Græna planið, neyðarplanið eða hallærisplanið? Vigdís Hauksdóttir skrifar 3. júní 2020 10:00 Græna planið, eða neyðarplanið eða hallærisplanið eða hvað við eigum að kalla það. Vá - þvílík froða og samansafn af orðskrúði pakkað inn í grænar umbúðir með umhverfisvænni slaufu. Upptalning á tæplega 100 atriðum sem gæti hugsanlega fallið undir eitthvað grænt. Ég hef aldrei séð jafn hallærislega greinargerð með nokkurri tillögu síðan ég settist í borgarstjórn. Greinilegt er að meirihlutinn er kominn í mikil vandræði á öllum sviðum borgarinnar fjárhagslega og faglega. Þá er gripið í svona hókus, pókus trix, sjónhverfingar og boðað til blaðamannafundar. Svo mikið lá á að fundurinn var haldinn klukkutíma fyrir borgarstjórnarfund þar sem samþykkja átti tillöguna. Ekki verður betur séð en að „Græna planið“ sé fullkomið brot á samgöngusáttmálanum og því algjört hallærisplan, því í greinargerð með planinu segir að borgarlínan, hjólandi og gangandi eru sett í algjöran forgang í samgöngumálum. Enn á ný sannar borgarstjóri að undirskrift hans í samningum við ríkið er ekki pappírsins virði. Talið er upp í áherslupunktum í græna hallærisplaninu: borgarlína, hjólreiðanet höfuðborgarsvæðisins, stokkar, gönguborgin Reykjavík, hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, rafvæðing hafna, rafvæðing almenningssamgagna, samgöngumiðstöð Reykjavíkur og tilraunaverkefni með bátastrætó, já þið lásuð rétt bátastrætó. Ekki er eitt orð um Sundabraut. Á meðan er í fyrsta forgang í samgöngusáttmálanum umferðarstýring og segir þar að ráðist verði strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu, Sæbrautarstokkur sem er ein forsenda hugmynda um Sundabraut, Miklubrautarstokkur, Arnarnesvegur – Rjúpnavegur um Breiðholtsbraut, gatnamót við Bústaðaveg, og framkvæmdir við Miklubraut sem framhald af framkvæmdur austur yfir gatnamót á Kringlumýrarbraut. Hér er um algjöran misskilning hjá meirihlutanum að ræða – með vilja eða ekki. Allt á að fjármagna með nýuppfundnu neyðarplani sem kallast græn skuldabréf sem s.s. er ný skuldsetningaaðferð borgarsjóðs sem skuldar nú þegar yfir 100 milljarða og samstæðunnar sem skuldar um 340 milljarða. Græna neyðarplanið gengur út á að búa til græna skuldavafninga í gegnum nýuppfundin græn skuldabréf. Það var þetta plan sem var samþykkt af meirihlutanum á borgarstjórnarfundi þann 2. júní sl. ykkur öllum til upplýsingar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Græna planið, eða neyðarplanið eða hallærisplanið eða hvað við eigum að kalla það. Vá - þvílík froða og samansafn af orðskrúði pakkað inn í grænar umbúðir með umhverfisvænni slaufu. Upptalning á tæplega 100 atriðum sem gæti hugsanlega fallið undir eitthvað grænt. Ég hef aldrei séð jafn hallærislega greinargerð með nokkurri tillögu síðan ég settist í borgarstjórn. Greinilegt er að meirihlutinn er kominn í mikil vandræði á öllum sviðum borgarinnar fjárhagslega og faglega. Þá er gripið í svona hókus, pókus trix, sjónhverfingar og boðað til blaðamannafundar. Svo mikið lá á að fundurinn var haldinn klukkutíma fyrir borgarstjórnarfund þar sem samþykkja átti tillöguna. Ekki verður betur séð en að „Græna planið“ sé fullkomið brot á samgöngusáttmálanum og því algjört hallærisplan, því í greinargerð með planinu segir að borgarlínan, hjólandi og gangandi eru sett í algjöran forgang í samgöngumálum. Enn á ný sannar borgarstjóri að undirskrift hans í samningum við ríkið er ekki pappírsins virði. Talið er upp í áherslupunktum í græna hallærisplaninu: borgarlína, hjólreiðanet höfuðborgarsvæðisins, stokkar, gönguborgin Reykjavík, hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, rafvæðing hafna, rafvæðing almenningssamgagna, samgöngumiðstöð Reykjavíkur og tilraunaverkefni með bátastrætó, já þið lásuð rétt bátastrætó. Ekki er eitt orð um Sundabraut. Á meðan er í fyrsta forgang í samgöngusáttmálanum umferðarstýring og segir þar að ráðist verði strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu, Sæbrautarstokkur sem er ein forsenda hugmynda um Sundabraut, Miklubrautarstokkur, Arnarnesvegur – Rjúpnavegur um Breiðholtsbraut, gatnamót við Bústaðaveg, og framkvæmdir við Miklubraut sem framhald af framkvæmdur austur yfir gatnamót á Kringlumýrarbraut. Hér er um algjöran misskilning hjá meirihlutanum að ræða – með vilja eða ekki. Allt á að fjármagna með nýuppfundnu neyðarplani sem kallast græn skuldabréf sem s.s. er ný skuldsetningaaðferð borgarsjóðs sem skuldar nú þegar yfir 100 milljarða og samstæðunnar sem skuldar um 340 milljarða. Græna neyðarplanið gengur út á að búa til græna skuldavafninga í gegnum nýuppfundin græn skuldabréf. Það var þetta plan sem var samþykkt af meirihlutanum á borgarstjórnarfundi þann 2. júní sl. ykkur öllum til upplýsingar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar