Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 10:30 Raheem Sterling hjá Manchester City í samstuði við Virgil Van Dijk hjá Liverpool en það þarf væntanlega að fresta næsta leik liðanna inn á sumarið vegna þátttöku Manchester City í enska bikarnum. Getty/Alex Livesey Stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar vinna nú hörðum höndum að því að setja upp allt leikjaskipulagið fyrir sumardeildina en keppni á að hefjast aftur í ensku úrvalsdeildinni 17. júní næstkomandi. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan 9. mars en öllum leikjum var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Um tíma var óttast um að það yrði að flauta mótið af en fljótlega varð hins vegar ljóst að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og félögin tuttugu ætluðu að finna leiðir til þess að klára mótið. Nú er að koma betri mynd á þessa endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar en í fyrsta sinn í sögu hennar verða leiknir leikir í júní og júlí eða þegar liðin eru vanalega í sumarfríi. Guardian fer yfir planið í frétt hjá sér en helstu útlínur tímabilsins eru komnar á hreint. Some clubs will face run of three matches in seven days when Premier League returns. Story by @DaveHytner https://t.co/3rLKtXWA1K— Guardian sport (@guardian_sport) June 2, 2020 Sex umferðir munu fara fram á löngum helgum, það er frá föstudegi til mánudags, en þrjár umferðir verða spilaðar í miðri viku. Leikirnir í miðri viku fara fram á þriðjudegi, miðvikudegi og fimmtudegi en samkvæmt frétt Guardian þá verður spilað í miðri viku, 23. til 25. júní, 7. til 9. júlí og 14. til 16. júlí. Enska úrvalsdeildin hefst miðvikudaginn 17. júní en þá verða spilaðir þeir leikir sem liðin áttu inni það er Manchester City - Arsenal og Aston Villa - Sheffield United. Viðmunaðarreglan er að liðin spili ekki á tveggja sólarhringafresti en það má búast við að liðin spili þrisvar sinnum á einni viku. Sem dæmi um það þá gæti lið þurft að spila á mánudegi, fimmtudegi og sunnudegi og þar erum við að tala um þrjá leiki á aðeins sex dögum. Enska úrvalsdeildin á að klárast fyrir Verslunarmannahelgi eða helgina 25. til 26. júlí næstkomandi en bikarúrslitaleikurinn hefur verið settur á um þá helgi. Átta liða úrslit enska bikarsins hafa verið sett á helgina 27. til 28. júní og undanúrslitin eiga að fara fram 18. til 19. júlí. Einu vikurnar þar sem ekki eru leikir á núna eru vikurnar eftir þessa bikarleiki en þangað fara deildarleikirnir sem verða frestað vegna bikarleikjanna. Leikirnir sem þurfa væntanlega að fara vegna bikarleikjanna í átta liða úrslitunum eru Bournemouth-Newcastle, Arsenal-Norwich, Brighton-Manchester United, Everton-Leicester, Manchester City-Liverpool, Sheffield United-Tottenham og West Ham-Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar vinna nú hörðum höndum að því að setja upp allt leikjaskipulagið fyrir sumardeildina en keppni á að hefjast aftur í ensku úrvalsdeildinni 17. júní næstkomandi. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan 9. mars en öllum leikjum var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Um tíma var óttast um að það yrði að flauta mótið af en fljótlega varð hins vegar ljóst að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og félögin tuttugu ætluðu að finna leiðir til þess að klára mótið. Nú er að koma betri mynd á þessa endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar en í fyrsta sinn í sögu hennar verða leiknir leikir í júní og júlí eða þegar liðin eru vanalega í sumarfríi. Guardian fer yfir planið í frétt hjá sér en helstu útlínur tímabilsins eru komnar á hreint. Some clubs will face run of three matches in seven days when Premier League returns. Story by @DaveHytner https://t.co/3rLKtXWA1K— Guardian sport (@guardian_sport) June 2, 2020 Sex umferðir munu fara fram á löngum helgum, það er frá föstudegi til mánudags, en þrjár umferðir verða spilaðar í miðri viku. Leikirnir í miðri viku fara fram á þriðjudegi, miðvikudegi og fimmtudegi en samkvæmt frétt Guardian þá verður spilað í miðri viku, 23. til 25. júní, 7. til 9. júlí og 14. til 16. júlí. Enska úrvalsdeildin hefst miðvikudaginn 17. júní en þá verða spilaðir þeir leikir sem liðin áttu inni það er Manchester City - Arsenal og Aston Villa - Sheffield United. Viðmunaðarreglan er að liðin spili ekki á tveggja sólarhringafresti en það má búast við að liðin spili þrisvar sinnum á einni viku. Sem dæmi um það þá gæti lið þurft að spila á mánudegi, fimmtudegi og sunnudegi og þar erum við að tala um þrjá leiki á aðeins sex dögum. Enska úrvalsdeildin á að klárast fyrir Verslunarmannahelgi eða helgina 25. til 26. júlí næstkomandi en bikarúrslitaleikurinn hefur verið settur á um þá helgi. Átta liða úrslit enska bikarsins hafa verið sett á helgina 27. til 28. júní og undanúrslitin eiga að fara fram 18. til 19. júlí. Einu vikurnar þar sem ekki eru leikir á núna eru vikurnar eftir þessa bikarleiki en þangað fara deildarleikirnir sem verða frestað vegna bikarleikjanna. Leikirnir sem þurfa væntanlega að fara vegna bikarleikjanna í átta liða úrslitunum eru Bournemouth-Newcastle, Arsenal-Norwich, Brighton-Manchester United, Everton-Leicester, Manchester City-Liverpool, Sheffield United-Tottenham og West Ham-Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira