Sýknuð í meiðyrðamáli sem foreldrar ráku fyrir hönd látins sonar síns Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 08:00 Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjaness í fyrradag. Vísir/Vilhelm Kona var í fyrradag sýknuð í héraðsdómi Reykjaness af miskabótakröfu sem foreldrar látins manns kröfðust fyrir hönd dánarbús sonar síns. Var konan sökuð um ærumeiðandi ummæli og ólögmæta meingerð með því að hafa tvívegis fullyrt að maðurinn hefði brotið á sér kynferðislega. Konan hafði kynnst manninum árið 2014 þegar þau stunduðu bæði nám við Háskóla Íslands og fóru þau á stefnumót í byrjun sumars 2015. Maðurinn hafði svo tjáð henni að hann vildi ekki binda sig og sleit sambandi þeirra, en þau höfðu stundað kynlíf saman skömmu fyrir það. Mánuði seinna hittust þau svo fyrir tilviljun og stunduðu kynlíf en í bæði skiptin þótti konunni það vera harkalegt og gróft. Þá segir konan manninn hafa verið undir áhrifum amfetamíns í seinna skiptið. Tæpum tveimur árum síðan bað konan manninn um að hitta sig aftur þar sem hún sagði honum að hann hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi sem hefði lagt líf hennar í rúst. Vildu hún að maðurinn myndi viðurkenna framkomu sína en hann neitaði því og taldi enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar. Leitaði til fagráðsins vegna nærveru hans á háskólasvæðinu Haustið 2018 hóf maðurinn nám að nýju við háskólann og sagðist konan hafa orðið áþreifanlega vör við nærveru hans á háskólasvæðinu. Henni þótti það óþægilegt og sendi formanni fagráðs Háskóla Íslands um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi tölvupóst þar sem hún óskaði eftir viðtalstíma. Á fundi fagráðsins sagði hún manninn hafa farið algjörlega yfir sín mörk, tekið sig hálstaki og sýnt henni mikla heift. Hún hafi beðið hann að hætta án árangurs og orðið hrædd, enda hafi hún talið sig ekki „hafa neitt í hann“. Þá hafi hann veið harkalegur þannig að blæddi úr kynfærum hennar. Sagðist konan hafa upplifað mikla vanlíðan daginn eftir og liti svo á að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Fagráðið boðaði manninn á fund til sín þar sem maðurinn sagðist ekki kannast við lýsingar hennar á kynlífinu. Hann væri tilbúin að hitta hana ef hún vildi þar sem hann vildi ekki hafa málið hangandi yfir sér. Því hafnaði konan og var ósátt við afstöðu mannsins. Meðferð fagráðsins lauk með því að því þótti ekki unnt að komast að niðurstöðu en lagði þó til að aðilar málsins myndu hittast og reyna að leysa vandann. Konan leitaði til fagráðs Háskóla Íslands vegna málsins.Vísir/Vilhelm Lést í miðjum málarekstri Í júnímánuði árið 2019 sendi lögmaður mannsins konunni bréf, bað hana um afsökunarbeiðni og krafðist tveggja milljóna í miskabætur innan fjórtán daga frá dagsetningu bréfsins ella yrði höfðað mál. Í júlí á síðasta ári kærði konan manninn fyrir kynferðisbrot. Maðurinn lést á meðan málið var í ferli en í vottorði sálfræðings frá því í nóvember á síðasta ári kemur fram að hann hafði upplifað mikla vanlíðan vegna málsins hjá fagráðinu og ásakanirnar hefðu leitt til persónubreytinga. Hann upplifði mikla depurð og áhyggjur vegna þess. Hann sagði „alla vita“ um ásakanirnar um kynferðisbrot og það hafi leitt til þess að hann einangraðist. Niðurstöður sálfræðingsins voru þær að hann sýndi einkenni þunglyndis, en hann ætti sögu um slíkt frá yngri árum. Í apríl á þessu ári fengu foreldrar mannsins leyfi til einkaskipta á dánarbúinu og kusu þeir að halda málinu til streitu. Héldu þau því fram að ummælin fælu í sér grófa árás á persónu mannsins og æru og væru jafnframt til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á mannorð hans bæði innan og utan háskólans. Leitaði til fagráðsins í góðri trú Dómurinn taldi ágreiningslaust að konan hefði látið ummælin falla á fundinum. Þó hafi það verið gert á lokuðum fundi þar sem aðeins þrír fulltrúar fagráðs voru staddir og voru þeir allir bundnir þagmælsku um það sem fram fór á fundinum. Jafnframt hafi ekkert legið fyrir í málinu að kvörtunin hafi þannig borist til fleiri aðila en fulltrúa fagráðsins og ósannað að konan hafi upplýst aðra en sína allra nánustu um kvörtunina og efni hennar. Konan hafi leitað til fagráðsins í góðri trú um að það væri réttur vettvangur fyrir málið og ráðið gæti aðstoðað hana í samskiptum við manninn. Ekki þótti sannað að konan hefði valdið manninum álitsspjöllum með saknæmum og ólögmætum hætti og skorti því skilyrði fyrir bótaábyrgð hennar. Konan