Frakkar og Þjóðverjar deila ekki áhuga Trump á að fá Rússa inn í G7 Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 16:45 Macron á fjarfundi með öðrum G7-leiðtogum um kórónuveirufaraldurinn í apríl. Til stendur að hópurinn komi saman í Bandaríkjunum í september en Trump Bandaríkjaforseti vill fá Rússland aftur að borðinu þar. Vísir/EPA Hvorki þýsk né frönsk stjórnvöld eru spennt fyrir því að bjóða Rússum aftur inn í hóp stærstu iðnríkja heims sem kalla sig G7. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það „heilbrigða skynsemi“ að leyfa Rússum að slást aftur í hópinn. Rússum var sparkað úr því sem þá var kallað G8-hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Trump forseti hefur undanfarið talað fyrir því að bjóða þá aftur velkomna í hópinn, meðal annars á hitafundi G7-ríkjanna sem hann hleypti í bál og brand árið 2018. „Ég efast um að það sé vit í því að búinn til nýjan bráðabirgðahóp,“ sagði Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, um hugmyndina í dag og bætti við að í ljós þyrfti að koma hvenær rétti tíminn væri til að hleypa Rússum aftur inn. Svipuðu skilaboð koma frá skrifstofu Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Reuters-fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni þaðan að Rússum hafi verið vísað úr samstarfinu af gildri ástæðu. „Við teljum ekki að þær aðstæður hafi breyst í dag,“ segir embættismaðurinn sem sagði þó að finna yrði farveg til þess að hafa samskipti við rússnesk stjórnvöld. Trump, sem verður gestgjafi fundar G7-ríkjanna síðar á þessu ári, sagði í dag að það lægi beinast við að bjóða Vladímír Pútín Rússlandsforseta aftur að borðinu. Þannig væri auðveldast að leysta ýmis mál. Rússland Bandaríkin Frakkland Þýskaland Tengdar fréttir Frestar fundi G7 aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. 31. maí 2020 11:03 Vonast til að leiðtogafundur G7 geti farið fram í Washington í júní Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. 24. maí 2020 18:14 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Hvorki þýsk né frönsk stjórnvöld eru spennt fyrir því að bjóða Rússum aftur inn í hóp stærstu iðnríkja heims sem kalla sig G7. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það „heilbrigða skynsemi“ að leyfa Rússum að slást aftur í hópinn. Rússum var sparkað úr því sem þá var kallað G8-hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Trump forseti hefur undanfarið talað fyrir því að bjóða þá aftur velkomna í hópinn, meðal annars á hitafundi G7-ríkjanna sem hann hleypti í bál og brand árið 2018. „Ég efast um að það sé vit í því að búinn til nýjan bráðabirgðahóp,“ sagði Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, um hugmyndina í dag og bætti við að í ljós þyrfti að koma hvenær rétti tíminn væri til að hleypa Rússum aftur inn. Svipuðu skilaboð koma frá skrifstofu Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Reuters-fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni þaðan að Rússum hafi verið vísað úr samstarfinu af gildri ástæðu. „Við teljum ekki að þær aðstæður hafi breyst í dag,“ segir embættismaðurinn sem sagði þó að finna yrði farveg til þess að hafa samskipti við rússnesk stjórnvöld. Trump, sem verður gestgjafi fundar G7-ríkjanna síðar á þessu ári, sagði í dag að það lægi beinast við að bjóða Vladímír Pútín Rússlandsforseta aftur að borðinu. Þannig væri auðveldast að leysta ýmis mál.
Rússland Bandaríkin Frakkland Þýskaland Tengdar fréttir Frestar fundi G7 aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. 31. maí 2020 11:03 Vonast til að leiðtogafundur G7 geti farið fram í Washington í júní Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. 24. maí 2020 18:14 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Frestar fundi G7 aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. 31. maí 2020 11:03
Vonast til að leiðtogafundur G7 geti farið fram í Washington í júní Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. 24. maí 2020 18:14