Um hljómplötur og stemningu Þórhallur Valur Benónýsson skrifar 3. júní 2020 09:00 Að móta stemningu með tónlist er heimsþekkt aðferð sem stuðst er við í ýmsum útgáfum. Það er sama hvort um sé að ræða partý, listsýningar, íþróttaiðkun, búðarferðir eða svo margt annað þá sækist fólk í að stýra upplifun með tónlist. Áhrifin af réttum takti á réttum tíma geta verið töfrum líkust. Músíkin hjálpar til við slaka á, hún hjálpar til við að koma sér í gírinn, hún getur aukið einbeitingu og svo ótal margt annað. Tónlistarfólk setur mikinn kraft og metnað í gerð tónlistar sem er svo send út í samfélagið í þeirri von að einhver tengi við merkingu eða stemningu laganna. Með aukinni tæknivæðingu og tilkomu streymisveita hefur útgáfa tónlistar tekið miklum breytingum og nú þekkist að tónlistarmenn gefi jafnvel eingöngu út einstök lög og hafi gefið plötuútgáfu upp á bátinn. Þannig hefur vægi plötunnar sem listform misst ákveðið vægi í samfélaginu sem ég tel leiðinlega þróun. Plötuútgáfa sem á sínum tíma þótti mikið tilhlökkunarefni og mynduðust gjarnan langar raðir fyrir utan verslanir á útgáfudögum platna sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu. Fólk rauk svo rakleiðis að næsta tiltæka plötuspilara og renndi í gegnum plötuna. Í dag hafa streymisveitur gengið frá stemningunni sem fylgdi plötuútgáfu að ákveðnu leyti. Tónlistarmenn hafa notað samfélagsmiðla og tengslanetið sitt til þess að búa til og viðhalda einhverri spennu fyrir plötuútgáfu en það höfðar ekki til fólks með sama hætti og áður, ég upplifi fáa sem ná upp einhverjum ofurspenningi fyrir plötuútgáfu nema þá kannski í besta falli hjá sínum allra uppáhalds listamönnum. Framboðið á góðri tónlist spilar líka mikið inn í þetta dæmi enda erfiðara að verða gíraður fyrir nýjum plötum þegar það kemur út geggjuð tónlist nánast daglega og allir hafa aðgengi að henni samstundis. Síðasta upplifun mín af raunverulegri gírun var þegar Gísli Pálmi gaf út samnefnda plötu árið 2015. Platan kom þá í sölu áður en hún varð aðgengileg á netinu en ekki allir höfðu aðgengi að CD-spilara þar sem Apple hafði þá hætt að hafa slíka innbyggða í tölvurnar sínar. Þannig gátu einungis bílaeigendur og tölvueigendur með diskadrifi spilað plötuna þegar hún mætti án þess að þurfa að halda heim á leið í plötuspilara. Á bílastæði skólans varð því hlustunarhittingur í nokkrum bílum, enda flaug orðið um gæði plötunnar hratt milli manna. Ein afleiðinga stafrænu þróunarinnar og þess að gefa út stök lög frekar en heila plötu kann að vera minni hvati fyrir tónlistarfólk að virða plötur sem listform, en það tel ég mikla synd. Ég er einn af þeim sem elska að hlusta á plötur í gegn en mér finnst það besta leiðin til þess að tengjast sköpunarferli verksins og þeim áhrifum sem því er ætlað að hafa á hlustandann og ég reyni þannig að hlusta ekki of mikið á lög sem síðar eiga eftir að koma út á plötu. Ef marka má endurkomu vínylplatna þá er ljóst að það eru fleiri en ég sem vilja njóta platna sem heildarverks, þó svo að augljóst sé að plötuútgáfa stendur ekki undir sér í sömu mynd og áður. Megi plötuútgáfa lifa sem lengst og halda áfram að veita okkur innblástur, frið og halda uppi stemningu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Tónlist Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að móta stemningu með tónlist er heimsþekkt aðferð sem stuðst er við í ýmsum útgáfum. Það er sama hvort um sé að ræða partý, listsýningar, íþróttaiðkun, búðarferðir eða svo margt annað þá sækist fólk í að stýra upplifun með tónlist. Áhrifin af réttum takti á réttum tíma geta verið töfrum líkust. Músíkin hjálpar til við slaka á, hún hjálpar til við að koma sér í gírinn, hún getur aukið einbeitingu og svo ótal margt annað. Tónlistarfólk setur mikinn kraft og metnað í gerð tónlistar sem er svo send út í samfélagið í þeirri von að einhver tengi við merkingu eða stemningu laganna. Með aukinni tæknivæðingu og tilkomu streymisveita hefur útgáfa tónlistar tekið miklum breytingum og nú þekkist að tónlistarmenn gefi jafnvel eingöngu út einstök lög og hafi gefið plötuútgáfu upp á bátinn. Þannig hefur vægi plötunnar sem listform misst ákveðið vægi í samfélaginu sem ég tel leiðinlega þróun. Plötuútgáfa sem á sínum tíma þótti mikið tilhlökkunarefni og mynduðust gjarnan langar raðir fyrir utan verslanir á útgáfudögum platna sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu. Fólk rauk svo rakleiðis að næsta tiltæka plötuspilara og renndi í gegnum plötuna. Í dag hafa streymisveitur gengið frá stemningunni sem fylgdi plötuútgáfu að ákveðnu leyti. Tónlistarmenn hafa notað samfélagsmiðla og tengslanetið sitt til þess að búa til og viðhalda einhverri spennu fyrir plötuútgáfu en það höfðar ekki til fólks með sama hætti og áður, ég upplifi fáa sem ná upp einhverjum ofurspenningi fyrir plötuútgáfu nema þá kannski í besta falli hjá sínum allra uppáhalds listamönnum. Framboðið á góðri tónlist spilar líka mikið inn í þetta dæmi enda erfiðara að verða gíraður fyrir nýjum plötum þegar það kemur út geggjuð tónlist nánast daglega og allir hafa aðgengi að henni samstundis. Síðasta upplifun mín af raunverulegri gírun var þegar Gísli Pálmi gaf út samnefnda plötu árið 2015. Platan kom þá í sölu áður en hún varð aðgengileg á netinu en ekki allir höfðu aðgengi að CD-spilara þar sem Apple hafði þá hætt að hafa slíka innbyggða í tölvurnar sínar. Þannig gátu einungis bílaeigendur og tölvueigendur með diskadrifi spilað plötuna þegar hún mætti án þess að þurfa að halda heim á leið í plötuspilara. Á bílastæði skólans varð því hlustunarhittingur í nokkrum bílum, enda flaug orðið um gæði plötunnar hratt milli manna. Ein afleiðinga stafrænu þróunarinnar og þess að gefa út stök lög frekar en heila plötu kann að vera minni hvati fyrir tónlistarfólk að virða plötur sem listform, en það tel ég mikla synd. Ég er einn af þeim sem elska að hlusta á plötur í gegn en mér finnst það besta leiðin til þess að tengjast sköpunarferli verksins og þeim áhrifum sem því er ætlað að hafa á hlustandann og ég reyni þannig að hlusta ekki of mikið á lög sem síðar eiga eftir að koma út á plötu. Ef marka má endurkomu vínylplatna þá er ljóst að það eru fleiri en ég sem vilja njóta platna sem heildarverks, þó svo að augljóst sé að plötuútgáfa stendur ekki undir sér í sömu mynd og áður. Megi plötuútgáfa lifa sem lengst og halda áfram að veita okkur innblástur, frið og halda uppi stemningu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun