ömurleg lífsreynsla Hann segir að það sé í algjörum forgangi að komast að því hvers vegna fór sem fór. „Þetta er ömurleg lífsreynsla sem maður óskar engum að lenda í og við viljum aldrei lenda í þessu aftur þannig við ætlum að gera allt sem við getum til að laga, ef það er eitthvað sem við getum lagað. Þannig að sundlaugin sé örugg. Við viljum hafa sundlaugina örugga þannig að fólki líði vel hjá okkur,“ segir Bragi. Börnin fengu áfallahjálp Málið hafi tekið mikið á starfsmenn og börnin sem fundu manninn. Mörg börn hafi orðið vitni að atvikinu en í gær máttu börn fædd árið 2010 fara í fyrsta skipti í sund án fylgdarmanns. Börnin fengu áfallahjálp. „Við unnum það strax með Rauða krossinum að hafa samband við þau. Við fengum viðbrögð frá foreldrunum því að þetta er lítið samfélag og við þekkjumst vel. Mörg þeirra komu til okkar aftur í gær og fengu upplýsingar og einhverjir fóru strax ofan í að leika sér sem er auðvitað mjög ánægjulegt því maður vill auðvitað ekki að þau séu í áfalli til lengri tíma,“ segir Bragi.
Árborg Lögreglumál Sundlaugar Tengdar fréttir Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19 Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19
Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30