Mál Ágústar Elís í biðstöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2020 14:00 Ágúst Elí hefur leikið með íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum (EM 2018 og HM 2019). vísir/afp Mál handboltamarkvarðarins Ágústar Elís Björgvinssonar eru í óvissu. Í lok janúar var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við KIF Kolding í Danmörku. Félagið á hins vegar í miklum fjárhagskröggum og framtíð þess er óljós. „Í raun og veru er komin ný stjórn sem er að reyna að fjármagna félagið. Það er með eitthvað fjármagn til að reka það varðandi samninga en vantar að loka holunni. Þetta er mjög óljós staða eins og er,“ sagði Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Ágústar, í samtali við Vísi. Í dönskum fjölmiðlum kom fram að ný stjórn Kolding þyrfti að safna fimm til sex milljónum danskra króna (100-120 milljónum íslenskra króna) til að halda félaginu á floti. „Þessar tölur sem komu fram í fjölmiðlum eru ekki alveg réttar. En frekari fréttir ættu að berast innan tveggja til þriggja vikna. Núna stendur bara yfir vinna hjá þeim að ná sér í styrktaraðila og stuðningsmenn svo hægt sé að fjármagna félagið,“ sagði Arnar. En hvað ef allt fer á versta veg og Kolding verður gjaldþrota? Eru aðrir kostir í stöðunni? „Það er vinnan mín, að vera með plan ef þetta klikkar. En hann er með gildan samning þar til félagið verður lýst gjaldþrota eða einhver úr stjórn lýsir yfir vilja að leysa hann undan samningi,“ sagði Arnar. „Við erum í biðstöðu en ég er með plön ef þetta dettur upp fyrir og er búinn að vinna í nokkrum málum sem verða vonandi enn til staðar þegar, eða ef, þetta losnar.“ Undanfarin tvö ár hefur Ágúst leikið með Sävehof í Svíþjóð. Hann varð sænskur meistari á fyrsta tímabili sínu hjá Sävehof og á því síðasta lék hann með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson léku með Kolding á síðasta tímabili. Eftir það fóru þeir báðir frá félaginu og til KA. Danski handboltinn Tengdar fréttir Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Mál handboltamarkvarðarins Ágústar Elís Björgvinssonar eru í óvissu. Í lok janúar var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við KIF Kolding í Danmörku. Félagið á hins vegar í miklum fjárhagskröggum og framtíð þess er óljós. „Í raun og veru er komin ný stjórn sem er að reyna að fjármagna félagið. Það er með eitthvað fjármagn til að reka það varðandi samninga en vantar að loka holunni. Þetta er mjög óljós staða eins og er,“ sagði Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Ágústar, í samtali við Vísi. Í dönskum fjölmiðlum kom fram að ný stjórn Kolding þyrfti að safna fimm til sex milljónum danskra króna (100-120 milljónum íslenskra króna) til að halda félaginu á floti. „Þessar tölur sem komu fram í fjölmiðlum eru ekki alveg réttar. En frekari fréttir ættu að berast innan tveggja til þriggja vikna. Núna stendur bara yfir vinna hjá þeim að ná sér í styrktaraðila og stuðningsmenn svo hægt sé að fjármagna félagið,“ sagði Arnar. En hvað ef allt fer á versta veg og Kolding verður gjaldþrota? Eru aðrir kostir í stöðunni? „Það er vinnan mín, að vera með plan ef þetta klikkar. En hann er með gildan samning þar til félagið verður lýst gjaldþrota eða einhver úr stjórn lýsir yfir vilja að leysa hann undan samningi,“ sagði Arnar. „Við erum í biðstöðu en ég er með plön ef þetta dettur upp fyrir og er búinn að vinna í nokkrum málum sem verða vonandi enn til staðar þegar, eða ef, þetta losnar.“ Undanfarin tvö ár hefur Ágúst leikið með Sävehof í Svíþjóð. Hann varð sænskur meistari á fyrsta tímabili sínu hjá Sävehof og á því síðasta lék hann með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson léku með Kolding á síðasta tímabili. Eftir það fóru þeir báðir frá félaginu og til KA.
Danski handboltinn Tengdar fréttir Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00