Sérfræðingar Pepsi Max lofsama Rúnar Kristins: „Hann er virtur af öllum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 09:00 Rúnar er vel liðinn af bæði starfsliði sínu sem og sérfræðingum Pepsi Max deildarinnar. Vísir/Daniel Thor Farið var yfir lið KA, KR og ÍA í síðasta undirbúningsþættinum fyrir Pepsi Max deildina. Sérfræðingarnir að þessu sinni voru Sigurvin Ólafsson og Þorkell Máni Pétursson ásamt Gumma Ben, þáttastjórnanda. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að ræða lið KR án þess að ræða þjálfara liðsins. Rúnar Kristinsson hefur náð lygilegum árangri í Vesturbænum og gerði liðið nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum í fyrra. „Eftir því sem fólk sér og heyri fleiri viðtöl við Rúnar þá held ég að fólk læri að meta betur hversu góður þjálfari hann er,“ segir Gummi. „Það eru bara allir sammála um það enda er það bara rétt. Hann er virtur af öllum.“ svaraði Sigurvin Ólafsson, fimmfaldur Íslandsmeistari með KR, FH og ÍBV á sínum tíma, um hæl. „Hann er óumdeildur, sem er ekkert auðvelt sem KR-ingur,“ sagði Gummi í kjölfarið. „Hann er líka þvílíkur herramaður. Hvernig framkoma hans er, hvort það sé í fjölmiðlum, gagnvart sínu fólki, dómurum, það eru allir hlutir til fyrirmyndar hjá honum og ég held að það sé helsta ástæða þess að maðurinn nái árangri,“ sagði Þorkell Máni og ljóst að Rúnar er í miklum metum hjá sérfræðingum Pepsi Max deildarinnar. Máni hélt áfram. „Hann hefur staðið þétt við bakið á sínum leikmönnum ef það hafa komið upp á einhverjar uppákomur og leyst erfið mál. Eins og í fyrra leysti hann mörg erfið mál, stóð með sínum leikmönnum. Þetta er alvöru leiðtogi,“ sagði Máni jafnframt. Er hann þar að vitna í mál Björgvins Stefánssonar sem margir héldu að myndu enda veru hans í KR. Eftir þessar lofræður þá ræddu þeir það sem Rúnari hefur ekki tekist en það er að gera KR að meisturum tvö ár í röð. Ræddi Gummi það við Rúnar í annál Pepsi Max deildarinnar undir lok síðasta árs. Svar Rúnars sem og lofræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sérfræðingar Pepsi Max lofsama Rúnar Kristins KR Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorkell Máni: KR-ingar taka fram hjartastuðtækið og verja titilinn Annar sérfræðinganna spáði KR Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð en hinn sérfræðingurinn vildi alls ekki spá KR titlinum. 4. júní 2020 11:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Farið var yfir lið KA, KR og ÍA í síðasta undirbúningsþættinum fyrir Pepsi Max deildina. Sérfræðingarnir að þessu sinni voru Sigurvin Ólafsson og Þorkell Máni Pétursson ásamt Gumma Ben, þáttastjórnanda. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að ræða lið KR án þess að ræða þjálfara liðsins. Rúnar Kristinsson hefur náð lygilegum árangri í Vesturbænum og gerði liðið nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum í fyrra. „Eftir því sem fólk sér og heyri fleiri viðtöl við Rúnar þá held ég að fólk læri að meta betur hversu góður þjálfari hann er,“ segir Gummi. „Það eru bara allir sammála um það enda er það bara rétt. Hann er virtur af öllum.“ svaraði Sigurvin Ólafsson, fimmfaldur Íslandsmeistari með KR, FH og ÍBV á sínum tíma, um hæl. „Hann er óumdeildur, sem er ekkert auðvelt sem KR-ingur,“ sagði Gummi í kjölfarið. „Hann er líka þvílíkur herramaður. Hvernig framkoma hans er, hvort það sé í fjölmiðlum, gagnvart sínu fólki, dómurum, það eru allir hlutir til fyrirmyndar hjá honum og ég held að það sé helsta ástæða þess að maðurinn nái árangri,“ sagði Þorkell Máni og ljóst að Rúnar er í miklum metum hjá sérfræðingum Pepsi Max deildarinnar. Máni hélt áfram. „Hann hefur staðið þétt við bakið á sínum leikmönnum ef það hafa komið upp á einhverjar uppákomur og leyst erfið mál. Eins og í fyrra leysti hann mörg erfið mál, stóð með sínum leikmönnum. Þetta er alvöru leiðtogi,“ sagði Máni jafnframt. Er hann þar að vitna í mál Björgvins Stefánssonar sem margir héldu að myndu enda veru hans í KR. Eftir þessar lofræður þá ræddu þeir það sem Rúnari hefur ekki tekist en það er að gera KR að meisturum tvö ár í röð. Ræddi Gummi það við Rúnar í annál Pepsi Max deildarinnar undir lok síðasta árs. Svar Rúnars sem og lofræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sérfræðingar Pepsi Max lofsama Rúnar Kristins
KR Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorkell Máni: KR-ingar taka fram hjartastuðtækið og verja titilinn Annar sérfræðinganna spáði KR Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð en hinn sérfræðingurinn vildi alls ekki spá KR titlinum. 4. júní 2020 11:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Þorkell Máni: KR-ingar taka fram hjartastuðtækið og verja titilinn Annar sérfræðinganna spáði KR Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð en hinn sérfræðingurinn vildi alls ekki spá KR titlinum. 4. júní 2020 11:30