var því sýknuð af miskabótakröfu dánarbúsins. Dómsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Kona var í fyrradag sýknuð í héraðsdómi Reykjaness af miskabótakröfu sem foreldrar látins manns kröfðust fyrir hönd dánarbús sonar síns. Var konan sökuð um ærumeiðandi ummæli og ólögmæta meingerð með því að hafa tvívegis fullyrt að maðurinn hefði brotið á sér kynferðislega. Konan hafði kynnst manninum árið 2014 þegar þau stunduðu bæði nám við Háskóla Íslands og fóru þau á stefnumót í byrjun sumars 2015. Maðurinn hafði svo tjáð henni að hann vildi ekki binda sig og sleit sambandi þeirra, en þau höfðu stundað kynlíf saman skömmu fyrir það. Mánuði seinna hittust þau svo fyrir tilviljun og stunduðu kynlíf en í bæði skiptin þótti konunni það vera harkalegt og gróft. Þá segir konan manninn hafa verið undir áhrifum amfetamíns í seinna skiptið. Tæpum tveimur árum síðan bað konan manninn um að hitta sig aftur þar sem hún sagði honum að hann hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi sem hefði lagt líf hennar í rúst. Vildu hún að maðurinn myndi viðurkenna framkomu sína en hann neitaði því og taldi enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar. Leitaði til fagráðsins vegna nærveru hans á háskólasvæðinu Haustið 2018 hóf maðurinn nám að nýju við háskólann og sagðist konan hafa orðið áþreifanlega vör við nærveru hans á háskólasvæðinu. Henni þótti það óþægilegt og sendi formanni fagráðs Háskóla Íslands um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi tölvupóst þar sem hún óskaði eftir viðtalstíma. Á fundi fagráðsins sagði hún manninn hafa farið algjörlega yfir sín mörk, tekið sig hálstaki og sýnt henni mikla heift. Hún hafi beðið hann að hætta án árangurs og orðið hrædd, enda hafi hún talið sig ekki „hafa neitt í hann“. Þá hafi hann veið harkalegur þannig að blæddi úr kynfærum hennar. Sagðist konan hafa upplifað mikla vanlíðan daginn eftir og liti svo á að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Fagráðið boðaði manninn á fund til sín þar sem maðurinn sagðist ekki kannast við lýsingar hennar á kynlífinu. Hann væri tilbúin að hitta hana ef hún vildi þar sem hann vildi ekki hafa málið hangandi yfir sér. Því hafnaði konan og var ósátt við afstöðu mannsins. Meðferð fagráðsins lauk með því að því þótti ekki unnt að komast að niðurstöðu en lagði þó til að aðilar málsins myndu hittast og reyna að leysa vandann. Konan leitaði til fagráðs Háskóla Íslands vegna málsins.Vísir/Vilhelm Lést í miðjum málarekstri Í júnímánuði árið 2019 sendi lögmaður mannsins konunni bréf, bað hana um afsökunarbeiðni og krafðist tveggja milljóna í miskabætur innan fjórtán daga frá dagsetningu bréfsins ella yrði höfðað mál. Í júlí á síðasta ári kærði konan manninn fyrir kynferðisbrot. Maðurinn lést á meðan málið var í ferli en í vottorði sálfræðings frá því í nóvember á síðasta ári kemur fram að hann hafði upplifað mikla vanlíðan vegna málsins hjá fagráðinu og ásakanirnar hefðu leitt til persónubreytinga. Hann upplifði mikla depurð og áhyggjur vegna þess. Hann sagði „alla vita“ um ásakanirnar um kynferðisbrot og það hafi leitt til þess að hann einangraðist. Niðurstöður sálfræðingsins voru þær að hann sýndi einkenni þunglyndis, en hann ætti sögu um slíkt frá yngri árum. Í apríl á þessu ári fengu foreldrar mannsins leyfi til einkaskipta á dánarbúinu og kusu þeir að halda málinu til streitu. Héldu þau því fram að ummælin fælu í sér grófa árás á persónu mannsins og æru og væru jafnframt til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á mannorð hans bæði innan og utan háskólans. Leitaði til fagráðsins í góðri trú Dómurinn taldi ágreiningslaust að konan hefði látið ummælin falla á fundinum. Þó hafi það verið gert á lokuðum fundi þar sem aðeins þrír fulltrúar fagráðs voru staddir og voru þeir allir bundnir þagmælsku um það sem fram fór á fundinum. Jafnframt hafi ekkert legið fyrir í málinu að kvörtunin hafi þannig borist til fleiri aðila en fulltrúa fagráðsins og ósannað að konan hafi upplýst aðra en sína allra nánustu um kvörtunina og efni hennar. Konan hafi leitað til fagráðsins í góðri trú um að það væri réttur vettvangur fyrir málið og ráðið gæti aðstoðað hana í samskiptum við manninn. Ekki þótti sannað að konan hefði valdið manninum álitsspjöllum með saknæmum og ólögmætum hætti og skorti því skilyrði fyrir bótaábyrgð hennar. Konan var því sýknuð af miskabótakröfu dánarbúsins.
Dómsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira