Formanni Samtaka ferðaþjónustunnar svarað Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. júní 2020 17:00 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bregst illa við facebookfærslu minni sem ég setti fram í fyrradag eftir lestur fréttar um viðtal við Gylfa Zoega prófessor í hagfræði þar sem hann ræddi m.a. ósjálfbæran vöxt ferðaþjónustunnar. Vegna viðbragða Bjarnheiðar vil ég taka það skýrt fram að ég ber enga óvild í brjósti til ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar, þvert á móti. Og ég hef miklar áhyggjur af fólkinu sem starfar við ferðaþjónustu og hefur nú misst vinnuna og óvissa er framundan. Fólk sem hefur með hug, hönd og hjarta skapað frábærar aðstæður til að taka á móti gestum. Ég finn sannarlega til með eigendum ferðaþjónustufyrirtækja sem sitja uppi með fjárfestingar sem nú eru í uppnámi. Ég óska þeim alls hins besta og vona innilega að hagur greinarinnar vænkist sem allra fyrst. Það eru hagsmunir okkar allra. Facebookfærsla mín snerist um gagnrýni á stjórnvöld fyrir það að hafa hvatt til vaxtar ferðaþjónustunnar án mótvægisaðgerða. Ég hef gagnrýnt það harðlega síðastliðin átta ár að stjórnvöld hafi ýtt undir vöxt greinarinnar á meðan innviðir samfélagsins hafi ekki verið búnir undir þann vöxt. Álagið á vegi landsins hefur kallað á viðhald og framkvæmdir sem ekki hafa átt sér stað. Álag á lögreglu hefur verið svo mikil að þjónusta við íbúa hefur orðið útundan í fjölmennustu ferðamannasveitarfélögunum. Álag á heilsugæslu og heilbrigðiskerfið hefur einnig aukist því ferðamenn slasast og verða veikir líkt og aðrir. Slík vinnubrögð stjórnvalda þjóna heldur ekki hagsmunum atvinnugreinarinnar. Gagnrýni mín snýr að stjórnvöldum sem búið hafa atvinnugreininni umgjörð sem ekki hélt nægilega sem stuðningur þegar gaf á bátinn. Enginn efast um að greinin aflaði mikilla gjaldeyristekna sem skiluðu sér til hagsbóta fyrir þjóðarbúið. En greinin er viðkvæm fyrir sveiflum og mörg fyrirtæki voru farin að draga saman seglin fyrir heimsfaraldurinn. Ferðaþjónustan mun í framtíðinni gegna stóru hlutverki í íslensku atvinnulífi. Hún mun vaxa á ný en sá vöxtur þarf að vera jafn og traustur. Fleiri stoðum þarf einnig að renna undir atvinnulífið. Gerum það saman á leiðinni okkar upp úr þeirri lægð sem heimsfaraldurinn gerði enn dýpri hér á landi. Ég hef nú þegar boðið Bjarnheiði á þingflokksfund Samfylkingarinnar sem hún hefur þegið. Samtal er betra en skeytasendingar og við í Samfylkingunni viljum gjarnan eiga gott samstarf við fulltrúa allra atvinnugreina, ekki síst þessarar ungu og þróttmiklu greinar sem á eftir að auðga samfélag okkar í bráð og lengd. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Oddný G. Harðardóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bregst illa við facebookfærslu minni sem ég setti fram í fyrradag eftir lestur fréttar um viðtal við Gylfa Zoega prófessor í hagfræði þar sem hann ræddi m.a. ósjálfbæran vöxt ferðaþjónustunnar. Vegna viðbragða Bjarnheiðar vil ég taka það skýrt fram að ég ber enga óvild í brjósti til ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar, þvert á móti. Og ég hef miklar áhyggjur af fólkinu sem starfar við ferðaþjónustu og hefur nú misst vinnuna og óvissa er framundan. Fólk sem hefur með hug, hönd og hjarta skapað frábærar aðstæður til að taka á móti gestum. Ég finn sannarlega til með eigendum ferðaþjónustufyrirtækja sem sitja uppi með fjárfestingar sem nú eru í uppnámi. Ég óska þeim alls hins besta og vona innilega að hagur greinarinnar vænkist sem allra fyrst. Það eru hagsmunir okkar allra. Facebookfærsla mín snerist um gagnrýni á stjórnvöld fyrir það að hafa hvatt til vaxtar ferðaþjónustunnar án mótvægisaðgerða. Ég hef gagnrýnt það harðlega síðastliðin átta ár að stjórnvöld hafi ýtt undir vöxt greinarinnar á meðan innviðir samfélagsins hafi ekki verið búnir undir þann vöxt. Álagið á vegi landsins hefur kallað á viðhald og framkvæmdir sem ekki hafa átt sér stað. Álag á lögreglu hefur verið svo mikil að þjónusta við íbúa hefur orðið útundan í fjölmennustu ferðamannasveitarfélögunum. Álag á heilsugæslu og heilbrigðiskerfið hefur einnig aukist því ferðamenn slasast og verða veikir líkt og aðrir. Slík vinnubrögð stjórnvalda þjóna heldur ekki hagsmunum atvinnugreinarinnar. Gagnrýni mín snýr að stjórnvöldum sem búið hafa atvinnugreininni umgjörð sem ekki hélt nægilega sem stuðningur þegar gaf á bátinn. Enginn efast um að greinin aflaði mikilla gjaldeyristekna sem skiluðu sér til hagsbóta fyrir þjóðarbúið. En greinin er viðkvæm fyrir sveiflum og mörg fyrirtæki voru farin að draga saman seglin fyrir heimsfaraldurinn. Ferðaþjónustan mun í framtíðinni gegna stóru hlutverki í íslensku atvinnulífi. Hún mun vaxa á ný en sá vöxtur þarf að vera jafn og traustur. Fleiri stoðum þarf einnig að renna undir atvinnulífið. Gerum það saman á leiðinni okkar upp úr þeirri lægð sem heimsfaraldurinn gerði enn dýpri hér á landi. Ég hef nú þegar boðið Bjarnheiði á þingflokksfund Samfylkingarinnar sem hún hefur þegið. Samtal er betra en skeytasendingar og við í Samfylkingunni viljum gjarnan eiga gott samstarf við fulltrúa allra atvinnugreina, ekki síst þessarar ungu og þróttmiklu greinar sem á eftir að auðga samfélag okkar í bráð og lengd. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun