Gamla NBA stjarnan lofar því að fylgja dóttur George Floyd upp að altarinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 23:00 Stephen Jackson birti þessa mynd af sér og Giönnu, dóttur George Floyd á Instagram síðu sinni en hún er aðeins sex ára gömul. Mynd/Instagram Stephen Jackson, fyrrum stjarna í NBA-deildinni í körfubolta og náinn vinur George Floyd, ætlar að standa með barnsmóður George Floyd og dóttur hans Giönnu. George Floyd lést í höndum hvítra lögreglumanna í Minneapolis eftir að einn lögreglumaðurinn lá í langan tíma með hné sitt ofan á hálsi hans. Í kjölfarið hafa verið mikil mótlæti og óeirðir út um öll Bandaríkin en þetta var enn eitt dæmið um það að hvítir lögreglumenn drepa svarta menn í Bandaríkjunum án dóms og laga. Stephen Jackson promises to remain in George Floyd's daughter's life: 'I'm here for her' https://t.co/TQZlh17CN6— Sporting News NBA (@sn_nba) June 3, 2020 Stephen Jackson mætti á blaðamannafund með Roxie Washington, barnsmóður George Floyd, og sex ára dóttur hennar og George Floyd sem heitir Gianna. Roxie kom þarna fram í fyrsta sinn opinberlega eftir dauða George Floyd. Roxie Washington talaði um það á blaðamannafundinum að lögreglumennirnir hafi tekið föðurinn af Giönnu. „Gianna á ekki lengur föður. Hann mun aldrei sjá hana alast upp eða útskrifast. Hann mun ekki fylgja henni upp að altarinu. Ef hún er í vandræðum og þarf á föður sínum að halda þá getur hún ekki leitað til hans lengur,“ sagði Roxie Washington. Stephen Jackson steig þá fram og tók orðið. Stephen Jackson spoke out at a news conference, promising to take care of George Floyd's daughter and demanding justice for his death. pic.twitter.com/qozf5R6ZKI— ESPN (@espn) June 3, 2020 „Það eru fullt af hlutum sem hann mun nú missa af en ég verð til staðar. Ég mun fylgja henni upp að altarinu. Ég verð til staðar fyrir hana. Ég mun þurrka tárin ykkar. Ég verð hér fyrir þig og Gigi. Floyd verður kannski ekki hér en ég er ekki að fara neitt. Ég ætla að ná fram réttlæti og við munum ná fram réttlæti fyrir bróður okkar,“ sagði Stephen Jackson. „Við erum ekki á förum og við munum halda áfram að berjast. Við munum fylgja honum heim á fallegan hátt. Ég fullvissa ykkur um leið að við erum ekki á förum og við munum heimta réttlæti,“ sagði Jackson. Stephen Jackson spilaði í NBA-deildinni með fjölmörgum liðum og varð NBA-meistari með San Antonio Spurs árið 2003. George Floyd s daughter saying DADDY CHANGED THE WORLD is the sweetest heartbreaking thing on the internet. pic.twitter.com/sIwUFxpcSV— Vada_Fly (@Vada_Fly) June 2, 2020 NBA Dauði George Floyd Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Stephen Jackson, fyrrum stjarna í NBA-deildinni í körfubolta og náinn vinur George Floyd, ætlar að standa með barnsmóður George Floyd og dóttur hans Giönnu. George Floyd lést í höndum hvítra lögreglumanna í Minneapolis eftir að einn lögreglumaðurinn lá í langan tíma með hné sitt ofan á hálsi hans. Í kjölfarið hafa verið mikil mótlæti og óeirðir út um öll Bandaríkin en þetta var enn eitt dæmið um það að hvítir lögreglumenn drepa svarta menn í Bandaríkjunum án dóms og laga. Stephen Jackson promises to remain in George Floyd's daughter's life: 'I'm here for her' https://t.co/TQZlh17CN6— Sporting News NBA (@sn_nba) June 3, 2020 Stephen Jackson mætti á blaðamannafund með Roxie Washington, barnsmóður George Floyd, og sex ára dóttur hennar og George Floyd sem heitir Gianna. Roxie kom þarna fram í fyrsta sinn opinberlega eftir dauða George Floyd. Roxie Washington talaði um það á blaðamannafundinum að lögreglumennirnir hafi tekið föðurinn af Giönnu. „Gianna á ekki lengur föður. Hann mun aldrei sjá hana alast upp eða útskrifast. Hann mun ekki fylgja henni upp að altarinu. Ef hún er í vandræðum og þarf á föður sínum að halda þá getur hún ekki leitað til hans lengur,“ sagði Roxie Washington. Stephen Jackson steig þá fram og tók orðið. Stephen Jackson spoke out at a news conference, promising to take care of George Floyd's daughter and demanding justice for his death. pic.twitter.com/qozf5R6ZKI— ESPN (@espn) June 3, 2020 „Það eru fullt af hlutum sem hann mun nú missa af en ég verð til staðar. Ég mun fylgja henni upp að altarinu. Ég verð til staðar fyrir hana. Ég mun þurrka tárin ykkar. Ég verð hér fyrir þig og Gigi. Floyd verður kannski ekki hér en ég er ekki að fara neitt. Ég ætla að ná fram réttlæti og við munum ná fram réttlæti fyrir bróður okkar,“ sagði Stephen Jackson. „Við erum ekki á förum og við munum halda áfram að berjast. Við munum fylgja honum heim á fallegan hátt. Ég fullvissa ykkur um leið að við erum ekki á förum og við munum heimta réttlæti,“ sagði Jackson. Stephen Jackson spilaði í NBA-deildinni með fjölmörgum liðum og varð NBA-meistari með San Antonio Spurs árið 2003. George Floyd s daughter saying DADDY CHANGED THE WORLD is the sweetest heartbreaking thing on the internet. pic.twitter.com/sIwUFxpcSV— Vada_Fly (@Vada_Fly) June 2, 2020
NBA Dauði George Floyd Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira